Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 9 SK ES SU H O R N 2 01 8 Deiliskipulag í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 16. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið yfir fyrir stækkun íbúðarsvæðis við Borgarbraut í Búðardal. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Svæðið afmarkast af Miðbraut í norðri, lóðum austan við Borgarbraut að austan og sunnan og af nýjum lóðum að vestan. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir tvær raðhúsalengjur vestan megin við götuna. Skipulagssvæðið er alls um 8.650 m2 (um 0,86 ha) að stærð. Tillögurnar liggja frammi frá 7. júní 2018 á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is. Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11, 370 Búðardal, eða netfang byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 20. júlí 2018. Dalabyggð 1. júní 2018 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi Helgi Sigtryggsson, tvítugur Snæ- fellsbæingur, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík á föstudaginn. Helgi lauk prófi með hæstu einkunn nemenda eðlisfræði- deildar og varð semídúx skólans með ágætiseinkunn 9,83 en það er ein hæsta einkunn sem gefin hefur verið við skólann. Hlaut hann verð- laun fyrir framúrskarandi námsár- angur í flestum námsgreinum sem og námsstyrki. Það sem stendur þó upp úr eft- ir fjögur góð ár í MR, að sögn Helga, eru vinirnir sem hann eig- naðist í skólanum. Helgi stefnir á nám í stærðfræði og forritun eins og hann orðaði það „hvert sem það svo leiðir.“ þa/ Ljósm. úr einkasafni. Varð semídúx í MR Á þemadögum í febrúar unnu nem- endur í Hvanneyrardeild Grunn- skóla Borgarfjarðar að áhugasviðs- verkefnum, þar sem þau fengu að velja sér verkefni til þess að vinna. Ástrún Björnsdóttir nemandi í 5. bekk fékk þá hugmynd að útbúa bangsa til þess að gefa í sjúkrabíl- inn, þannig að þegar börn þurfa að nýta sjúkrabílinn fái þau bangsa til þess að knúsa og veita þeim hug- arró. Nokkrir nemendur tóku sig til og saumuðu bangsa og á síðasta degi skólans kom Ásgeir sjúkraflutninga- maður og tók við böngsunum fyrir hönd sjúkraflutningamanna í Borg- arnesi. Ásgeir færði nemendum þakklætisgjöf fyrir hlýhug þeirra til sjúkrabílsins sem nemendur munu hengja upp í skólanum. Nemendum fannst frábært að Ásgeir skyldi koma á sjúkrabílnum að ná í bangsana og fengu þau í lokin að skoða inn í bíl- inn. shb Bangsar verða framvegis staðalbúnaður í sjúkrabílunum Borgarnes Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð og skemmtiatriði á Skallagrímsvelli Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli Íbúar Latabæjar heimsækja hátíðina Húlladúllan – húlla skemmtiatriði og húlla fjör fyrir fjölskylduna Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins Pylsusala Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista Kl. 12:00 Akstur fornbíla og bifhjóla Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn og stilla bílum sínum og bifhjólum upp hjá sundlauginni í Borgarnesi Kl. 13:00 Andlitsmálning í Óðali Andlitsmálning og hitað upp fyrir skrúðgöngu Kl. 14:00 Skrúðganga Gengið er frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð Fánaborg á vegum Skátafélags Borgarness Trommusláttur á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar Kl. 14:20 Hátíðar- og skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði Kynnar:• Elís Dofri Gylfason og Þórunn Birta Þórðardóttir Hátíðarræða forseta sveitarstjórnar• Ávarp fjallkonunnar• Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar• Söngatriði frá félagsmiðstöðinni Óðal• Dansatriði frá Sumarfjöri undir stjórn Daða Freys Guðjónssonar• Hljómlistarfélagið heldur uppi fjöri • Kl. 14:00 – 17:00 Á hátíðarsvæðinu í Skallagrímsgarði Hoppukastalar Andlitsmálning Góðgæti til sölu Kl. 14:00 – 17:00 Kaffisala í Skallagrímsgarði Kaffisala kvenfélagsins Kl. 13:00 – 17:00 Safnahús Í Safnahúsi eru fimm sýningar og enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins Börn í 100 ár – grunnsýning• Ævintýri fuglanna – grunnsýning• Spegill litrófsins – sýning á ljósmyndum Áslaugar Þorvaldsdóttur • og hækum Sigríðar Kr. Gísladóttur Pourquoi pas – strandið við Mýrar 1936• Magnús Jónasson bílstjóri – veggspjaldasýning• Hvanneyri UMF Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum á Hvanneyri. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli í skrúðgöngu að skjólbeltunum kl. 11:30. Grill á staðnum og hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman. Reykholtsdalur Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum. Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl. 11:00. Farið verður frá Gróf kl. 10:00 og frá Hofsstöðum kl. 10:15. Hangikjöts- veisla og hátíðardagskrá í Logalandi kl. 13:00. Hátíðarræða, fjall- konan, leikir og karamelluflugvél. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir. Lundarreykjadalur Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá sem hefst kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið. 17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð 2018 SK ES SU H O R N 2 01 8

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.