Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Qupperneq 24

Skessuhorn - 16.05.2018, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 201824 Misjafnt ástand gatnakerfis bæjar- ins hefur að vonum verið vinsælt umræðuefni á liðnum árum. Fjár- hagur bæjarins hefur ráðið að for- gangsraða hefur þurft vandlega verkefnum og endurnýjun gatna hefur setið á hakanum lengi. Á líðandi kjörtímabili var ráðist í mat á ástandi gatnakerfisins og lagnakerfinu undir þeim. Þá hafa þær einnig verið metnar út frá ör- yggissjónarmiði, sem er nýlunda. Í kjölfarið varð til umferðarörygg- isáætlun Akraneskaupstaðar. Á grundvelli hennar var mótuð áætl- un um hver verða næstu skref í við- haldi gatnakerfisins. Með stórbættri fjárhagsstöðu bæjarins, í kjölfar samninga við rík- ið um uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða og aðhaldssamrar fjármála- stjórnar, hefur myndast svigrúm til þess að blása til sóknar og verja um- talsverðum upphæðum til þessara löngu tímabæru framkvæmda. Nú þegar standa yfir fram- kvæmdir við Vesturgötu og síðar á þessu ári verður ráðist í endurbæt- ur á Esjubraut og Ketilsflöt. Esju- braut er samkvæmt öryggismati hættulegasta gata bæjarins og Ket- ilsflötin er ónýt á kafla. Á verkefna- lista næstu ára eru m.a. Suðurgata, Garðagrund, gatnamót Kirkju- brautar og Stillholts, Jörundarholt og Smiðjuvellir, svo einhverjar göt- ur séu nefndar. Veldur hver á heldur og því ósk- um við Sjálfstæðismenn eftir um- boði kjósenda til þess að gera þess- ar áætlanir að veruleika. Einar Brandsson Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Bæjarins batn- andi götur Pennagrein Það getur oft verið gagnlegt að hugsa út fyrir kassann og finna út hvernig við getum gert gott Akra- nes að enn betra Akranesi. Það er gott að búa á Akranesi því hér er nánast allt til alls svo öllum geti lið- ið vel. Skuldastaða bæjarins er með besta móti, þar sem skuldir bæjar- ins eru hagstæðar og eiginfjárstað- an er sterk. Íbúaþróun er á upp- leið og hefur aukist verulega á síð- ustu 3 árum. Hver veit hver þró- unin verður á næstu árum. Ef þessi íbúaþróun heldur áfram sem horfir þá verða Skagamenn á milli 9 - 10 þúsund talsins innan nokkurra ára. Fólk flytur ekki á Akranes, ,,af því bara.” Það kemur m.a. á Skag- ann vegna hagstæðara íbúðarverðs en höfuðborgin býður upp á og einnig hefur grunnþjónusta sam- félagsins gott orð á sér. Hins vegar tel ég að meira þurfi að koma til og því þurfum við Skagamenn að vera duglegri að styðja við þá sem eru að bjóða upp á menningu - og afþrey- ingu hér í heimabyggð. Fólk sækir mikið til höfuðborgarinnar og því eigum við Skagamenn að vera dug- legri að efla einstaklingsframtakið þannig að til verði öflug grasrótar- samtök sem hafa það markmið, að vinna að uppbyggilegum verkefn- um fyrir bæinn okkar sem allir geta notið. Undanfarið hef ég átt samtöl við fjölda manns. Þar hef ég séð að margir Skagamenn eru með fullt af frábærum og metnaðarfullum hugmyndum. Þessir einstakling- ar vita þó ekki hvert á að snúa sér til að koma þeim hugmyndum í framkvæmd. Þess vegna hafa allt of margar frábærar hugmyndir, sem áttu möguleika til að vaxa og dafna, ekki orðið að neinu. Þess- ar hugmyndir gætu hafa orðið að einhverju ótrúlega skemmtilegu hefðu þær fengið farveg til þess. Hugmynd mín er sú að stofn- aður væri samfélagssjóður hjá bænum. Þangað gætu Skagamenn með ýmsar hug- myndir, sett fram vel útfærðar hug- myndir auk fjárhagsáætlunar og sótt um styrk. Skagamenn gætu síðan kosið um þær hugmyndir sem þeim þætti áhugaverðastar. En til að þetta geri orðið að veruleika þá þurfum við að þora að hugsa út fyrir kassann. Jafnvel fara ótroðn- ar slóðir og prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Fáum einstaklinga í lið með okk- ur, einstaklinga sem hafa hugmynd- ir, fólk sem vill skapa og fólk sem er tilbúið til að hugsa út fyrir kassann. Hér á Akranesi býr fólk með mikla sköpunargáfu. Við sem samfélag eigum að styðja við það og efla. Ole Jakob Volden Höf. skipar 5. sæti á lista Fram- sóknar og frjálra á Akranesi. Hefur búið á Akranesi í rúm 30 ár og gefur kost á sér til að gera Skagann að enn betri bæ til að búa í. Út fyrir kassann Pennagrein Pennagrein Við undirrituð förum fram á að lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 sem gerir ráð fyrir að skotæfingasvæði í landi Hamars fari aftur fram þar sem upplýsingar í gögnum sem lágu til grundvallar lýsingarinnar voru ekki réttar og misræmis gæt- ir í gögnum Borgarbyggðar, m.a. vegalengd frá fyrirhuguðu skot- svæði að hesthúsahverfi. Jafnframt förum við fram á að allar mælingar í gögnunum verði endurteknar. Í annan stað gerum við alvarleg- ar athugasemdir við tillögu á breyt- ingu aðalskipulagsins sem kynntar voru á skrifstofu Borgarbyggðar 30. apríl síðastliðinn. Þar eru upp- lýsingar sem eru ekki réttar og til- lagan er illa unnin. Okkar krafa er að horfið verði frá henni þar sem hún er meingölluð. 1. Okkur finnst þessi breyting ekki vera í samræmi við aðalskipu- lag Borgarbyggðar 2010-2022. Breytingin er á skjön við Leiðarljós – framtíðarsýn aðalskipulagsins en það er m.a. að efla fjölbreytt mann- líf og atvinnulíf í fögru, heilbrigðu og hreinu umhverfi. Jafnframt er það ekki í anda meginmarkmiðs skipulagsins en það er m.a. að tek- in skulu mið af sjálfbærri þróun við skipulag og uppbyggingu sveitar- félagsins og taka skuli sérstakt tillit til umhverfis og náttúruverndar við skipulag og þróun svæða. 2. Mat á neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar er ekki vel unnið. Lítið er gert úr neikvæðum og óafturkræfum áhrifum fram- kvæmdar á efnahag og atvinnulíf íbúa í Borgarbyggð þar sem bú- setukostur versnar til muna fyrir alla þá sem nýta svæðið í dag, m.a. fyrir ferðaþjónustuna sem er vax- andi atvinnugrein í héraðinu, m.a í Lækjarkoti þar mældust skothvell- ir yfir hávaðamörkum samkvæmt gallaðri skýrslu Borgarbyggðar, ferðamenn, skóla-, skógræktar- og útivistarfólk sem sótt hafa í frið- sama upplifun í fólkvanginn og kemur í veg fyrir útreiðar hesta- manna í gegnum svæðið eins og gert hefur verið í ár þúsund. 3. Hljóðmælingaskýrslan sem byggt er á, er ómarktæk þar sem ekki kemur fram gerð skotvopna sem notuð voru við prófanirnar, skotvopnin sem notuð voru við hljóðmælingarnar voru ekki hljóð- mæld, ekki haft samráð við hags- munaaðila við val á mælistöðum, fjarlægðir frá mælistöðum að skot- stað ekki getið, veðurskilyrði voru óhagstæð þegar mælingar fóru fram og hvorki var starfsmaður Borgarbyggðar né annar óvilhallur aðili fenginn til að vera viðstaddur þegar hleypt var af skotunum. 4. Við gerum athugsemdir við að gert sé ráð fyrir að nota megi hljóðdeyfa við íþróttaiðkun. Þeg- ar fullyrt er að leyfilegt sé að nota hljóðdeyfa á skotæfingasvæðum, er þá verið að vísa í reglugerðar- breytingu B nr. 832 2016? Reglu- gerðarbreytingin er stutt og skýr. Í útskýringum með henni kemur fram að: „Stærri rifflar verða ekki hljóðlausir þó að hljóðdempari sé notaður og ekki fer á milli mála að verið sé að skjóta úr riffli. Skot úr stórum veiðiriffli getur verið um 150-160 decibel án hljóðdeyfis en farið niður í 130 dB með hljóð- deyfi. Þannig fer hávaðinn niður fyrir sársaukamörk sem eru um 140 dB og dregur þannig úr hættu á heyrnarskemmdum en skotveiði- maður þarf engu að síður að nota heyrnarhlífar til að verja sig.“ Rétt er að geta þess að hljóð dempast eftir því sem fjær dregur skotstað. Í reglugerðinni er veitt undan- þága frá banni til að nota hljóð- deyfi á skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo sem við eyðingu vargs eða meindýra í þéttbýli. Undan- þágan snýr að þeim sem þurfa að nota riffla í atvinnuskyni. Hvergi er minnst á undanþágur vegna íþróttaiðkunar. Það er stór mun- ur þar á. Kjarni reglugerðarbreyt- ingarinnar er að: „Óheimilt er að setja hljóðdeyfi á skotvopn nema með leyfi lögreglustjóra. Eingöngu er heimilt að veita leyfi fyrir hljóð- deyfi á stóran riffil sem notar mið- kveikt skot. Þó er óheimilt að nota hljóðdeyfi ef skot hefur verið hlað- ið niður þannig að hraði skots fari undir hljóðhraða. Að því leyti sem það samrýmist friðunar- og veiði- löggjöf getur lögreglustjóri, ef nauðsyn ber til, veitt undanþágu frá banni til að nota hljóðdeyfi á öll vopn til þeirra sem nota skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo sem við eyðingu vargs eða meindýra í þétt- býli.“ Þetta er spurning um líf eða dauða og því mikilvægt að heyr- ist vel til þeirra byssueigenda sem nota vopn við tómstundaiðju sína. 5. Bendum á að ekki eru til hljóð- deyfar á haglabyssur. Það má ætla að flestir byssueigendur sem koma ætla að nota haglabyssur sem er fyrir rjúpur, gæsir og flestar endur. 6. Ekki kemur fram fyrirhugað vegstæði vegar að svæðinu né teng- ing við þjóðveg! 7. Ekkert samráð eða samtal hef- ur verið viðhaft við hagsmunaaðila sem nýtt hafa svæðið í áratugi! 8. Nálægð fyrir friðlýst svæði eru ekki metnir. Fólkvangurinn Ein- kunnir eru í 150 m fjarlægð frá fyrirhuguðu æfingasvæði byssueig- enda og í 5 km fjarlægð frá Hvann- eyri sem er friðlýst og hefur hlotið viðurkenningu sem Ramsarsvæði, alþjóðlegt búsvæði fugla. Þessi staðsetning mun rýra upplifun fólks á þessum friðlýstu svæðum og veikja umsókn Borgarbyggðar að fá Þjóðgarðsstofnun að Hvanneyri. 9. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en það er ábyrg stjórnsýsla að drög að þeim kostnaði sem fellur á íbúa liggi fyrir þegar svona stór ákvörðun er tekin fyrir sem hlaup- ið getur á hundruðum milljóna. Áhugavert er að fá að vita hver kostnaðurinn er orðinn? Svæðið sem slíkt er illa til þess fallið að setja mannvirki þar niður. Það er mýrlent og mikið um holt sem munu magna upp skothvell- ina. Það þarf að leggja nýjan ak- veg að skotæfingarsvæðinu tengja hann við þjóðveginn, leggja fimm riffilbrautir, skeetvelli, göngu- stíga, nýjan reiðveg sem á að vera í 400 m fjarlægð frá skotssvæðinu, koma fyrir mönum, bílastæðum og félagsheimili og önnur mannvirki. Kostnaður við þessar framkvæmd- ir er áætlaður ekki undir 100 millj- ónum og þann kostnað munu íbúar bera. Það liggur fyrir að ábúend- ur í Lækjarkoti munu fara fram á 250.000.000 króna bætur. Það kemur fram í gallaðri hljóðmæl- ingaskýrslu Borgarbyggðar að há- vaðinn við Lækjarkot er yfir há- vaðamörkum sem styrkir þeirra kröfu. Byggja þau það mat á grein- argerðum frá fasteignasölu og lög- fræðistofu. Auk þessa sem Borgarbyggð verður skaðabótaskylt fyrir því tjóni og slysum sem kunna að verða vegna staðsetningar æfinga- svæðis byssueigenda. Þann kostnað munu íbúar bera. Það er einlæg skoðun okkar að enn sé hægt að finna aðra staðsetn- ingu fyrir byssueigendur til að æfa skotfima sína. Það mun aldrei ríkja sátt um þessa staðsetningu, stóri hluti íbúa hefur látið þá skoðun sína í ljós sem rétt er að virða. Trausti Eiríksson og Ása Ólafs- dóttir, atvinnurekendur og ábúendur í Lækjarkoti Hilmar Már Arason, formaður umsjónarnefnd Einkunna Steinunn Árnadóttir, hestakona Opið bréf til sveitarstjórnar Borgabyggðar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.