Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201818 Sunnudaginn 27. maí síðastliðinn stóð Steinunn Jóhannesdótt- ir rithöfundur og leikkona fyrir svokölluðum afmælisgjörn- ingi á Akranesi í tilefni af sjötugsafmæli hennar þremur dög- um áður. „Ég bauð manni mínum, dætrum okkar og fjölskyld- um þeirra, sem og systkinum mínum og þeirra fjölskyldum og Haddý frænku minni, þ.e. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, að taka þátt,“ segir Steinunn. „Við hittumst við Bíóhöllina um miðj- an dag og þræddum Skagann fram eftir síðdeginu. Tilgangur- inn var að leiða þennan hóp um bernskuslóðir mínar og staldra við þau hús, staði og stofnanir sem höfðu afgerandi áhrif á mig sem barn og mótuðu mig í uppvextinum,“ segir Stein- unn. Meðal þeirra staða voru Bíóhöllin, Reynisstaður, Rakara- stofan, Iðnskólaportið, Akraneskirkja, Bjarnalaug, Íþróttahús- ið og Róló, Kaupfélagið þar sem hún fæddist, Sjúkrahúsið, hús Garðars Finnssonar frænda hennar, Sunnubraut 30, Einarsbúð, Elliheimilið, Barnaskólinn, Brekkubraut 7, Stillholt 13, húsið sem foreldrar hennar byggðu, Heiðarbraut 53, hús Hadda og Ninnu, Gagnfræðaskólinn, Langisandur og Íþróttavöllurinn svo helstu staðir séu nefndir. „Veðrið var einkennandi fyrir maí, heldur verra en spáin hafði sagt fyrir um. Það gerði varla nokkra uppstyttu á rigning- unni svo þennan dag féll hundrað ára úrkomumet í maí. Viss sárabót var að eiga hlut í meti úr því enginn ofkældist,“ segir Steinunn og hlær. „Við nútímafólkið erum svo heppin að eiga góðan hlífðar- og skófatnað, mun fullkomnari búnað en nokkur átti þegar ég var barn að alast upp á Akranesi. Það rigndi reynd- ar oft á Skaganum, það komu mörg rigningasumur. Og þá óx í drullupollinum langa og breiða fyrir framan Sunnubraut 30, hús afa og ömmu. Það þótti mér gaman! Eins og ég reyndi að sýna þátttakendum á steyptri uppfyllingunni.“ Hlé var gert á göngunni á veitingastaðnum Galito áður en rispa var tekin ofan við Langasand, þar sem fullorðna fólkið brá á leik við börnin og hvert annað. „Gjörningnum, sem nú hefur hlotið heitið, „Blautgangan“ lauk með kvöldkaffi hjá systursyni mínum Þorsteini Gíslasyni og Svölu Smáradóttur, konu hans. Dagurinn varð einstaklega ánægjulegur eins og sést á meðfylgj- andi myndum Hilmars Þorsteins tengdasonar míns. Enginn lét veðrið á sig fá, hvað þá spilla gleðinni yfir því að vera saman og heyra sögur um það Akranes sem einu sinni var,“ segir Stein- unn Jóhannesdóttir. Leyfum ljósmyndum Hilmars Þorsteins Hilmarssonar að segja sína sögu. mm Stóð fyrir Blautgöngu um bernskuslóðirnar á Akranesi á sjötugsafmælinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.