Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 15 Eftir fremur kalt vor er sumarið loks- ins farið að sýna sig. Í sveitum lands- ins markar það komu sumars þegar búfénaði er sleppt út. Á Erpsstöðum í Dölum er það árviss viðburður að bjóða almenningi að koma og upp- lifa þegar kúnum er hleypt út en það var gert síðastliðinn laugardag. Það er ekki síður tilkomumikið að fylgj- ast með geitunum stökkva út í sum- arið en á bænum Þorbergsstöðum í sömu sveit var geitunum hleypt út í vikunni sem leið. Fréttaritari Skessu- horns leit við á Þorbergsstöðum og smellti af nokkrum myndum. sm Skvett úr klaufunum Árleg vorhátíð foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar- sveitar var haldin síðastliðinn mið- vikudag. Hátíðin er alltaf haldin í Fannahlíð og þar koma foreldr- ar saman með börnin sín og eiga saman góða stund. Boðið var upp á pizzur og ís auk þess sem sett- ir voru upp hoppukastalar og ýms- ar leikjastöðvar. Allir skemmtu sér vel og var dagurinn einstaklega vel lukkaður. Veðrið var mjög gott og sólin lét meira að segja sjá sig. arg Vorhátíð í Hvalfjarðarsveit Góða veðrið lék við foreldra og börn. Ljósm. Guðlaug Ásmundsdóttir. Um síðustu helgi var hin árlega eldsmíðahátíð haldin á Safnasvæð- inu í Görðum á Akranesi. „Venju samkvæmt komu erlendir meistar- ar og miðluðu af þekkingu sinni. Þrír Svíar, Einn Norðmaður og tveir Þjóðverjar komu að utan auk fjölda Íslendinga sem komu víða af landinu. Í þetta skipti lærðu menn og konur að smíða ýmis verkfæri í smiðjuna,“ segir Guðmundur Sig- urðsson formaður Íslenskra eld- smiða í samtali við Skessuhorn. „Fyrstu þrjá dagana smíðaði fólk verkfæri og forláta skilti á smiðj- una sem nú hangir þar og sveifl- ast eftir vindi. Á sunnudaginn var svo blásið til Íslandsmeistaramóts og voru hinir erlendu gestir dóm- arar,“ bætir Guðmundur við. Í ár var verkefnið að smíða eldskör- ung og var tíminn til þess tvær og hálf klukkustund. „Keppnin var hörð en drengileg. Róbert Dani- el Kristjánsson frá Þingeyri sigr- aði að þessu sinni. Í öðru sæti var Beate Stormo frá Kristnesi og í því þriðja var Ingvar Matthiasson frá Akranesi. Þetta var í sjötta skipti sem keppnin er þreytt en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin er hald- in á Akranesi,“ segir Guðmundur að endingu. arg/Ljósm. Pablo Von Eckardstein Íslandsmeistaramót eldsmiða á Akranesi „Þetta skiptið lærðu menn og konur að smíða ýmis verkfæri í smiðjuna.“ Erlendir meistarar komu á mótið og miðluðu af þekkingu sinni. Þrjú efstu sætin á Íslandsmeistaramóti eldsmiða. Frá vinstri: Ingvar Matthiasson, Róbert Daniel Kristjánsson og Beate Stormo. Þær Hildur Árnadóttir og Elísabet Agnarsdóttir tóku nýverið við rekstri Hótels Bjarkalundar í Reykhólasveit. Hótelið opnuðu þær 1. júní síðast- liðinn þegar tekið var á móti fyrsta hópnum. Skessuhorn hitti Hildi á dögunum og ræddi við hana um hót- elið og fyrirætlanir þeirra, en Elísa- bet var ekki við þegar blaðamann bar að garði. Undanfarið hefur verið unnið hörðum höndum við ýmsar smálag- færingar og við að mála húsið að inn- an. Hildur segir markmiðið að draga fram gamlan anda hússins. „Ætl- un okkar er að leyfa anda hússins að njóta sín. Þetta er gamalt hús með mikla sál og við ætlum að leyfa því að vera þannig. Það gerum við fyrst og fremst með því að mála, draga fram smáatriði eins og gamaldags rósettur og lista í loftinu og skipta um borð, stóla og önnur húsgögn,“ segir Hild- ur. „Gamla setustofan finnst okkur til dæmis mjög falleg og ætlum við að leyfa henni að njóta sín enn betur. Við ætlum að hengja upp fleiri mynd- ir og stilla upp alls kyns fleiri göml- um munum,“ segir hún. „Við höfum meira að segja ráðfært okkur við sveit- unga og einnig óskað eftir gömlum munum til láns sem kynnu að leynast einhvers staðar í geymslu. Ef einhver á fallega muni sem mega fá að njóta sýn í Bjarkalundi þá má endilega hafa samband við okkur, við erum enn að safna. Þá gildir einu hvort það eru borðstofuborð, stólar, matar- og kaffistell, gamlar myndir, veggplattar eða hvaðeina. Það myndi gera stað- inn enn persónulegri og notalegri,“ bætir hún við. „Að ganga hingað inn á að vera eins og að skyggnast aftur í tímann. Ellý Vilhjálms á fóninum og notaleg stemning,“ segir hún og brosir. „Bjarkalundur hefur í gegnum tíðina verið nokkurs konar óformlegt samkomahús sveitunga. Okkur lang- ar að ná fram þeirri stemningu á nýj- an leik, að fólkinu í sveitinni langi að kíkja við á kvöldin, þó ekki nema bara til að fá sér einn bjór eða rauðvíns- glas og eiga notalega stund. Til þess þarf að skapa notalegt og heimilislegt andrúmsloft, þannig að fólk upplifi sig alltaf velkomið að líta við,“ segir Hildur. Veitingastaðurinn opnaður á næstu dögum Á Hótel Bjarkalundi eru tíu herbergi með sameiginlegu baðherbergi og fjögur herbergi til viðbótar með sér baðherbergi. Svefnpokapláss er á efri hæðinni og tjaldsvæði fyrir utan, auk fjögurra smáhýsa. Gistipláss er því nægt í Bjarkalundi. „Herbergjaskip- anin verður að mestu leyti sú sama og verið hefur, fyrir utan það að nú bjóð- um við upp á fjölskylduherbergi. Það er eitthvað sem okkur fannst vanta og ákváðum að bæta úr því,“ segir hún. Sem fyrr segir var hótelið opnað í byrjun mánaðarins og nú er undir- búningur fyrir opnun veitingastaðar- ins á lokametrunum. „Veitingastað- urinn verður síðan opnaður á næstu dögum,“ segir Hildur. „Matseðillinn verður einfaldur og góður og áhersla lögð á gott hráefni. Eftir fremsta megni munum við reyna að reiða fram lókal mat, helst vildum við get- að keypt allt hráefnið hér í sveitinni,“ segir hún. „Hér verður kaffihlaðborð með öllu tilheyrandi á þjóðhátíðar- daginn, venju samkvæmt. Síðan ætl- um við að sýna frá HM í fótbolta í sumar, vera með tilboð á grillinu og stemningu í kringum boltann,“ bæt- ir hún við. Þá segir hún að þær hafi í hyggju að selja heimabakað bakk- elsi í versluninni í Bjarkalundi. „Við stefnum að því að þar geti verið nokk- urs konar míníbakarí. Fólk geti þá gripið sér croissant eða kanilsnúða, rúnstykki eða bollur, hvort sem það sest inn í kaffisalinn og borðar með kaffinu eða tekur með sér heim.“ Bjartsýnar fyrir sumrinu Hildur er lærður innanhússhönnuður og starfar sem slíkur í Noregi. Elísa- bet er hótelstjóri að mennt og rekur Thomsen Apartments í Reykjavík. En hvernig kom það til að þær ákváðu að taka að sér hótelrekstur í Bjarkalundi í sumar? „Okkur var boðið að leigja reksturinn fram á haust og stukkum bara á það tækifæri. Báðum fannst okkur þetta spennandi og langaði að prófa. Ef vel gengur í sumar er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu, við sjáum bara til,“ segir Hildur. „Staður- inn finnst okkur heillandi, bæði þetta gamla hús og saga þess og eins um- hverfið í kring. Hér er töluverð um- ferð en samt enginn átroðningur. Við munum reyna að stíla inn á Ís- lendinga ekki síður en erlenda ferða- menn,“ segir hún og horfir björtum augum til sumarsins. „Við komum náttúrulega dálítið seint inn í þetta en þetta hefst allt saman og við erum bara bjartsýnar fyrir sumrinu,“ segir Hildur brosandi að endingu. kgk Nýir rekstraraðilar hafa opnað Hótel Bjarkalund Hildur Árnadóttir rekur Hótel Bjarkalund ásamt Elísabetu Agnarsdóttur. Hengdar hafa verið upp gamlar myndir og fleiri gömlum munum verið komið fyrir. Borðum og stólum hefur verið skipt út í átt til fortíðar. Hildur segir að gamall andi hússin fái að njóta sín. „Þetta er gamalt hús með mikla sál og við ætlum að leyfa því að vera þannig.“ Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.