Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 23. tbl. 21. árg. 6. júní 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Lúsina burt! Augndropar! Írskir dagar verða á Akranesi 5. - 8. júlí Sem kunnugt er var hafist handa við að leggja gervigras á Ólafsvík- urvöll síðasta haust, skömmu eft- ir að Íslandsmótinu í knattspyrnu lauk seint í septembermánuði. Vegna snjóþunga og kulda í vetur frá áramótum og síðan vætutíðar á vormánuðum hefur verkið ekki gengið jafn greiðlega fyrir sig og vonast hafði verið til. Nú er hins vegar farið að sjá fyrir endann á framkvæmdunum sem áætlað er að ljúki á næstu dögum. „Búið er að leggja allt grasið á völlinn og lín- urnar eru komnar. Akkúrat núna er verið að keyra gúmmíi í völlinn. Næst á dagskrá er að festa mörk og hornfána og að því loknu er aðeins smá frágangur eftir,“ segir Þor- steinn Haukur Harðarson, fram- kvæmdastjóri Víkings, í samtali við Skessuhorn í gær. Stefnt er að því að Víkingur Ó. spili fyrsta leikinn á nýja gervigras- inu í Ólafsvík á miðvikudaginn í næstu viku, 13. júní. Verður það fyrsti heimaleikur liðsins í sum- ar. „Loksins fáum við heimaleik,“ segir Þorsteinn. „Ferðalögin eru orðin full mikið af því góða. Liðið hefur spilað fimm leiki í deild og þrjá í bikar, samtals átta keppnis- leiki og alla á útivelli,“ segir hann og bætir því við að á móti útileikja- hrinunni í upphafi móts fái Ólafs- víkingar heimaleikjavertíð seinna í mótinu. „Frá því snemma í júlí og fram í miðjan ágúst er ekki nema einn leikur á útivelli, í bikarnum. Þannig að menn verða ekkert mik- ið að fara úr plássinu á þeim tíma,“ segir hann léttur í bragði. Skref í rétta átt Útiæfingar eru hafnar hjá Víkingi og verða á Hellissandsvelli þessa vikuna. Þorsteinn segir stefnt að því að hefja æfingar á nýja gervi- grasinu á mánudaginn. „En ef allt gengur vel og veðurguðirn- ir brosa til okkar er aldrei að vita nema það geti gerst fyrr,“ seg- ir hann. Til lengri tíma litið tel- ur framkvæmdastjórinn víst að til- koma gervigrassins muni hafa já- kvæð áhrif á allt knattspyrnustarf í Ólafsvík. „Hægt verður að hefja æfingar fyrr á vorin og æfa lengra fram á veturna. Við vonumst til þess að það muni hafa góð áhrif á bæði fullorðna leikmenn sem og þá sem yngri eru, leikmenn sem eru vanir að spila bara á dúknum í íþróttahúsinu yfir vetrartímann. Að lengja tímabilið þar sem hægt er að æfa og spila úti á stórum velli mun skila sér í betri iðkendum og betri gæðum. Þetta er skref í rétta átt fyrir knattspyrnuna í Ólafsvík,“ segir Þorsteinn Haukur Harðar- son að endingu. kgk Leikið á nýjum Ólafsvíkurvelli næstkomandi miðvikudag Framkvæmdir við Ólafsvíkurvöll eru á lokametrunum. Horft yfir völlinn á sjómannadag, sunnudaginn 3. júní síðastliðinn. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.