Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 11. tbl. 21. árg. 14. mars 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Írskir vetrar- dagar á Akranesi 14.-18. mars Nánari upplýsingar í viðburðadagatali á www.akranes.is Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. Aðalfundarboð Sjá nánar á bls. 2 Síðastliðinn föstudag mætti Skallagrímur liði Vestra í Borgarnesi í síðasta deildarleik vetrarins. Að honum loknum fengu liðsmenn Skallagríms deildarmeistarabikarinn afhentan við mikinn fögnuð heimamanna, sem fylltu áhorfendapallana til að sjá sína menn hefja bikarinn á loft og gleðjast yfir því að Borgnesingar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Sjá nánar bls. 26. Ljósm. kgk. Skóflustunga að nýju frístundahúsi Golfklúbbsins Leynis og Akranes- kaupstaðar var tekin í janúar og á fimmtudagsmorgun í liðinni viku voru fyrstu einingarnar hífðar á sinn stað. „Framkvæmdirnar ganga vel. Veðrið í febrúar tafði okkur að- eins en góður gangur hefur verið síðan hægt var að byrja aftur. Þrátt fyrir smávægilegar tafir er verk- ið á áætlun, bæði í tíma og kostn- aði,“ segir Guðmundur Sigvalda- son, framkvæmdastjóri Golfklúbbs- ins Leynis, í samtali við Skessuhorn. „Golfklúbburinn Leynir hefur um- sjón með verkinu og heldur utan um framkvæmdir. BM Vallá er aðal- verktaki við reisingu hússins en alls koma átta verktakar að framkvæmd- unum. Allir koma þeir af Akranesi eða hafa tengingu við bæinn,“ bætir hann við. „Við gerum ráð fyrir því að húsið verði risið í byrjun maí. Þá verður hafist handa við uppsetningu á þakvirki og við að loka húsinu. Í lok maímánaðar verður svo farið í innri frágang hússins,“ segir Guð- mundur. Fyrsti áfangi hússins verð- ur tekinn í notkun í haust en stefnt að það verði fullbyggt í apríl á næsta ári. Sjá nánar bls. 18. Ljósm. kgk. Byrjað að reisa nýja frístunda- miðstöð við Garðavöll Guðmundur Elíasson sjómaður á Akranesi rær á Flugöldunni ST-54. Á mánudaginn var hann á handfæraveið- um norðan við Syðra-Hraunið á Faxa- flóa og fékk þá 37 kílóa þorsk. „Þetta er stærsti fiskur sem ég hef veitt og var því í hálfgerðum vandræðum með að ná honum um borð. Þetta var hrygna og þar að auki full af loðnu sem geng- ið hefur hér inn á flóann að undan- förnu,“ sagði Guðmundur. Hann seg- ir að eftir brælutíð í janúar og febrúar hafi verið mjög góð veiði á handfær- in að undanförnu og stór fiskur sem gengið hefur inn á veiðislóð. mm/ Ljósm. Hallgrímur Guðmunds- son. Fékk 37 kílóa þorsk á handfærin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.