Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201816 „Ég var bara pjakkur þegar ég byrjaði að fara á sjó með móðurafa mínum,“ segir Baldur sem starfar í dag sem þriðji stýrimaður á varð- skipinu Þór. Hann ólst upp í Stykk- ishólmi og hefur alltaf verið í sterk- um tengslum við sjóinn. „Maður er aldrei of ungur til að byrja á sjó. Ég fór á sjóstöng með afa og sigldi með honum út í Flatey alveg frá því ég man eftir mér. Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég var búinn að læra öll miðin frá Stykkishólmi út í Flatey,“ segir Baldur. „Ætli áhug- inn hafi ekki bara kviknað út frá því.“ Fór út með netunum Á síðustu árum grunnskólans fór Baldur að stunda sjóinn sem sjó- maður og fá borgað fyrir sjó- mennskuna. Hann var fjórtán ára þegar hann fór fyrst á grásleppu. „Ég fór með karli frá Grunda- firði, honum Ágústi Jónssyni. Bát- urinn heitir Jóka.“ Baldur segir að peningurinn hafi verið nægur fyrir fjórtán ára gutta. „Þetta var „easy money“. Það munaði alveg um þessa aura.“ Sjómennskan gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig í byrj- un. „Ég fór út með netunum,“ seg- ir hann og brosir. Hann var fjórtán ára þegar þetta gerðist, nýbyrjaður í sjómennskunni en til allrar ham- ingju fór allt vel, enda stillt í sjó- inn og að sumarlagi. „Við vorum að leggja netin og ég var að spá í ein- hverri súlu sem var þarna að fljúga rétt hjá bátnum og steig í aulaband- ið, eða færið, og fór út með netun- um. Gústi, eða Ágúst Jónsson nú- verandi yfirvélstjóri á Tjaldinum, var fljótur að snúa við og haka mig upp,“ segir Baldur örlítið vand- ræðalega. „Þannig að hann bjarg- aði lífi mínu og fær plús fyrir það hjá mér.“ Á heima á skipi Baldur hefur verið á ótal skip- um síðan hann fór sína fyrstu grá- sleppuvertíð og veitt kynstrin öll af fiskum. „Ég fer í Fjölbraut í Grund- arfirði og klára skólann en fer svo aftur á sjó,“ segir Baldur. Hann hef- ur reynt nær allar tegundir af bátum sem hægt er að fara á við Íslands- strendur. „Ég er hálfgerð skipa- mella,“ segir hann í gamansömum tón. Baldur segir að honum hafi lík- að trollið best af öllum þeim skip- um sem hann hefur verið á. „Lín- an er alltaf jafn mikil vinna, alveg sama hvað fiskast mikið, en trollið er svona arðvænlegra.“ Baldur vissi að hann langaði að halda áfram að starfa við sjávarútveg eða á sjó og skráði sig í Háskólann á Akureyri í sjávarútvegsfræði. „En ég sá mjög fljótt að það var ekki fyrir mig, ég átti heima á gólfinu.“ Eftir tilraunina við Háskólann á Akureyri skráði Baldur sig í Stýri- mannaskólann í Reykjavík árið 2012. Hann hélt þó áfram að róa með skólanum eins og hann gat. „Þegar maður er námsmaður í Stýrimannaskólanum þá fær mað- ur ekki námslán af því maður er of tekjuhár á sumrin. Þannig að maður þarf að taka að sér túra endalaust.“ Hann segir að margir félagar hans úr náminu hafi róið eins mikið og þeir gátu. Til dæmis hafi margir tekið vorprófin úti á sjó í maí og svo byrjað önnina á sjónum í ágúst. „Kennararnir sýna þessu mikinn skilning, þetta eru allt gamlir sjó- hundar þarna sem skilja þetta vel.“ Honum finnst umhverfið skilnings- ríkt og ekki bara gagnvart því að menn þurfi að fara á sjó, heldur líka gagnvart fjölskyldulífinu. Breytt stefna Baldur útskrifast sem stýrimað- ur frá Stýrimannaskólanum vorið 2015 og hafði þá þegar sótt um hjá Landhelgisgæslunni. „Ég hafði sótt um hjá Gæslunni í apríl og svo var haft samband við mig í maí og ég fór í einn prufutúr og svo byrjaði ég bara hjá þeim,“ segir Baldur og svo virðist sem starfið henti honum vel og hann sé stoltur af því. Baldri lík- ar starfið hjá Landhelgisgæslunni mjög vel, hann er eins og áður seg- ir orðinn þriðji stýrimaður á Þór en hefur líka verið á Tý. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Baldur var með í áhöfninni sem fór á vegum Frontex í Miðjarðarhafið til dæm- is. „Við sinnum svona almennu lög- gæslueftirliti á hafinu,“ segir hann og bætir við að þegar lítið sé að ger- ast um borð séu æfingar algeng- ar. „Alls konar æfingar; reykköfun, skip í tog, maður fyrir borð og köf- un. En það eru alltaf einhver útköll í skip, menn eru að slasa sig þó að al- mennt öruggi sé orðið betra en það var.“ Landhelgisgæslan er fer víða í kringum landið. „Við förum marg- ar hringi í kringum landið. Bara síðan í desember höfum við farið þrisvar í kringum Ísland.“ Það sem af er ári hefur ekkert banaslys orð- ið úti á sjó, þótt alltaf séu einhver smáslys um borð í bátunum í kring- um Íslandsstrendur. „Í janúar er til dæmis loðnan við strendur Norður- lands-eystra og við Austurland, þá erum við þar að fylgjast með norsku loðnuveiðibátunum og hjálpa til. Ef þeir fá eitthvað í skrúfuna og svona þá þarf að kafa og skera á. Svo þarf stundum að sinna sjúkraflutningum og svona.“ Náttúran er nálæg En þótt verkefnin séu mörg og krefj- andi þá kemur fyrir að það sé stund á milli stríða, þar sem hægt er að sitja saman í messanum og spjalla við fé- lagana og jafnvel spila tölvuleiki. Þá er líka hægt að njóta náttúrunnar. „Það að vera í gæslunni er eins og að vera í frírri hvalaskoðun,“ segir Baldur og hlær. „Það eru svo margir hvalir við strendur Íslands, ógrynni af hnúfubökum til dæmis.“ Háar kröfur til kafara Baldur er líka kafari og kláraði köfunarnámskeið í október 2016. Úr grásleppu í Gæsluna Baldur Ragnars Guðjónsson byrjaði á sjó á grásleppuvertíð fjórtán ára gamall en starfar í dag fyrir Landhelgisgæsluna Baldur fór með Varðskipinu Tý í Miðjarðar- hafið á vegum samstarfsverkefnis Frontex. Hér er hann í höfn á eynni Möltu. Baldur byrjaði sjómennsku í grásleppu á Snæfells- nesi aðeins fjórtán ára gamall en er nú kominn í Landhelgisgæsluna. Katrín Bylgja hefur fengið að fara í varðskipið Þór með pabba sínum. Þótt Baldur og félagi hans í köfun séu oftast einir í sjónum við köfun kemur það fyrir að náttúran láti heyra í sér. Einu sinni heyrðu þeir félagar í hval og var örlítið brugðið. Baldur á tvær dætur, önnur nýfædd í lok maí. Hér er hann ásamt konu sinni Lóu Guðrúnu Gísladóttur og eldri dóttur sinni, Katrínu Bylgju, um síðustu jól.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.