Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 27 Heilsupistill Steinunnar Evu Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók- argjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 68 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Febrúargáta.“ Vinningshafi er Þóra Einarsdóttir, Hamravík 6, 310 Borgarnesi. Virðu- leiki Verk Kusk Spann Um- gjörð Flýtir Nærast Á fæti Slá Rás Óhóf Laust Flan Ekla Gómur Ask Dvelja Tæp Ellegar Ræðan Angar Ofna Heiður Sigraði 9 Heppni Óráð Far- eind Ferðin Bor Árás Ásýnd ´Málm- þynnur Ósvífni Ílát Spjót Fæði Botn- fletir Alltaf 5 Spor Kunnu Ötulir 3 Athuga Gaura- gangur Litu Nákvæm Slítur 7 Alda Vinna Sam- hljóðar Ná- kominn Bók Vindinn Spil Upptök Næði Átt Líka Elfuna Óskir Gleði Far- angur Eldur 10 1 Veifa Röð Afar Hlut- laus Duft Afkimi Fyrir- gefur Vottar Samhlj. Píla Innan Trjá- stofn Aldin- garður Undnir 4 Eins Kall Litar- efni Sýl Vein Stertur Spurn Tíni 8 Nes Ört Hrun For- feður Sk.st. Fæddu Stafur Broddur Áflog Grípa 2 4 Ala upp Gap And- staða 6 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 F B A K H J A R L S A D D U R Á M A Æ A Ð E I N S O R Ð A G L U G G I K N A K K U R N T A P A R L A U T H A K A N R Ú R Ó A A R T R K R Á V A N A R F L I M T U N D A R A R Á S I N N Ó R A R B R A U T L V M N L Ó E Ó L M S Á L A A N D R Á I K E T T I R Ó O Á R S L I K A L T Í Ð A S A T R E N N A V A S R U U Ó R A Á F E R Ð L A G S T A F U R A L A B I Ð U R E I T U R L U K U M A R M E I Ð U R T E M U R I L A G N I R T E F U R V A N Ð U R M A L U R R E I K A F E B R Ú A R G Á T AL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Íslensk ættleiðing stendur fyrir afmælis- málþingi föstudaginn 16. mars á Hótel Nat- ura. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, mun setja ráð- stefnuna og formað- ur félagsins segir frá helstu vörðum í sögu félagsins. Aðalfyrir- lesari á málþinginu verður Sarah Na- ish sem fræðir gesti um meðferðarnálgun í uppeldi barna sem glíma við tengsla- vanda. Sarah er fé- lagsráðgjafi í Bret- landi sem hefur starf- að í þrjá áratugi inn- an málefna ættleiddra ásamt því að vera for- eldri fimm ættleiddra barna. Hún hefur því gríðarlega reynslu af málaflokknum, bæði faglega og persónu- lega. Sarah var valin Kona ársins árið 2014 af samtökum kvenna í atvinnulífinu í Bretlandi. Að loknu erindi Söruh mun dr. Jórunn Elídóttir fjalla um ímynd- unaraflið og hvers vegna það skiptir ættleidd börn máli. Loka- erindi málþingsins er í höndum Hildar Óskar Gunnlaugsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, en hún hefur rannsakað líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Hildur Ósk er ættleidd frá Indlandi með milli- göngu Íslenskrar ættleiðingar. Málþingsgestir fara svo inní helgina í syngjandi sveiflu, því Kristín Ósk Wium Hjartardóttir og börnin hennar flytja nokkur lög í lok málþingsins. Kristín Ósk er ættleidd frá Indónesíu. Stjórn málþingsins er í höndum Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, tvölfalds Edduhafa fyrir þættina Leitin að upprunanum. -fréttatilkynning Afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar Yfirmaður eða kennari sem er stjórnsamur og treystir þér ekki til að gera sjálf það sem þú átt að gera, dregur úr starfsgleði og eykur lík- ur á kulnun. Það að treysta fólk til að vinna vel er hvetjandi og að sýna áhuga og stuðning er miklu áhrifa- ríkara en að fylgjast með og gagn- rýna eða stjórna nákvæmlega, sam- kvæmt kenningum um sjálfsákvörð- un (Self-Determination Theory, eða SDT). Hól er vissulega gott en það skiptir miklu máli hvernig það er gefið. Ekki segja: „Þú ert snilling- ur að fá svona hátt á prófinu,“ eða; „þessi ritgerð er frábær.“ Heldur vera nákvæm og heiðarleg: „Mjög skemmtileg byrjun á ritgerð”, eða „Það borgaði sig hjá þér að læra svona vel fyrir prófið og fá 8.“ Skemmst frá að segja strögglar undirrituð við að tileinka sér þetta, bið fólk innilega að afsaka ef ég segi það snillinga, en ekki bara er ég alin upp við að það eigi alls ekki að hæla fólki, heldur þegar ég frétti loksins að það væri sniðugt, fylgdi þetta með nákvæmnina ekki með. En svo lengi lærir sem lifir og ég ekki bara reyni að læra og æfa nýj- ungar heldur deili með mér því sem ég læri. Talandi um nám þá er það best fyrir nemendur að líða eins og þau geti gert það sem ætlast er til af þeim daglega. Það að nemend- ur hafi verkefni sem hæfir getu, er gríðarlega mikilvægt. Ef verkefni er of létt læra þau ekkert, en ef það er of þungt eru þau hræðilega fljót að læra vonleysi og bjargleysi sem leið- ir til þess að þau hætta að reyna sem þýðir að kvíði og depurð storma að. Sem gamalreyndur kennari tel ég að nemendur séu upp til hópa búnir að tileinka sér einhverskonar bjarg- leysi á framhaldsskólaaldri, þó að þeir séu ekki í sama mæli raunveru- lega þunglyndir. Skólinn og nám- ið á bara að vera erfitt og leiðin- legt sama hvað! Lært hjálparleysi er reyndar notað sem annað orð yfir þunglyndi þó að þetta séu kannski ekki alveg samheiti. En það eru fleiri atriði sem hafa áhrif á þunglyndi. Unglingar sem leggja meira upp úr efnahagslegum gæðum frekar en að vera í góðum félagslegum tengslum eru í aukinni hættu á þunglyndi. Krakkar sem eru duglegir að hjálpa til eða vinna sjálfboðastörf eins og í björgunar- sveit finna þar hinsvegar margt sem verndar og er uppbyggilegt. Það helsta er óeigingirni, jákvæð tengsl og merking. Tilgangur björgunar- aðgerða er oftast morgunljós, ann- að en t.d. þetta með að læra alge- bruna. Það að vinna að þeim með samstilltum, faglegum hópi án þess að hafa af því annan hag en að gera gagn er sem betur fer afar heilsu- samlegt fyrir fólk. Hamingja kemur þegar grunn- þörfum er sinnt og við höfum sjálf- ræði og óeigingjörn markmið í líf- inu, segir dr. Ingibjörg Kaldalóns sem er mikil hugsjónkona varðandi nám og að fólk tileinki sér SDT. Með kveðju, Steinunn Eva Þórðardóttir Afsakaðu ef ég kalla þig snilling

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.