Skessuhorn - 16.05.2018, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 201812
Eins og tíðkast á vorin þá fara nem-
endur leikskólans Sólvalla í Grund-
arfirði í sveitaferðir og komast í kynni
við almenn sveitastörf og sveitalíf-
ið. Árgangur 2013 var í heimsókn
á bænum Kverná við Grundarfjörð
þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti
við. Þar voru krakkarnir að gefa
hestunum og kindunum brauð. Svo
var farið og kíkt á lömbin, hænurnar
og önnur dýr áður en hópurinn fór
aftur á leikskólann reynslunni ríkari.
tfk
Heimir Hallgrímsson landsliðs-
þjálfari, Helgi Kolviðarson aðstoð-
arlandsliðsþjálfari og Guðmund-
ur Hreiðarsson markmannsþjálfari
keyptu fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ
sem hófst í gær. Það voru Kolfinna,
Dóróthea og Embla Margrét sem
sáu um söluna en álfurinn í ár er
í landsliðslitunum í tilefni af þátt-
töku Íslands í HM í Rússlandi.
Álfasalan stendur fram á sunnu-
dag en hún er stærsta fjáröflunar-
verkefni SÁÁ ár hvert. „Frá upp-
hafi hefur samfélagið tekið álfin-
um opnum örmum og hafa tekj-
urnar skipt sköpum í þjónustu við
ungt fólk. SÁÁ hvetur Íslendinga
til að halda áfram að kaupa álfinn
og stuðla þannig að því að ungt fólk
geti náð bata og orðið virkir þátt-
takendur í samfélaginu,“ segir í til-
kynningu frá SÁÁ. mm
Álfurinn valinn
í byrjunarliðið
Á síðasta fundi sitjandi sveitar-
stjórnar í Borgarbyggð, fyrir kosn-
ingar sem verða eftir tíu daga, var
samþykkt breyting á deiliskipulagi
í Bjargslandi í Borgarnesi sem ger-
ir ráð fyrir að hægt verði að byggja
80 nýjar íbúðir. Af þeim eru 16 lóð-
ir fyrir einbýlishús, 32 lóðir fyrir
raðhús, tvær lóðir fyrir parhús og
tvær lóðir fyrir fjölbýlishús með 14
íbúðum í hvoru húsi.
mm
Deiliskipulag gerir ráð
fyrir 80 nýjum lóðum
Meðfylgjandi mynd var tekin á ráðhúsströppunum á mánudag af sveitarstjórn og
Gunnlaugi sveitarstjóra.
Síðastliðinn laugardag var Háskólalestin á
ferðinni í Borgarnesi. Í Hjálmakletti var hald-
in vísindaveisla þar sem gestir gátu spreytt sig
á alls kyns þrautum, tækjum og tólum. Með-
al þess sem boðið var upp á var speglagald-
ur, leikir með efni, ljós og hljóð, undarlegar
fornleifar og margt fleira. Þegar ljósmyndari
Skessuhorns leit við voru dágóður hópur af
ungu og áhugasömu fólki að kynna sér það
sem í boði var.
Þetta er áttunda árið í röð sem Háskóla-
lestin fer um landið. Á þeim tíma hafa á fjórða
tug sveitarfélaga verið heimsótt um allt land
og boðið upp á lifandi og skemmtilega vís-
indamiðlun fyrir alla aldurshópa. Markmiðið
er að auka áhuga yngri kynslóðarinnar fyrir
tækni og vísindum. mm
Háskólalestin heillaði unga fólkið
Sólvellir í sveitaferð
Þessi rolla þurfti að hafa
fyrir því að nálgast brauðið
en sumar gjafahendurnar
voru pínu smeykar.
Þessi naut góðs af brauðmetinu úr hendi krakkanna. Það er engu líkara en að að þetta hressa hross sé að reka
upp hrossahlátur. Spurning hvort krakkarnir hafi verið að
fara með gamanmál.
Nú er sauðburður í fullum gangi
og miklar annir hjá sauðfjárbænd-
um víðsvegar um landið. Á bæn-
um Bakkakoti Stafholtstungum
bar ærin Þerna fimm lömbum fyrr
í þessari viku og öll þeirra eru við
góða heilsu. Þerna er afar frjósöm
kind en í þau fimm skipti sem Þerna
hefur borið hafa komið samtals 17
lömb. „Við finnum góðar fóstur-
mæður fyrir tvö eða þrjú þessara
lamba og Þerna fær að halda hinum
hjá sér. Það er alltof mikið fyrir ánna
sjálfa að vera með fimm lömb og þá
verða lömbin heldur ekki mjög væn
í haust,“ segir Sindri Sigurgeirsson í
Bakkakoti.
arg
Þerna bar fimm lömbum
Þerna með lömbin
sín fimm.