Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 20182 vönduð stjórnsýsla og áframhaldandi ábyrgur rekstur mun vera í forgrunni á komandi kjörtímabili. Gengið verður til samninga við Gunnlaug A Júlíusson núverandi sveitarstjóra um áframhaldandi samstarf,“ segir í til- kynningu vegna samstarfs flokkanna. „Viðræður flokkanna gengu mjög vel og ekki komu upp nein ágrein- ingsmál í ferlinu.“ Búið er að skipta helstu verkefnum á milli flokkanna. Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálf- stæðisflokks verður forseti sveitar- stjórnar og Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir oddviti VG verður formaður byggðarráðs. Þá fellur formennska í umhverfis- og skipulagsnefnd til VG, formennska í fræðslunefnd til Samfylkingarinnar og óháðra og for- mennska í velferðarnefnd til Sjálf- stæðisflokks. Málefnasamningur verður lagður fyrir fyrsta fund ný- kjörinnar sveitarstjórnar sem áætlað er að fari fram í næstu viku. mm Líkar þér ekki tónlistin sem ómar á öld- um ljósvakans? Langar þig að syngja eitthvað sumarlegt og seyðandi? Gam- alt húsráð segir að á sumrin megi syngja megi jólalög ef orðinu „jól“ er skipt út fyr- ir „sól“ í textunum. Njóttu þín við að raula slagara eins og Sól alla daga, Sólahjól, Litla sólabarn, Hvít sól og Þú komst með sólin til mín. Gleðilegt sumar! Útlit er fyrir hægt og hlýtt veður næstu daga. Á morgun og föstudag spáir sunn- an- og suðvestanátt, 3-8 m/s og á bilinu 10 til 20 stiga hita. Skýjað um landið vest- anvert á morgun en bjart með köflum annars staðar. Dálítil súld eða þokuloft á föstudag en bjart fyrir austan. Á laugar- dag er útlit fyrir sunnanátt, 5-10 m/s og dálítilli rigningu eða súld og 8 til 13 stiga hita. Skýjað með köflum á Norðaustur- landi og hiti allt að 20 stig. Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, á sunnudag. Rigning um tíma í flestum landshlutum en úrkomulítið síðdegis. Hiti frá 7 stig- um á Vesturlandi allt að 16 stigu fyrir austan. Hæg vestlæg eða breytileg átt á mánudag, víða skýjað og lítilsháttar úr- koma víða um land. Hiti 7 til 12 stig. Bjar- viðri á Suðausturhorni landsins og hiti allt að 16 stig. Spurning vikunnar „Ert þú ánægð(ur) með úrslit kosninganna í þínu sveitarfé- lagi?“ var spurningin sem lesendur vefs Skessuhorns gátu svarað í vikunni. Mjög ánægðir kváðust 27% vera og 24% sögð- ust frekar ánægðir. Mjög óánægðir sögð- ust 20% vera, fremur óánægðir 18% og 12% hvorki né. Í næstu viku er spurt: Hver er besti sumarilmurinn? Halldór Hallgrímsson, deildarstjóri hús- næðis hjá HVE og hans samreiðarsvein- ar sjá um viðhald á húsnæði, lóðum og búnaði á húsnæði stofnunarinnar víðs vegar í landshlutanum. Snyrtilegar og vel hirtar lóðir stofnunarinnar hafa vakið eft- irtekt íbúa á Vesturlandi. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Einn þurr dagur í maí DALABYGGÐ: Nýliðinn maí- mánuður var einhver sá votasti í langan tíma á vestanverðu land- inu og þó víðar væri leitað. Eyj- ólfur Ingvi Bjarnason í Ásgarði í Hvammssveit gerir vætutíð lið- ins mánaðar að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Úrkomu- mælir hefur verið á bænum síð- an í september 1992 og meðal- úrkoma í maí frá því mælingar hófust 52,2 mm. Í maí síðast- liðnum mældist úrkoman hins vegar hvorki meiri né minni en 120,9 mm. „Einu sinni hefur mælst meiri úrkoma í maí, það var árið 1993 en þá komu ríf- lega 100 mm sama sólarhring- inn, eða 8. maí 1993. Ég hugsa því að maí 2018 fari í sögubók- ina sem sá votviðrasamasti til þessa enda aðeins einn dagur sem engin úrkoma mældist, eða 31. maí,“ ritar Eyjólfur. -kgk Óvön börn í umferðinni LANDIÐ: Nú þegar sumarið hefur skyndilega hellst yfir land- ann og skólarnir eru á sama tíma að ljúka starfi sínu, hefur ungu fólki fjölgað gríðarlega í umferð- inni. Einstaklingur hafði sam- band við ritstjórn Skessuhorns í vikubyrjun og óskaði eftir því að foreldrar og forráðamenn ungra barna á reiðhjólum og öðrum fararskjótum fengju leið- sögn um hvernig best er að haga sér í umferðinni. Viðkomandi hafði orðið var við að töluvert væri af börnum sem ekki gerðu sér nægjanlega vel grein fyrir því sem væri að gerast í kringum þau. Tækju t.d. ekki mið af að- stæðum, hjóluðu yfir gangbraut- ir án þess að gæta að umferð bíla, væru jafnvel með símann í hönd á hjólunum og annað slíkt. Þetta er þörf ábending sem hér með er komið á framfæri. -mm Nýr formaður FFR LANDIÐ: Gissur Pét- ursson, for- stjóri Vinnu- málastofnunar, var í síðustu viku kosinn formaður Félags for- stöðumanna ríkisstofnana á að- alfundi félagsins. Félagið hefur sem markmið að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum félags- manna, þar með talið kjara- og starfsþróunarmálum, og er tengiliður og samstarfsaðili við stjórnvöld varðandi gagnkvæm málefni. Aðrir stjórnarmenn eru: Ársæll Guðmundsson skóla- meistari Borgarholtsskóla, Hall- dór Ó. Sigurðsson forstjóri Rík- iskaupa, Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands, Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfis- stofnunar og Svanhvít Jakobs- dóttir forstjóri Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins. Starfsmað- ur félagsins er Jóhanna Á. Jóns- dóttir lögfræðingur. -mm Til hamingju með afmælið Síðastliðinn fimmtudag kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar. Í sumar eru vænt- anleg 26 skemmtiferðaskip, næsta skip kemur 24. júní og það síðasta er bókað til hafnar 1. september. Nánara yfirlit yfir skipakomur má finna á vef Grundarfjarðarbæjar. Fyrsta skip sumarins heitir Seabourn Quest og sigldi það inn fjörðinn í blíðskaparveðri árla á fimmtudaginn, í logni og sólskini. Skipið er 38.348 tonn að stærð, rétt tæplega 200 metra langt. Um borð eru 400 hundruð ferðamenn og fjöldi auk þess í áhöfn. Skip þetta býður eingöngu upp á dýrar lúxusferðir. mm Fyrsta skemmtiferðaskipið til Grundarfjarðar Hraðskreiður bátur var notaður til að sigla með farþegana í land. Ljósm. tfk. Sker resturant var um síðustu helgi opnaður við Ólafsbraut 19 í Ólafs- vík. Undanfarna mánuði hefur hús- næðið verið tekið í gegn og breytt í veitingastað en áður var Smiðjan dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu rekin í húsinu sem þar áður hýsti Sparisjóð Ólafs- víkur. Tókust breytingar á húsnæð- inu mjög vel og er staðurinn nú allur hinn glæsilegasti. Fyrstu tvo dagana sem Sker restaurant var op- inn komu um 400 matargestir, mest heimafólk og voru eigendur staðar- ins þau Lilja Hrund Jóhannsdóttir, Arnar Laxdal Jóhannsson og Bryn- dís Ásta Ágústsdóttir hæstánægð með móttökurnar og leggst fram- haldið vel í þau. Höfðu starfsmenn- irnir, sem eru 14 talsins, því í nógu að snúast þessa fyrstu tvo daga. Matseðill staðarins er mjög fjöl- breyttur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda var lagt upp með það, að sögn Lilju Hrund- ar, en hún er einnig kokkur á staðn- um. Á seðlinum má finna bæði steikur, fisk, pizzur og hamborg- ara ásamt sérstökum barnamatseðli svo dæmi séu tekin. Einnig er boð- ið upp á brunch allar helgar á milli kl. 11:30 og 16:00 á laugardögum og sunnudögum. Veitingastaðurinn mun verða opinn alla daga vikunn- ar frá 11:30 til 16:00 og frá 18:00 til 21:30. Vildu þau Lilja Hrund, Arn- ar og Bryndís Ásta koma á fram- færi kæru þakklæti fyrir góðar mót- tökur. þa Sker restaurant opnaður í Ólafsvík Á myndinni eru f.v: Bryndís Ásta Ágústsdóttir, Arnar Laxdal Jóhannsson og Lilja Hrund Jóhannsdóttir. Á mánudagskvöldið var skrifað und- ir málefnasamning Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs og Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð. „Helstu áherslur í málefnasamningi flokkanna eru að bæta þjónustu og búsetuskilyrði í Borgarbyggð auk þess að byggja upp mikilvæga innviði og mannauð. Gott samstarf allra flokka í sveitarstjórn, Þriggja flokka meirihlutasamstarf í Borgarbyggð Meirihlutinn kemur sér fyrir á listaverkinu Brák. Sitjandi að framan: Magnús Smári Snorrason, Lilja Björg Ágústsdóttir og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. Inni í horninu eru Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Silja Eyrún Steingrímsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.