Skessuhorn - 28.02.2018, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 201818
Boðið var til hátíðardagskrár við
Háskólann á Bifröst síðastliðinn
fimmtudag og markaði viðburður-
inn upphaf fjölbreyttrar dagskrá allt
þetta ár vegna hundrað ára afmsæl-
is Samvinnuskólans sem síðar þró-
aðist á háskólastig og varð að end-
ingu Háskólinn á Bifröst. Ráðstefn-
unni á Bifröst stýrði Gísli Einars-
son fréttamaður og einn af fyrrum
nemendum. Þar voru flutt allmörg
erindi þar sem saga skólahalds var
rifjuð upp með ólíkri nálgun frum-
mælenda.
„Ætti að varða við
lög að hafa leiðinlegar
kennslustundir“
Um tilurð þess að Samvinnuskólinn
var stofnaður 3. desember 1918 fjöll-
uðu meðal annarra þau Þórir Páll
Guðjónsson, fyrrum kennari á Bif-
röst, Jón Sigurðsson, fyrrum rektor
og Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra. Þórir Páll sagði auk þess
frá starfsemi Hollvinasamtaka Bif-
rastar og setti loks formlega dagskrá
afmælisársins. Það var Samvinnu-
hreyfingin á Íslandi sem stofnaði
Samvinnuskólann í Reykjavík og var
honum frá upphafi ætlað að mennta
til forystu fólk af öllu landinu til að
standa í framvarðarsveit atvinnu-
lífsins. Jónas Jónsson frá Hriflu var
í upphafi hugmyndafræðingur að
mótun skólastefnu og einnig fyrsti
skólastjóri Samvinnuskólans, sem
fyrstu fjörutíu árin var í Reykjavík
og rekinn af samvinnuhreyfingunni.
„Jónas var mikill kennslu- og skóla-
maður. Hann var fræðari af guðs
náð og lagði áherslu á lifandi og
skemmtilegar kennslustundir. Eft-
ir Jónasi var meðal annars haft, að
„leiðinlegar kennslustundir ættu að
varða við lög“,“ rifjaði Jón Sigurðs-
son, fyrrum rektor Samvinnuskól-
ans, upp þegar hann minntist Jón-
asar frá Hriflu.
Settur af á miðjum aldri
„Jónas hafði menntað sig á ýms-
um stöðum, meðal annars í Kaup-
mannahöfn og Oxford á Englandi
og var uppfullur hugsjóna um að
menntun væri lykillinn að því að
koma efnahag landsins til betri veg-
ar,“ sagði Jón Sigurðsson. „Hann
mótaði um margt einstaka skóla-
stefnu og vann stórvirki við stofn-
un skólans en lagði raunar grunn
að fjölmörgum fleiri menntastofn-
unum um allt land,“ sagði Jón og
nefndi meðal annars héraðsskólana
sem reistir voru víða um land að for-
göngu Jónasar frá Hriflu. „Jónas var
svo að ósekju settur af árið 1935,
einungis 48 ára að aldri og enn full-
ur eldmóðs. Ástæða þess að honum
var hrundið af stalli var sú að hann
hafði tjáð sig fjálglega um listir og
menningu og eignast á þeim vett-
vangi óvildarmenn sem ófrægðu
hann og komu að endingu frá völd-
um. Rifjaði Jón einnig upp ástæðu
þess að ákveðið var að flytja skóla-
hald Samvinnuskólans úr Reykja-
vík og koma því fyrir í Norðurár-
dal, hæfilega langt frá hringiðu höf-
uðborgarinnar þar sem nemendur
gætu haldið fullri einbeitingu á nám
sitt. Þröngt hafði verið orðið um
starfsemi skólans í Sambandshús-
inu í Reykjavík og voru lögð drög
að leigu á spildu úr landi Hreða-
vatns sem síðar fékk nafnið Bifröst.
frá sumrinu 1955 hefur skólinn því
verið starfræktur við þjóðbraut milli
landshluta á Bifröst, en tekið ýms-
um breytingum í tímans rás til að
svara kalli breyttra aðstæðna í sam-
félaginu hverju sinni.
Jón Sigurðsson minntist fleiri sem
að skólahaldinu komu, meðal annars
þeirra séra Guðmundar Sveinsson-
ar, skólastjóra Samvinnuskólans og
konu hans Guðlaugar Einarsdóttur
en Guðmundur var skólstjóri sam-
fellt frá 1955 til 1974. „Guðmundur
mótaði framhaldsskólabyltinguna,“
sagði Jón þegar hann rifjaði upp
störf og stjórnhætti séra Guðmund-
ar.
Vildu auka hlut kvenna
Sigrún Jóhannesdóttir, fyrrum
kennari á Bifröst, flutti erindi á af-
mælishátíðinni þar sem hún sagði frá
verkefninu Kvennaframa sem stýrt
var frá Bifröst á árunum 1985-1988.
Þetta var verkefni sem átti rætur
sínar í þeirri byltingu í átt til jafn-
réttis sem hófst með því að Vigdís
finnbogadóttir var kjörin forseti Ís-
lands 1980. Samvinnuhreyfingin,
sem þá taldi um 46 þúsund félaga
og níu þúsund starfsmenn, var karl-
læg mjög og vildu félagsmenn auka
hlut kvenna í stjórnum og störfum
kaupfélaganna og tengdra félaga um
land allt. Kvennaframi var því röð
námskeiða sem farið var með um
allt land og á fimmta hundrað kon-
ur sátu. „Markmið Kvennaframa
var að eiga þátt í að leiðrétta þann
mikla kynjahalla sem þá var innan
samvinnuhreyfingarinnar og raun-
ar hvarvetna um þjóðfélagið. Þetta
voru félagsmálanámskeið með það
markmiði að efla konur, ekki síst
með því að auka sjálfstraust þeirra
og félagsfærni. Samvinnuskólinn
var fenginn til að stýra þessu verk-
efni og ég hygg að það hafi í senn
verið metnaðarfullt og krefjandi og
leitt til góðs. Afraksturinn var auk-
ið jafnfrétti og þetta hvatti konur til
aukinnar þátttöku í atvinnulífinu,“
rifjaði Sigrún upp.
Menntun er lykill
að velgengni
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð-
herra minntist í erindi sínu Jónasar
frá Hriflu og hans brautryðjenda-
starfs í menntun þjóðarinnar og
sagði að líklega hefði Jónas mark-
að dýpri spor í menntasögu lands-
ins en nokkur annar. Hans sýn hafi
verið að efla yrði menntun til að
framþróun gæti átt sér stað. Enn í
dag væri slíkt skynsamlegt og nefndi
hún árangur finna og Suður-Kór-
eubúa sem dæmi um þjóðir sem
hafa á undanförnum árum markað
sér metnaðarfulla stefnu í mennta-
málum og uppskorið eftir því. Sagði
hún það stefnu ríkisstjórnarinn-
ar sem nú situr að auka við framlög
til menntamála og efla gæðastarf í
skólastarfinu og gat þess að framlög
til menntamála hefðu aukist um 7%
í fjárlögum nú milli ára.
Stefnumörkun á
aldarafmæli skólans
Vilhjálmur Egilsson, rektor Há-
skólans á Bifröst, fór í erindi sínu
yfir stefnu skólans í dag og þá bar-
áttu sem staðið hefur til að verja til-
urð skólans í menntakerfi lands-
ins. Þessi stofnun sem nú er hundr-
Hátíðardagskrá á Bifröst í tilefni aldarafmælis skólahalds:
Skóli sem frá fyrstu tíð var ætlað að mennta
fólk til forystu í íslensku atvinnulífi
Horft heim að gömlu skólahúsunum á Bifröst síðastliðinn fimmtudag.
Gísli Einarsson ráðstefnustjóri í ræðustól en framan við gesti stendur Lilja Alfreðs-
dóttir menntamálaráðherra sem þarna svarar fyrirspurnum úr sal.
Þórir Páll Guðjónsson fyrrverandi kennari og formaður Hollvinasamtaka skólans
setti dagskrá afmælisárs.
Haraldur Benediktsson og Gísli Einarsson. Vel fór á með þeim Sigurjóni Valdimarssyni á Glitstöðum og Óla H Þórðarsyni.