Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 11 SK ES SU H O R N 2 01 8 SÉRKENNSLUSTJÓRI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Okkur vantar sérkennslustjóra í 50% starf og í sérkennslu í 50% starf. Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 barn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir sérkennslustjóra sem getur hafið störf í ágúst 2018. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Sérkennslustjóri starfar að uppeldi og menntun leikskólabarna sam- kvæmt starfslýsingu sérkennslustjóra og stefnu sveitarféagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: Sérkennsluréttindi• Færni í mannlegum samskiptum• Sjálfstæð vinnubrögð• Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður• Góð íslenskukunnátta• Ef ekki fæst sérkennari í starfið kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og /eða reynslu. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2018. Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is. Leikskólinn Hnoðraból Með sól í hjarta Kvenfélögin á Hellissandi og Ólafs- vík, Kvenfélagið Sigurvon, Lions- klúbbarnir Rán og Þernan ásamt Soroptimistaklúbbi Snæfellsness, afhentu HVE í Snæfellbæ formlega að gjöf nýjan gynskoðunarbekk og stól í síðustu viku. Var bekkurinn keyptur fyrir ágóða af fjáröflunar- kvöldi; kvennakvöldi sem félögin stóðu fyrir í janúar en með sam- eiginlegu átaki tókst að safna fyr- ir bekknum og fleiri hlutum sem keyptir verða á HVE í Snæfellsbæ í sumar og haust. Á myndinni eru fulltrúar félaganna ásamt Fanný Berit Sveinbjörnsdóttur ljósmóður á HVE í Snæfellsbæ. þa Afhentu HVE í Snæfellsbæ nýjan gynskoðunarbekk Í Auðarskóla í Dölum lauk skóla- árinu hjá nemendum á fimmtudag- inn með vorhátíð þar sem nemend- ur og starfsfólk tóku þátt í ýmsum leikjum. Meðal annars var sett upp froðurennibraut þar sem félagar úr Slökkviliði Dalabyggðar sáu um að vökva brautina við mikla ánægju þátttakenda. sm Skólaárinu í Auðarskóla lauk með Vorhátíð Útskriftarnemendur á leið niður froðurennibrautina. Jasmín og Jóhanna Vigdís vel sáttar eftir margar ferðir í rennibrautinni. Í fyrra var metaðsókn í nám við Háskólann á Akureyri en nú er von á því að það met verði ræki- lega slegið. Allt stefnir í metað- sókn í nám við við skólann í haust en um 50% aukning er á heildar- fjölda umsókna og nærri tvöföldun í umsóknum um kennaranám. „Á síðustu árum hefur aðsókn í Há- skólann á Akureyri aukist til muna og þar leikur sveigjanlega námið stórt hlutverk. Með því náum við til alls landsins og nemendur hafa verið mjög ánægðir með bætt að- gengi,“ segir Eyjólfur Guðmunds- son, rektor Háskólans á Akureyri. Mesti fjarnemafjöldinn er á Sel- fossi, í Reykjanesbæ og í Hafnar- firði. Alls eru 2.074 nemendur við nám í HA í dag, þar af eru 69% í sveigjanlegur námi. Háskólarnir hafa allir ver- ið að rýna í umsóknartölur enda má búast við fjölgun þetta árið þar sem framhaldsskólarnir eru sumir hverjir að útskrifa tvöfald- an árgang; annars vegar þá sem ljúka stúdentsprófi á fjórum árum og hins vegar þá sem fara styttri leiðina og klára á þremur árum. „Þessar umsóknir eru að detta í hús þessa dagana og því er sá hóp- ur ekki inni í okkar tölum ennþá,“ segir Eyjólfur. Ólíkt HÍ hefur HA ekki tek- ið upp A-próf heldur fara nem- endur í fjöldatakmörkuðu námi í gegnum samkeppnispróf við lok fyrsta misseris. Nemendur sem ekki komast í gegnum þau próf geta fengið einingar metnar inn í annað nám eða haldið áfram og reynt aftur að ári. „Við erum pers- ónulegur skóli og leggjum áherslu á að sinna hverjum nemanda fyrir sig. Það er von okkar að við getum haldið í þá sérstöðu,“ bætir Eyjólf- ur við. Aðgangstakmarkanir hafa ver- ið teknar upp í sálfræði og lög- reglufræði, auk hjúkrunarfræði, en búast má við frekari aðgangs- takmörkunum ef fram heldur sem horfir. mm Háskólinn á Akureyri aldrei vinsælli Leikskólinn Krílakot í Ólafsvík verður 40 ára 19. ágúst í sumar. Þann dag árið 1978 var leikskólinn opnaður í húsnæðinu við Brúar- holt. Leikskóli hafði þó verið rekin í Ólafsvík frá árinu 1972 en 7. febrúar það ár opnaði fyrsti leikskólinn sem starfræktur var af Kvenfélagi Ólafs- víkur. Höfðu kvenfélagskonur unn- ið að opnun hans frá árinu 1969 og var hann staðsettur í Gamla félags- heimilinu. Fyrsta fostöðukona hans var Gréta Jóhannesdóttir. Haldið var upp á afmæli leik- skólans nú á dögunum og því sleg- ið saman við útskrift elstu barnanna á leikskólanum sem í haust hefja nám í 1. bekk grunnskólans. Við þetta tækifæri fékk leikskólinn góð- ar gjafir en foreldrafélagið gaf leik- skólanum kofa til að hafa út í garði en sá gamli var ónýtur enda mikið notaður í gegnum árin. Auk þess gaf foreldrafélagið 280 þúsund krónur til leikfangakaupa fyrir hreyfileiki. Lionsklúbburinn Rán í Ólafsvík gaf einnig leikföng til hreyfileikja fyrir 150 þúsund krónur. Þá færði Snæ- fellsbær leikskólanum 100 þúsund krónur í tilefni afmælisins. Leik- skólinn vinnur eftir efninu leikur að læra og munu leikföngin sem keypt hafa verið nýtast þar. Núverandi leikskólastjóri er Ingi- gerður Stefánsdóttir. Hún veitti gjöfunum viðtöku og þakkaði þann hlýhug sem leikskólanum er sýndur núna sem og hingað til. Leikskóla- börnin sungu fyrir gesti og þegar útskriftarhópurinn hafði tekið við höttunum, viðurkenningu og sjálfs- mynd sem þau máluðu, var gestum boðið að skoða leikskólann og gæða sér á veitingum sem foreldrafélagið sá um. þa Krílakot í Ólafsvík fjörutíu ára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.