Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 25
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í
tuttugasta og níunda sinn síðast-
liðinn laugardag. Hér á Vestur-
landi var hlaupið á sex stöðum að
þessu sinni. Góð þátttaka var víðast
hvar í hlaupinu, en þó eru líkur á
að dumbungs veður hafi sums stað-
ar sett strik í reikninginn. Áætlað er
að um tíu þúsund manns, langmest
konur, hafi hlaupið að þessu sinni á
yfir 80 stöðum um allt land, en auk
þess víða erlendis.
Markmið Kvennahlaupsins hef-
ur frá upphafi verið að vekja áhuga
kvenna á reglulegri hreyfingu. All-
ir taka þátt á sínum forsendum og
lögð er áhersla á að hver komi í
mark á sínum hraða.
mm
Kvennahlaupið á Vesturlandi
Vaskur hópur kvenna tók þátt í hlaupinu á Hvanneyri.
Ljósm. Hvanneyri á Facebook.
Á Akranesi var hlaupið ræst klukkan 11 og gátu þátttakendur valið um 2 eða 5 kílómetra. Ljósm. sas.
Í Snæfellsbæ var hlaupið.
Elfa Eydal Ármannsdóttir
hefur haldið utan um hlaupið
í Ólafsvík frá upphafi með
aðstoð frá Sigríði Þórarins-
dóttur. 32 konur hlupu að
þessu sinni. Boðið var upp
á tvær vegalengdir; 2,5
kílómetra og 5 kílómetra.
Ljósm. þa.
Svipmyndir frá kvennahlaupinu á Akranesi