Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Aðgæslu þörf Nú fer sá árstími í hönd sem flestir eru á ferð bæði í þéttbýli og á þjóðveg- um úti. Ég vil nota þennan vettvang til að minnast á mikilvægi þess að öku- menn sýni sérstaka aðgæslu. Í þéttbýli eru blessuð börnin nú laus úr skól- unum og komin út í leik. Nú er pumpað í dekkin á hjólum þeirra og brun- að af stað. Mörg hver eru óvön því að vera í umferðinni og eiga erfitt með að bera skynbragð á hraðann í umferðinni og þær hættur sem þar leynast. Því verða ökumenn að sýna sérstaka aðgæslu þessum nýju vegfarendum. Að sama skapi þurfa foreldrar og forráðamenn barnanna að kenna þeim stuttu réttu tökin, grunnfræðina í þeim reglum sem gilda í umferðinni. Ég hef séð til ánægju að margir gera þetta samviskusamlega. Úti á þjóðvegum ríkir hins vegar allt annað ástand. Þar er sem betur fer lítið um hjólreiðafólk enda vandfundnir þjóðvegir á þessu landi sem rúma hjólreiðar án þess að það skapi mikla hættu. Þannig er mér lífsins ómögulegt að skilja þegar hjólreiðakeppnir eru skipulagðar á þessum vegum okkar og í raun einnig að ferðafólki sé hleypt inn í landið á hjólum. En ekkert í lögum meinar þetta og þar af leiðandi er ekki hægt að amast við því meðan löggjafinn gerir það ekki. Hins vegar er með öllu óheimilt að tala í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Mér finnst ég sífellt oftar verða vitni að því, þegar ég mæti bílum, að ökumenn þeirra séu að horfa í gaupnir sér. Gjarnan ungt fólk, en alls ekki alltaf. Þetta er fólkið sem orðið er svo helsjúkt af síma- og tölvufíkn að það leyfir sér að vera að lesa af snjalltækjum á sama tíma og það er að aka bíl. Í mínum huga er þetta meiri ógn í umferðinni en hægt er að segja um þá Asíubúa sem hingað koma, taka bílaleigubíla og byrja svo að keyra, þótt eina reynsla þeirra af akstri sé klukkutími í asískum ökuhermi. Fólk sem hefur aldrei ekið, fær leigðan bíl og ekur svo út á hættulegustu vegi Norður-Evrópu sem einmitt eru hér á landi. Eftirlit með hæfni þeirra til aksturs er ekki til staðar. Kannanir hafa sýnt að hátt hlutfall umferðarslysa hér á landi megi rekja til notkunar ökumanna á símum við akstur. Mér finnst ég merkja að þessi glæfraskapur er að aukast. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í því. Ég hvet fólk til að fara gætilega í umferðinni jafnt innan bæjar sem úti á þjóðvegum. Við búum einfaldlega við vanþróuð umferðarmannvirki og því miður eru einnig í umferðinni einstaklingar undir stýri sem ekki eiga þar heima. Fátt er nöturlegra en heyra af alvarlegum slysum. Gerum okkar til að koma í veg fyrir þau. Magnús Magnússon. Leiðari Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt nýjan kjarasamning í allsherjarat- kvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna FG stóð yfir dagana 31. maí til 5. júní. Á kjör- skrá voru 4.689 og greiddu 73% at- kvæði. 74% samþykktu samning- inn, 24,45% höfnuðu honum og tæp 2% skiluðu auðu eða ógildu. Skrifað var undir kjarasamninginn 25. maí síðastliðinn. Félag grunn- skólakennara hefur verið án kjara- samnings síðan í desember á síðasta ári en nýi samningurinn gildir frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019. mm Kennarar samþykktu kjarasamning Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG og Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, við undirritun samningsins 25. maí síðast- liðinn. Listamiðstöðin í Munaðarnesi í Borgafirði var opnuð á nýjan leik síðastiðinn laugardag. Markaðist sá viðburður af opnun sýningar Krist- ínar Hálfdánardóttur myndlistar- konu. „Til margra ára var Munað- arnes mekka myndlistar og viljum við endurreisa þá ímynd með opn- un sýningar Kristínar,“ segir í til- kynningu listamiðstöðvarinnar. kgk Listamið- stöðin í Mun- aðarnesi opin Mánudaginn 4. júní síðastlið- inn fékk smábátahöfnin í Stykkis- hólmi afhenta umhverfisvottunina Bláfánann í sextánda skipti. Smá- bátahöfnin er aldursforseti í verk- efninu ásamt þremur öðrum stöð- um, en árið 2003 var fyrsta fánan- um flaggað í Stykkishólmi, á Borg- arfirði Eystra, í Bláa Lóninu og á Ylströndinni í Nauthólsvík. Smá- bátahöfnin hefur átt í góðu sam- starfi við Náttúrustofu Vesturlands og boðið upp á áhugaverða fyrir- lestra um ýmis umhverfismál sem er sannarlega til fyrirmyndar. Bláfáninn er alþjóðleg umhverf- isvottun sem veitt er smábáta- höfnum, baðströndum og þjón- ustuaðilum í sjálfbærri sjávarferða- mennsku (t.d. fugla- og hvalaskoð- unarbátum) fyrir árangursríkt starf í umhverfismálum. Meginmark- mið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr um- hverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverf- ismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við hún. Til þess að fá leyfi til að flagga Bláfánanum þarf að senda inn um- sókn og uppfylla strangar kröfur sem lúta að umhverfisstjórnun, ör- yggismálum og umhverfisfræðslu. Verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi metur umsóknina og aðstoðar um- sækjendur í ferlinu, innlend dóm- nefnd fer í kjölfarið yfir umsókn- ina og sendir hana að lokum til al- þjóðlegrar dómnefndar sem tekur ákvörðun um hvort að viðkomandi umsækjandi fái að flagga Bláfánan- um. Bláfánanum er flaggað víða um heim, m.a. á Spáni, Suður Afríku og í Mexíkó en árið 2017 var fán- anum flaggað á 4.423 stöðum í 45 löndum. Umhverfisvottunin varð 30 ára á síðasta ári og er bæði virt og eftirsótt og margur ferðalangur- inn þekkir merkið vel. Landvernd rekur verkefnið á Íslandi fyrir hönd alþjóðlegu samtakanna FEE (Foundation for Environmental Education) en handhafar Bláfánans á Íslandi eru þrettán talsins og fer fjölgandi. Ísland er umkringt hafi og bygg- ir íslenskt samfélag að miklu leiti hag sinn á auðlindum hafsins og ferðaþjónustu og því mikilvægt að stuðla að aukinni umhverfisfræðslu til verndar hafinu en Bláfáninn er gott tæki fyrir sveitarfélög til þess að sinna því ábyrgðarhlutverki. Ég óska sveitarfélaginu, hafnar- stjórn og starfsmönnum hafnar- innar til hamingju með árangurinn. Ég vil hvetja íbúa Stykkishólms og nærsveitunga til þess að taka þátt í þeim viðburðum og verkefnum sem smábátahöfnin á Stykkishólmi mun bjóða upp á í sumar. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir Höf. er verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi Smábátahöfnin í Stykkishólmi flaggar Bláfánanum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.