Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 25 Íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerð var þema sýningarinnar Verk og vit sem haldin var í Laugar- dalshöll í Reykjavík í síðustu viku. Þar sýndu um 120 fyrirtæki og stofnanir hvað þau hafa upp á að bjóða í ýmsu sem tengist mannvirkjagerð, tækjabúnaði, byggingalausnum og svo fram- vegis. Sýningin var fyrst og fremst fagsýning og ekki síst hugs- uð til að styrkja tengslanet í röðum sýnenda og viðskiptavina þeirra. Þannig var sýningin mest kynnt inn á við þannig að sýnendur buðu til sín völdum viðskiptavinum. Ljósmyndarar frá Skessuhorni brugðu sér í höllina á laugardaginn og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. mm/ Ljósm. ki og mm. Sýningin Verk og vit var haldin í Laugardalshöllinni Horft yfir sýningarsvæðið. Element sýndi húslausnir úr timbri. Svarmi kynnti það nýjasta í mynda- og stafrænni tækni. Nú er spurning hvort einn svona Benz pickup komi á Mýrarnar innan tíðar, í það minnsta sest hér Unnsteinn Jóhannsson undir stýri og mátar. Bás Límtrés Vírnets fékk viðurkenningu fyrir að vera stílhreinn og einfaldur, en hann var allur gerður úr byggingarefni frá fyrirtækinu. Hér er Kjartan Jónasson að ræða við einn gest í básnum. Svandís Guðbjörg Karlsdóttir með mánðargamla dóttur sína á sýningunni. Reynir Magnússon kynnti lausnir í húsbyggingum frá Loftorku Borgarnesi. Kúluhús þetta sýndi Tækniskólinn og vakti það mikla athygli enda gefur það ýmsa möguleika varðandi klæðningarefni og notkun. Metabo handverkfæri frá Fossberg í hundraðavís. Vinnutæki af ýmsum toga voru til sýnis, meðal annars þetta Plaris hjól. Svipmynd úr sýningarbás BM Vallár. Þeir brugðu sér bæjarleið athafnamenn úr Borgarfirði. F.v. Gunnar Konráðsson, Andrés Eyjólfsson og Einar Steinþór Traustason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.