Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201810 Matvælastofnun hefur lokið yfir- ferð umsókna um fjárfestingastuðn- ing í nautgriparækt vegna fram- kvæmda á árinu 2018. 190 umsókn- ir bárust. Af þeim voru 181 umsókn samþykkt, þar af 77 framhaldsum- sóknir, en níu umsóknum var hafn- að. Heildarkostnaður við fjárfest- ingar nautgripabænda vegna fram- kvæmda á þessu ári er samkvæmt samþykktum umsóknum um 6,6 milljarðar króna. Matvælastofnun hefur til úthlutunar samkvæmt fjár- lögum ársins 198 milljónir króna og reiknast styrkhlutfall um 3% af heildarfjárfestingakostnaði bænda, en skerða þurfti framlög hlutfalls- lega á allar samþykktar umsókn- ir í samræmi við 25. gr. reglugerð- arinnar þar sem fjármunir hrökkva ekki til að greiða hámarksstyrk- hlutfall sem er 40%. Í ár reiknast hæsti styrkur 7,2 milljónir króna sem þýðir að fjárfesting viðkom- andi bónda er 240 milljónir króna. Lægsti styrkur sem veittur er nem- ur um 40 þúsund krónum. Fjárfestingastuðningur er veit- tur vegna framkvæmda sem stuð- la að hagkvæmari búskaparhát- tum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Mark- mið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur skv. reglugerð um velferð nautgri- pa nr. 1065/2014. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri bygging- um og kom fyrst til úthlutunar á árinu 2017 eftir innleiðingu nýrra búvörusamninga. Verulega minni umsvif í sauðfjárræktinni Matvælastofnun hefur sömuleið- is lokið yfirferð umsókna um fjár- festingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2018. Alls bárust 67 umsóknir. Af þeim voru 65 umsóknir samþykktar, en tveimur umsóknum var hafnað. Heildarkostnaður við fjárfestingar sauðfjárbænda vegna framkvæmda á árinu 2018 er samkvæmt sam- þykktum umsóknum um 448 millj- ónir króna. Matvælastofnun hefur til úthlutunar samkvæmt fjárlög- um ársins 49,5 milljónir. Styrkhlut- fall reiknast rúmlega 11% af heild- arfjárfestingakostnaði, en skerða þurfti framlög hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við reglugerðina þar sem fjármun- ir hrökkva ekki til að greiða há- marksstyrkhlutfall sem er 20%. Í ár reiknast hæsti styrkur 4.955.963 kr. og lægsti styrkur 58.089 kr. mm Bændur hyggjast fjárfesta fyrir 6,6 milljarða í nautgriparækt Síðastliðið sunnudagskvöld var skrifað undir meirihlutasamstarf Samfylkingar og Framsóknar með frjálsum í bæjarstjórn Akraneskaup- staðar. Flokkarnir hafa fimm menn í meirihluta en Sjálfstæðisflokkur fjóra í minnihluta. Í upphafi sátt- mála flokkanna segir m.a: „Lögð verður áhersla á gott samstarf allra flokka í bæjarstjórn, vandaða og faglega stjórnsýslu og þróun á virku íbúalýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæj- arsjóðs með það að markmiði að veita íbúum á Akranesi góða þjón- ustu í hvívetna.“ Þau Valgarður Lyngdal Jónsson oddviti Samfylkingar og Elsa Lára Arnardóttir oddviti Framsóknar og frjálsra segja að í þessu felist að framkvæmt verður án þess að auka skuldir bæjarsjóðs, en áhersla lögð á að verja og efla þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir. „Í stað þess að eyða peningum í fjármagnskostn- að, þá viljum við ná skuldastöð- unni niður og nýta skattfé íbúa til að bæta þjónustu við þá,“ segja þau Valgarður og Elsa Lára. Þau segja viðræður flokkanna hafa geng- ið mjög vel og enginn ásteitingar- steinn orðið á vegi þeirra í við- ræðunum sem samtals tóku tæpa viku. Aðspurð segja þau að búið sé að skipta helstu verkefnum milli flokkanna. Valgarður verður forseti bæjarstjórnar og Elsa Lára formað- ur bæjarráðs. Samfylking mun fara með formennsku í skóla- og frí- stundaráði og velferðar- og mann- réttindaráði, en Framsókn mun fara með formennsku í skipulags- og umhverfisráði. Skipan í aðr- ar nefndir hefur ekki verið ákveð- in. Aðspurð um hvort Sjálfstæðis- mönnum í minnihluta hafi boðist að taka formennsku eða varafor- mennsku í nefndum segja þau að bæjarfulltrúar hans hafi fengið til- boð þar að lútandi, en ekki svarað því boði. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórn- ar verður reglubundinn fundur samkvæmt dagskrá 12. júní næst- komandi og gert ráð fyrir öðr- um fundi áður en bæjarstjórn fer í sumarleyfi í júlí. Þau Valgarður og Elsa Lára segja engar stórar strúkt- ur breytingar verði gerðar fyrst í stað í tíð nýs meirihluta og binda vonir við gott samstarf flokkanna, bæjarbúum til heilla. Þau fagna því bæði að búið er að ganga frá sam- komulagi um áframhaldandi ráðn- ingu Sævars Freys Þráinssonar sem bæjarstjóra. Hægt er að lesa málefnasamning Samfylkingar og Framsóknarflokks í heild sinni í frétt á vef Skessuhorns síðastliðið sunnudagskvöld. Verða gagnrýnn minnihluti Rakel Óskarsdóttir er oddviti Sjálf- stæðisflokks í bæjarstjórn. Hún kveðst í samtali við Skessuhorn undrast þann hátt sem Samfylking og Framsókn hafi valið að hafa við myndun meirihluta og samráðsleysi við fjögurra manna minnihlutaflokk í bæjarstjórn. „Fyrir fjórum árum þeg- ar Sjálfstæðisflokkur myndaði meiri- hluta með fulltrúa Bjartrar framtíð- ar, var frá fyrsta degi rætt við fulltrúa allra flokka sem náðu kjöri í bæjar- stjórn. Það er mikill munur á hvernig verðandi meirihluti nú hefur nálgast verkefni sitt. Fyrir fjórum árum lögð- um við mikla áherslu á viðræður og gott samstarf allra þegar meirihlut- inn var myndaður. Allt annar brag- ur er á þessu núna. Ég er kölluð til viðræðna við væntanlegan meirihluta á sjötta degi viðræðna þeirra, þegar þau höfðu í raun lokið meirihluta- mynduninni. Okkur var þá boðið að taka varaformennsku í skipulags- og umhverfisráði enda vita þessir flokk- ar að þar bíða stór og erfið úrlausn- arefni. Ástæðan er ekki sú að þau vilji vera svona góð við okkur. Ástæðan er sú að Samfylking og Framsókn hafa haft nauman meirihluta í bæjar- stjórn og það er því áskorun og mik- il vinna að manna bæði formennsku og varaformennsku í fastanefndum og ráðum. Samkvæmt bæjarmála- samþykkt skulu aðalfulltrúar í bæj- arstjórn gegna þessum embættum,“ segir Rakel. „Bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar á að geta stað- ið óbreytt óháð fjölda bæjarfulltrúa í meirihluta hverju sinni. Við munum því skoða vel hvaða breytingar nú- verandi meirihluti vill gera á bæjar- málasamþykkt Akraneskaupstaðar. Í það minnsta munum við taka hlut- verk okkar sem minnihluti alvarlega og veita nýjum meirihluta gott að- hald,“ segir Rakel Óskarsdóttir. mm Svandís Svavarsdótt- ir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta fullvinna stefnu í tób- aksvörnum til næstu ára og stefnir að því að drög að henni verði birt til umsagn- ar í haust. Í skýrslu- drögum sem í vinnslu hafa verið í nokkur ár eru birtar ýmsar töl- fræðilegar upplýsing- ar um tóbaksnotkun hérlendis og þróunina hvað það varðar ásamt samanburði við aðr- ar þjóðir, fjallað um skaðsemi reykinga, um meðferð við tób- aksfíkn og fleira sem er mikilvægur grunn- ur að stefnumótun á þessu sviði. Stefnt er að því að birta drög að stefnu í tóbaksvörn- um í byrjun október á þessu ári. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in (WHO) stendur að vanda fyrir alþjóðlegum tóbaksvarnardegi 31. maí ár hvert. Að þessu sinni beindi stofnunin sjónum að skaðlegum áhrifum tóbaks á heilsu fólks um allan heim. Sérstaklega var bent á tóbaksreykingar sem áhættuþátt hjarta- og æðasjúkdóma. Áætlað er að á heimsvísu dragi tóbaks- reykingar meira en sjö milljónir manna til dauða á hverju ári, þar af um 900.000 manns sem ekki reykja heldur látast af völdum óbeinna reykinga. mm Tillaga að stefnu í tóbaks- vörnum kynnt í haust „Kjóstu heilbrigði - ekki tóbak.“ Veggspjald WHO í tilefni alþjóðlega tóbaksvarnardagsins 31. maí 2018. Skrifað undir meirihlutasamstarf á Akranesi Frá undirritun meirihlutasamstarfs síðastliðið sunnudagskvöld. Sitjandi eru oddvitar flokkanna; Valgarður Lyngdal Jónsson frá Samfylkingunni og Elsa Lára Arnar- dóttir frá Framsókn og frjálsum. Efri röð f.v. Bára Daðadóttir, Gerður J Jóhannsdóttir og Ragnar Sæmundsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.