Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201816 Fyrir þremur árum var gerð breyt- ing á rekstri ferðaþjónustunnar í Fossatúni í Borgarfirði. Horfið var frá hefðbundnum rekstri tjaldsvæð- is og þess í stað sett upp svokölluð timburtjöld, eða poddar, upphituð smáhýsi með nettengingu, rafmagni og öllu tilheyrandi. Síðan þá hefur poddunum fjölgað jafnt og þétt og nýverið var níu slíkum til viðbótar bætt við. Eru poddarnir nú orðnir 17 talsins en að sögn Steinar Bergs Ís- leifssonar, eiganda og framkvæmda- stjóra Fossatúns, verður ekki hætt þar. Stefnt er að því að bæta við fleiri poddum seinna á þessu ári og síðan eftir efnum og aðstæðum og á meðan plássið á gamla tjaldsvæðinu leyfir. „Þegar við hættum með tjaldsvæðið fyrir þremur árum síðan höfðum við verið forkólfar í því að bjóða meiri þjónustu en þekktist á tjaldsvæðum víðast hvar. Við veittum tjaldbúum aðgang að rafmagni, heitum pottum og interneti til dæmis. Síðan gerist það að við fáum í röðum heimsókn- ir frá bæjarfélögum sem vildu móta sín tjaldstæði eftir okkar og gerðu það. Þá vorum við allt í einu komin í beina samkeppni við opinbera að- ila. Við stöldruðum aðeins við, litum til framtíðar og ákváðum í framhaldi af því að fara alfarið yfir í poddana,“ útskýrir Steinar í samtali við Skessu- horn. „Núna er sá rekstur orðinn fjölbreyttari en í byrjun. Nýju podd- arnir eru orðnir einangruð heilsárs- hús og mjög hagstæður gistikostur, enda er þetta langvinsælasti gisti- möguleikinn hjá okkur,“ segir Stein- ar. „Hér bjóðum við líka gistingu á hefbundnum hótelherbergjum og á gistiheimili, en poddarnir eru lang- vinsælastir. Ég held að eftirspurnin eftir poddunum sé þreföld á við aðra gistingu hjá okkur,“ bætir hann við. Gætu orðið 60 til 70 Þegar ferðaþjónar í Fossatúni fóru að merkja mikla og vaxandi eftir- spurn eftir gistingu í poddunum var horft enn lengra til framtíðar með poddana í huga. „Við fórum út í það að deiliskipuleggja tjaldsvæðið sem smáhýsabyggð. Þar gerum við ráð fyrir að 60 til 70 poddar geti ris- ið,“ segir Steinar en hefur orð á því að deiliskipulagning svæðisins hafi ekki gengið án vandkvæða. „Borg- arbyggð hefur samþykkt skipulag- ið en Skipulagsstofnun hafnaði því og beindi tilmælum til sveitarfélags- ins að breyta þyrfti aðalskipulagi til að smáhýsabyggð fengist samþykkt. Skipulagsstofnun hélt því fram að um væri að ræða hús á föstum grunni með fastri rafmagnstengingu. Hvort tveggja er rangt,“ segir hann. „Hús- in eru hífð á sinn stað og skrúfuð á festingar. Síðan er þeim bara stung- ið í samband við rafmagnsstaurana á tjaldsvæðinu fyrrverandi og hægt að fjarlægja þau eða færa hvenær sem er,“ segir Steinar og er ósátt- ur með vinnubrögð Skipulagsstofn- unar. „Mér hefur stundum fundist í samskiptum við opinberar stofnan- ir, að þær fullyrði ýmislegt án þess að hafa kynnt sér málin. Starfsfólk Borgarbyggðar hefur aftur á móti verið ákaflega liðlegt og samvinnu- þýtt í þessu ferli og sveitarfélagið stendur þétt við bakið á okkur. Það er ánægjulegt. Vonandi endar þetta allt saman vel,“ segir Steinar. Þorpsbragur yfir svæðinu Sem fyrr segir var nýlega bætt við níu poddum til viðbótar við þá sem fyrir voru í Fossatúni og þeir orðn- ir 17 talsins. Á síðasta ári var útbúið eldhús sem þeir sem dvelja í podd- unum geta nýtt sér. Steinar segir áætlað að fjölga poddum enn frek- ar seinna á árinu og bæta við öðru eldhúsi í framhaldi af því. „En fyrst á dagskrá er að ganga aðeins frá í kringum nýju poddana, aðeins að laga til og tyrfa síðan þannig að þetta verði fallegt og snyrtilegt. Það gerum við um leið og veður leyf- ir,“ segir hann. „Þá verður kominn smá þorpsbragur yfir svæðið, með þyrpingu 20 húsa sem öll hafa mjög svipað yfirbragð þó þau séu ekki ná- kvæmlega eins,“ segir Steinar. „Það myndast oft góð stemning meðal þeirra sem gista í poddunum, dálít- ið eins og í litlu þorpi. Fólk nær ein- hvern veginn meira og betur sam- an en ef það gistir á hótelherbergi eða gistiheimili. Það deilir eldhúsi, fer saman í heita pottinn á kvöldin og er meira eins og nágrannar en ókunnugir ferðalangar í næsta her- bergi,“ segir hann. „Það sem setur síðan punktinn yfir i-ið, hvað podd- ana varðar, er að þeir sem panta þá dvelja gjarnan í nokkrar nætur. Hót- elherbergi eru mest bókuð í eina og kannski tvær nætur, en poddarnir eru mikið bókaðir í þrjár til fjórar og jafnvel fimm nætur í senn,“ seg- ir Steinar ánægður. Hagkvæmur gistikostur En hvað telur hann að skýri vin- sældir poddanna? „Okkur finnst poddarnir eiginlega ekki hafa neitt nema kosti. Þeir eru hagkvæm- ir í rekstri og fólk sækist eftir þeim, hrífst af laginu, þessum mjúku lín- um. Það fyrsta sem allir gera þegar þeir koma inn í poddana er að reka upp stór augu og segja; „þetta er miklu stærra og rýmra en ég hélt.“ Þeir leyna nefnilega á sér,“ segir Steinar og blaðamaður viðurkennir að hafa gert einmitt það sama. „En þar fyrir utan held ég að ferðamenn sem koma hingað til lands, einkum að vetri, séu í auknum mæli farnir að leita að hagkvæmari gistikostum en hótelherbergjum og gistiheimil- um. Poddarnir eru í sambærilegum verðflokki og hostel, en sérherbergi og miklu meiri þægindi. Eftirspurn- in flóði yfir okkur eftir að við fórum að selja gistingu í poddana allt árið um kring,“ segir Steinar. „Ferða- menn eru líka mjög vel upplýstir. Í gegnum bókunarsíður fær fólk mik- ið af upplýsingum og veit nákvæm- lega hvað það er að borga fyrir og hvað það á að fá fyrir peninginn. Það er mikil eftirspurn eftir hag- kvæmri gistingu og við reynum að mæta henni,“ segir hann. Ferðaþjónustan að finna fjölina sína Að nýju poddunum meðtöldum er gistirými fyrir milli 75 og 80 manns í Fossatúni og reksturinn geng- ur afar vel að sögn Steinars. „Bók- anir í vetur hafa verið það góðar að við ákváðum að opna veitingastað- inn núna 1. mars og reiknum með að hafa opið hér eftir, allt árið um kring,“ segir hann. „Þeir sem gista í poddunum hafa þá val um að elda í sameiginlega eldhúsinu eða borða á veitingastaðnum. Hér er morgun- matur, hádegis- og kvöldverður og hægt að kaupa kaffi og með því allan daginn. Við fundum fyrir því að það var kallað eftir því að veitingastað- urinn væri opnaður og við ákváð- um því að slá til,“ segir Steinar en bætir því við að það eigi við um allt í þessum geira. „Ferðaþjónustan er ennþá aðeins að finna sína fjöl. Við sem stöndum vaktina gerum okk- ar besta við að huga að óskum fólks og bregðumst við þeim eftir bestu getu. Í vetur hafa verið milli 30 og 40 manns í gistingu á hverjum degi. Við reynum að læra af þessu fólki og öðrum gestum hvað við gerum vel og hvað við gætum gert betur,“ seg- ir hann. „Núna erum við til dæmis að reyna að bæta þráðlausa netsam- bandið í poddunum lengst frá mót- tökunni og veitingastaðnum. Við erum á örbylgjutengingu sem gerir málið aðeins flóknara en við reynum að finna út úr þessu,“ segir Steinar. „Ýmiss infrastrúktúr í landinu, eins og bara netsamband og samgöng- ur, er ótrúlega mikið á eftir miðað við þann vöxt sem hefur átt sér stað undanfarin ár,“ segir hann og bæt- ir því við að með betri samgöng- um gæti Fossatún notið sín enn bet- ur. „Staðsetningin hér í Fossatúni er einstaklega góð. Ferðafólki þykir staðurinn mjög miðlægur og hent- ugur. Héðan fer fólk í ferðir í Þjóð- garðinn á Snæfellsnesi einn daginn og Gullna hringinn hinn daginn. Sem dæmi eru ekki nema um 60 km á Þingvelli ef farið er um Uxahryggi. Um leið og vegurinn þar var lagað- ur fundum við fyrir aukinni umferð. Ég myndi vilja fá góðan malbikaðan veg um Lundarreykjadal. Ef sam- göngur væru betri myndi góð stað- setning njóta sín enn betur,“ segir Steinar Berg Ísleifsson að endingu. kgk Timburtjöldin hafa fest sig í sessi í Fossatúni: „Eftirspurnin eftir poddunum þreföld á við aðra gistingu“ Steinar Berg Ísleifsson, eigandi og framkvæmdastjóri Fossatúns, við einn af poddunum í Fossatúni. Þorpsbragur er að færast yfir svæðið og Steinar segir að góð og notaleg stemning myndist oft meðal þeirra sem dvelja í poddunum hverju sinni. Hér sjást sex af þeim níu poddum sem nýlega var bætt við í Fossatúni. Eru þeir nú orðnir 17 samtals. Framundan er frágangur í kringum nýju poddana um leið og veður leyfir. Þegar blaðamaður var að taka saman föggur sínar að viðtali loknu tók Steinar til við að opna póstinn. Þar leyndist viðurkenningarskjal frá bókunarsíðunni Booking.com þar sem Fossatún hefur ein- kunnina 9,3. Steinar var að vonum hæstánægður með sendinguna. Innan úr einum poddi af stærri gerðinni, svokölluðum fjöl- skyldupodda. Eins og sjá má er rúm í litlu herbergi í endanum og ljósmyndari situr á endanum á tvíbreiðu rúmi. Horft inn í einn af hefðbundinni stærð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.