Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 19 Færeyska kútternum Westward HO var siglt frá Vestmannaeyjum til Akraness síðastliðinn fimmtudag. Hægt var að skoða skipið í höfn- inni, en því var svo siglt áleiðis til Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Þar var koma þess hluti af sjómannadags hátíðarhöldum á Hátíð hafsins. Westward Ho er 23 metra lang- ur og sex metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby á Eng- landi árið 1884. Hann er því hvorki meira né minna en 134 ára gamall. Kútter Sigurfari, sem stendur illa farinn af fúa á Safnasvæðinu í Görð- um á Akranesi, er árinu yngri. Kútt- er Westward er í eigu Þórshafnar í Færeyjum. Sú hefð hefur skapast að hann heimsæki Ísland þriðja hvert ár, alltaf á þessum árstíma. Koma kúttersins hingað til lands byggist á samkomulagi Þórshafnar og Faxa- flóahafna um aukið samstarf Íslend- inga og Færeyinga á sviði menning- ar- og ferðamála. Í áhöfn skipsins eru 14 manns; sjö Íslendingar og sjö Færeyingar. kgk Kútterinn Westvard Ho í heimsókn á Akranesi Lagst að bryggju. Eins og sjá má er kútterinn einkar glæsilegur og vel við haldið. Ljósm. kgk. Kútterinn sunnan við Breiðina um nónbil á fimmtudaginn. Ljósm. mm. Skipperinn fylgist með að landfestar séu tryggilega bundnar. Ljósm. kgk. Tauginni komið í land. Ljósm. kgk. Á laugardaginn var þess minnst í Reykholti að 250 ár eru liðin frá því Eggert Ólafsson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir fórust ásamt föruneyti sínu á Breiðafirði. Eggert og Ingi- björg höfðu árið 1767 haldið eitt glæsilegasta brúðkaup allra tíma í Reykholti. Í minningu Eggerts var haldin hátíð í tali og tónum á veg- um Snorrastofu í Reykholti. Hátíðin hófst með því að gestir gengu saman inn að Eggertsflöt þar sem afhjúp- að var skilti um brúðkaup þeirra Eggerts og Ingibjargar. Skilti þetta er fagurlega skreytt með litfagurri mynd eftir listakonuna Sól Hrafns- dóttur af brúðkaupinu. Við afhjúpunina var jafnframt undirritaður tímamótasamning- ur milli Skógræktarfélags Borgar- fjarðar, með aðild Skógræktarfélags Íslands, við Reykholtsstað. Samn- ingurinn gengur út á stækkun lands undir skóg. Það var nemendasam- band Reykholtsskóla sem hóf skóg- rækt í Reykholti í kringum 1940 en frá 1948 hafa afkomendur prests- hjónanna Einars Pálssonar og Jó- hönnu Eggertsdóttur Briem ver- ið þar miklir brautryðjendur. Síðan þá hefur landssvæði undir skóg ver- ið stækkað nokkrum sinnum. Eftir undirritun samningsins á laugardag- inn hefur svæðið verið stækkað um helming og er nú um 300 hektarar og nær eftir Reykholtslandi alla leið norður að Hvítá. „Við bindum mikl- ar vonir við þessa stækkun, að hún bæði hjálpi til við kolefnisjöfnun nú á dögum mikillar mengunar og að hún stilli vinda og taki af okkur sterkar áttir. Auk þess verða skóg- ar sem þessir til mikils yndis fyr- ir ferðamenn og alla aðra sem vilja njóta vistar í skógi. Í tilefni stækk- unarinnar var einnig vígt sérstækt skógræktarskilti sem gerir grein fyr- ir stækkuninni,“ segir Óskar Guð- mundsson formaður Skógræktar- félags Borgarfjarðar í samstali við Skessuhorn. Að lokinni athöfn í Reykholts- skógi var haldið til kirkju þar sem Óskar rakti ævisögu Eggerts og sagði frá kvæðum og ljóðum sem hann hafði ort. „Eggert var einn merkasti vísindamaður þjóðarinn- ar á sínum tíma. Hann var einn- ig gríðarlega gott skáld í 18. aldar anda og okkur fannst því tilvalið að láta hans kvæði vera ráðandi á há- tíðinni. Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson vann með mér að dag- skránni og flutti þjóðlög með aðstoð Kristínar Á Ólafsdóttur við texta Eggerts Ólafssonar, auk þess sem hann samdi fágætlega falleg lög við sum kvæðanna fyrir hátíðina,“ segir Óskar. arg/ Ljósm. bhs Aukið land tekið undir Reykholtsskóga Í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá því að Eggert Ólafsson og Ingibjörg Guðmunds- dóttir fórust á Breiðafirði var afhjúpað skilti um brúðkaup þeirra í Reykholti á laugardaginn. En þau Eggert og Ingibjörg héldu eitt glæsilegasta brúðkaup allra tíma í Reykholti árið 1767. Óskar Guðmundsson formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar rakti ævisögu Eggerts og sagði frá kvæðum og ljóðum sem hann hafði ort. Á hátíðinni var jafnframt undirritaður tímamótasamningur milli Skógræktar- félags Borgarfjarðar, með aðild Skógræktarfélags Íslands, við Reykholtsstað um stækkun lands fyrir Reykholtsskóga. Á hátíðinni var vígt sérstakt skógræktarskilti sem gerir grein fyrir stækkun Reykholtsskógar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.