Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201812 Sveitarstjórnar Reykhólahrepps tók á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag afstöðu til breytinga á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 – 2018 vegna vegagerðar um Vestfjarðaveg nr. 60. Sveitarstjórn þurfti að taka ákvörðun um leið- arval í aðalskipulagstillögu. Sam- þykkt var með fjórum atkvæð- um gegn einu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveit- arfélagsins. Þá var samhliða hafn- að þeim valkosti að gera jarðgöng undir Hjallaháls samhliða nýjum vegi um Ódrjúgsháls. Í bókun sveitarstjórnar segir: „Sveitarfélagið hefur við vandlega skoðun ákveðið að velja leið Þ-H inn á tillögu að breytingu á aðal- skipulagi sveitarfélagsins. Leitað hefur verið leiða til að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverf- isáhrif leiðar Þ-H, kannað ítarlega hvort unnt sé að draga úr kostnaði við leið D2 og auka umferðarör- yggi þeirrar leiðar til að hún verði a.m.k. sambærileg og leið Þ-H og skoðað mismunandi útfærslur valkosta. Aflað hefur verið nýrra gagna til að draga úr óvissu um áhrif á umhverfið og upplýsa bet- ur um samfélagsáhrif tímasetninga samgöngubóta. Jafnframt hefur verið litið til þeirra athugasemda, umsagna og ábendinga sem komu fram á kynningartíma vinnslutil- lögu aðalskipulagsbreytingarinn- ar,“ segir í umsögn sveitarstjórnar. Samþykkt var, eins og áður segir, með fjórum atkvæðum í sveitar- stjórn að fara að tillögu um leið Þ-H. „Reykhólahreppur telur ljóst að leið Þ-H hafi umfangsmeiri nei- kvæð umhverfisáhrif í för með sér en leið D2. Hins vegar hafi hún jákvæðari samfélagsáhrif og bætir samgöngur og eykur umferðarör- yggi meira en leið D2. Þá er veru- legur munur á kostnaði þessara framkvæmdakosta, sem er slíkur að hann er líklegur til að hafa af- gerandi áhrif á tímasetningar sam- göngubóta. Sveitarfélagið telur brýna þörf fyrir samgöngubætur, sem felst í auknu umferðaröryggi, aukinni greiðfærni og styttingu leiða. Sú þörf taki til mun fleiri hagsmuna en Reykhólahrepps ein- göngu, þar sem hagsmunir ná til allra Vestfjarða. Óásættanleg bið hefur verið á samgöngubótum. Upplýsingar frá yfirvöldum um að leið D2, sem hefur minni um- hverfisáhrif í för með sér, geti orð- ið til þess að seinka framkvæmdum enn frekar, geri það að verkum að Reykhólahreppur telur að hags- munir samfélagsins vegna bættra samgangna séu meiri en þau nei- kvæðu umhverfisáhrif sem þau hafi í för með sér. Að teknu til- liti til samfélagsáhrifa, umhverf- isáhrifa, samgöngubóta, tímasetn- inga, mótvægisaðgerða og vöktun- ar leggur sveitarfélagið til að setja leið Þ-H í aðalskipulag sveitar- félagsins með ákveðnum skilmál- um. Við samanburð valkosta um veglínu Vestfjarðavegar í Reyk- hólahreppi hefur sveitarstjórn litið til fyrirliggjandi gagna, markmiða og efnisgreina náttúruverndarlaga, ítarlegri rannsókna á botndýralíf, straum- og rofi, fiskungviði, sam- félagsáhrifum, viðbragða Vega- gerðarinnar við spurningum sveit- arfélagsins og umsagna og ábend- inga hagsmunaaðila, landeiganda og annarra við aðalskipulagsgögn. Reykhólahreppur mun leggja fram ítarlega skilmála í tillögu að að- alskipulagi til að tryggja að um- hverfisáhrifin verði ekki meiri en nauðsyn er.“ Þá segir að brýn þörf sé á veru- legum samgöngubótum í sveitar- félaginu, sem og í samhengi við aðrar nauðsynlegar samgöngu- bætur á sunnanverðum Vestfjörð- um. „Báðar leiðir til skoðunar koma til með að bæta núverandi ástand. Þær eru hins vegar ólíkar. Leið Þ-H kostar 6 ma.kr. minna, en hefur talsvert meiri umhverf- isáhrif í för með sér. Beðið hef- ur verið eftir samgöngubótum í a.m.k. 15 ár og þörfin orðin veru- lega brýn að ekki verði unað við lengri bið. Loks eru jákvæð teikn um byggðaþróun og atvinnuþró- un í landsfjórðungnum, sem mik- ilvægt er að nýta og styðja við. Því þarf að mati Reykhólahrepps að ráðast strax eða sem allra fyrst í samgöngubætur til að auka um- ferðaröryggi, greiðfærni og stytta leiðir,“ segir í ályktun sveitar- stjórnar. mm Sveitarstjórn samþykkti að taka Teigsskóg inn á aðalskipulag Hjallaháls mun leggjast af sem þjóðleið þegar kemur til vegalagninar um Teigsskóg. Ljósm. Vegagerðin. Lögreglan á Vesturlandi tók í lið- inni viku í gagnið nýja ómerkta bifreið. Bifreiðin er búin hraða- myndavél og er þetta önnur slík á landinu með sambærilegum bún- aði. Hin er á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er gríðarlega góð viðbót fyrir okkur en við erum eina emb- ættið á landsbyggðinni með svona búnað,“ segir Ólafur Guðmunds- son lögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. „Flestar hefðbundn- ar lögreglubifreiðarnar eru bún- ar ratsjá sem mælir hraða þeirra bíla sem við mætum eða keyr- um á eftir. Ef við mælum bíl á of miklum hraða þurfum við að gefa merki um að stöðva bílinn, hafa af- skipti af ökumanninum og sekta. Með nýja búnaðinum þarf ekki að stöðva ökumenn eða hafa nein bein afskipti af þeim á staðnum. Við leggjum bílnum þar sem við ætlum að mæla hraða og skráum viðeigandi stillingar fyrir mynda- vélabúnaðinn í sérstöku stjórn- borði. Vélin sér svo um að mæla hraða allra bíla sem ekið er framhjá og myndavélin tekur mynd af þeim bílum sem of hratt er ekið. Eigandi bílsins fær svo senda sekt heim til sín,“ segir Ólafur. Með nýja búnaðinum segist Ólafur binda vonir við að hægt verði að lækka umferðarhraða og fækka umferðarslysum. „Að fækka umferðarslysum er náttúrulega það sem skiptir mestu máli. Við höfum ekki í huga að leggja bíln- um á þeim stöðum sem við vit- um að sektirnar myndu streyma inn. Hugsunin er að mæla á þeim svæðum sem slysahættan er mest í þeirri von að vekja ökumenn að- eins til umhugsunar og hægja á þeim,“ segir Ólafur. „Við eigum enn eftir að kortleggja umdæmið og finna út hvar við munum helst mæla,“ bætir hann við. Ólafur segir bílinn einnig geta nýst til að afla upplýsinga fyr- ir sveitarfélögin og Vegagerðina. „Með nýja búnaðinum getum við meðal annars fundið út meðal- hraða allra ökutækja þar sem við mælum og brotahlutfall og eru það upplýsingar sem gætu nýst Vegagerðinni og sveitarfélögum til dæmis varðandi hvar sé þörf á að hægja á umferð, til dæmis með úr- bótum á umferðamannvirkjum og slíku,“ segir Ólafur. „Á næstunni má fólk alveg gera ráð fyrir að við verðum að mæla víða í umdæminu og vonum að sjálfsögðu að fólk aki um á löglegum hraða. Við erum dugleg að setja inn upplýsingar á Facebooksíðu embættisins og hvet ég alla til að fylgjast með þar,“ bætir hann við. arg Myndavélabúnaður í bifreið sem lögreglan á Vesturlandi hefur nýlega tekið í notkun. Ljósm. LVL. Ný lögreglubifreið búin hraðamyndavél Ólafur Guðmundsson, lögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.