Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201826 Liðsmenn Skallagríms hófu deildar- meistarabikar 1. deildar karla á loft að loknum leik liðsins gegn Vestra í Borgarnesi síðastliðið föstudags- kvöld. Deildarmeistaratitlinum fylgir farseðill í Domino‘s deildina, deild þeirra bestu. Þar munu Skalla- grímsmenn leika að nýju næsta vet- ur. Eins og vænta mátti fjölmenntu Borgnesingar á völlinn á föstu- dag. Fullt var út úr dyrum og mikil stemning á pöllunum á þegar Skalla- grímur sigraði Vestra og ætlaði allt um koll að keyra að leik loknum þegar bikarinn fór á loft. Sýndu mátt sinn og megin En áður en Skallagrímsmenn gátu tekið við bikarnum þurfti að spila leikinn. Á meðan beið gripurinn utan vallar fyrir allra augum, í einu horni íþróttahússins. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið voru ákveðin í upphafi, pressuðu hátt upp á völlinn og létu finna fyrir sér. Vestramenn voru ívið sterkari í upphafsfjórðungnum og leiddu að honum loknum með þremur stigum, 21-24. Skallagríms- menn mættu gríðarlega ákveðnir til annars leikhluta. Þeir náðu 16-2 kafla og skyndilega voru þeir komn- ir í 37-26. En það er mikil seigla í liði Vestra sem minnkaði muninn í tvö stig seint í leikhlutanum. Skalla- grímur átti síðasta orðið í hálfleikn- um og leiddi 51-44 í hléinu. Í síðari hálfleik herti Skallagrímur tök sín á leiknum og smám saman sigu Borgnesingar lengra og lengra fram úr. Að loknum þriðja leikhluta höfðu þeir 15 stiga forystu, 86-71 og enn bættu þeir við í lokafjórð- ungnum. Mikil stemning einkenndi leik liðsins síðustu mínúturnar og að lokum fór svo að Skallagrímur vann stórsigur, 115-93. Frábær Flake Aaron Parks skoraði 20 stig fyrir Skallagrím, tók sex fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Kristófer Gísla- son skoraði 20 stig einnig og tók sjö fráköst. Eyjólfur Ásberg Halldórs- son var með 16 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. Reynslubolt- inn Darrell Flake átti frábæran dag, einkum varnarlega. Hann skoraði 15 stig en tók níu fráköst, stal bolt- anum þrisvar og varði hvorki fleiri né færri en sex skot. Davíð Guð- mundsson skoraði tíu stig en aðr- ir leikmenn Skallagríms náðu ekki tveggja stafa tölu á stigatöflunni. Nebosja Knazevic var atkvæða- mestur í liði Vestra með 27 stig, níu fráköst og ellefu stoðsendingar. Ingimar Aron Baldursson skoraði 20 stig, Ágúst Angantýsson 13 og Björn Ásgeir Ásgeirsson tólf. Skallagrímur lýkur tímabilinu með 42 stig, deildarmeistaratitil og farseðil í Domino‘s deildina í far- teskinu. Að leik loknum hófu þeir deildarmeistarabikarinn á loft við mikinn fögnuð áhorfenda en ekki síst þeirra sjálfra. Liðsmenn Skalla- gríms og stuðningsmenn eru að vonum ánægðir með veturinn, að vinna sér inn sæti í Domino‘s deild- inni var markmiðið sem þeir settu sér í upphafi móts. Nú er því náð og Skallagrímur mun spila í deild þeirra bestu á nýjan leik næsta vet- ur. kgk Borgnesingar hófu bikar á loft Skallagrímsmenn eru deildarmeistarar 1. deildar Skallagrímur, deildarmeistari í 1. deild karla í körfuknattleik 2018. Auðunn Jakob Finnsson passar upp á bikarinn fyrir pabba sinn, Finn Jónsson þjálfara Skallagríms. Sigurreifir liðsmenn Skallagríms með deildarmeistarabikarinn á lofti. Reynsluboltinn Darrell Flake átti frábæran leik. Ungir og upprennandi körfuboltakrakkar úr Borgarnesi stóðu heiðursvörð þegar Skallagrímsliðið var kynnt til leiks. Kristófer Gíslason á mikilli siglingu. Aaron Parks lyftir sér upp fyrir fullu húsi í Borgarnesi. Eyjólfur Ásberg Halldórsson gerir atlögu að vörn Vestra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.