Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 17 „Við reynum alltaf að hafa tvo kaf- ara um borð og alla vega tvo til þrjá sjúkraflutningamenn í hverri áhöfn.“ Hann segir að köfunar- námskeiðið sé í samvinnu við rík- islögreglustjóra og slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins og að það sé eitt það mest krefjandi líkamlega sem hann hefur gert. „Kröfurnar eru svo miklar.“ Líkaminn þurfi að geta farið niður á fimmtíu metra dýpi án vandkvæða og æfingarn- ar eru strangar. Það sé þó vel þess virði þegar skírteinið sé komið í hendurnar. Baldur er því atvinnu- kafari. Honum er minnisstætt eitt köfunarverkefni með Gæsl- unni. „Við vorum tveir að leita að hlut á þrjátíu metra dýpi og vor- um nær komnir niður að botnin- um. Þá heyri ég í hval.“ Þeir fé- lagar hafi litið hvor á annan til að kíkja hvor þeirra væri að gera grín í hinum. „En hvorugur okkar hafði gert hljóðið svo við fórum í róleg- heitunum alveg niður við botn- inn, lögðumst á botninn.“ Þeir biðu eftir hvalnum en sáu ekkert. „Aðstoðarmennirnir á yfirborðinu sáu ekkert heldur, en við heyrðum í hval alveg klárlega. Maður vill helst bara vera einn þarna niðri.“ Heima með nýju barni Þá hefur Baldur líka menntað sig sem sjúkraflutningamaður og klár- aði þá menntun árið 2017. Síðustu fimmtán ár, frá því hann var fjór- tán ára, hefur Baldur því verið á sjó en hefur þó fjarlægst fiskveið- arnar töluvert. Landhelgisgæslan fylgist þó alltaf með fiskveiðunum og gætir sjómannanna, svo hann er enn tengdur fiskinum. „Mér finnst þetta gefandi starf,“ segir Baldur. Þegar Baldur sest niður með blaða- manni er hann í landi í nokkurs konar fríi. Hann er aðstoðarkenn- ari á köfunarnámskeiði í nokkra daga. Þar fyrir utan eru hann og konan hans, Lóa Guðrún Gísla- dóttir, að bíða eftir annarri dótt- ur sinni sem átti að koma í heim- inn um miðjan maí. Fyrir eiga þau fjögurra ára gamla dóttur. Lóa var að klára meistaragráðu sína í sál- fræði í uppeldis- og menntavísind- um með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Baldur gat því fagnað nýfenginni háskólagráðu með konunni sinni. Næsta verk- efni hjá Baldri og Lóu verður fæð- ingarorlof. klj Baldur segir að áhöfnin á Þór sé samheldin og góð. Honum líkar starfið vel. Hér er hann (t.h.) ásamt skipherra Þórs, Sigurði Steinari Ketilssyni (fyrir miðju), og öðrum kollega sínum. Að loknum Stýrimannaskólanum árið 2015 fór Baldur strax í starf hjá Land- helgisgæslunni. Hann er núna þriðji stýrimaður á Varðskipinu Þór. Verkefni gæslunnar eru mörg krefjandi, en Baldur segir að köfunar- þjálfunin hafi verið það allra mest krefjandi. Líkamlegar kröfur eru háar. Hér er hann ásamt félaga sínum, Sverri, á leið upp í búrinu eftir köfun. Baldur er líka kafari. Reynt er að hafa tvo kafara um borð í varðskipinu hverju sinni. Fyrsta úrtaka á Vesturlandi fyr- ir Landsmót hestamanna, sem fram fer í Reykjavík í byrjun júlí, var haldin hjá hestamannafélaginu Borgfirðingi í Borgarnesi á laugar- daginn. Um 50 skráningar voru á mótið en Borgfirðingur má senda fimm keppendur í hvern flokk á Landsmótinu. Mótið á laugardag- inn var vel heppnað en veðrið hefði að vísu mátt vera betra. Marg- ir sáu eflaust eftir því að hafa ekki tekið kuldagallann með sér. Hest- ur mótsins var valinn af dómur- um og var það Hlynur frá Hauka- tungu Syðri. Hann sigraði einnig í ungmennaflokki með knapa sínum, Þorgeiri Ólafssyni. Eftirfarandi eru úrslit mótsins og jafnframt þeir sem unnu sér þátttökurétt á Landsmót: Barnaflokkur: 1. Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sigurrós frá Söðulsholti, 8,63 2. Hulda Þorkelsdóttir og Stilla frá Þingnesi, 8,19 Unglingaflokkur: 1. Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp frá Skjólbrekku, 8,27 2. Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn frá Smáratúni, 8,22 3. Berghildur Björk Reynisdóttir og Fúsi frá Flesjustöðum, 8,13 4. Andrea Ína Jökulsdóttir og Vala frá Eystra Súlunesi 7,92 Ungmennaflokkur: 1. Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu, 8,72 2. Máni Hilmarsson og Lisbet frá Borgarnesi, 8,51 3. Húni Hilmarsson og Neisti frá Grindavík, 8,37 4. Ísólfur Ólafsson og Öngull frá Leirulæk, 8,30 Konráð Axel Gylfason vann sér einnig inn rétt á Landsmót en reið ekki úrslit. B-flokkur: 1. Þjóstur frá Hesti og Valdís Ýr Ólafsdóttir, 8,64 2. Ísar frá Skáney og Haukur Bjarnason, 8,52 3. Frami frá Ferjukoti og Heiða Dís Fjeldsted, 8,42 4. Augsýn frá Lundum II og Kat- hrine Vittrup, 8,36 5. Kjarkur frá Borgarnesi og Þórdís Fjeldsted, 8,33 A-flokkur 1. Sproti frá Innri-Skeljabrekku og Gústaf Ásgeir Hinriksson, 8,63 2. Skörungur frá Skáney og Hauk- ur Bjarnason, 8,56 3.-4. Þytur frá Skáney og Randi Holaker, 8,48 3.-4. Dalvar frá Dalbæ II og Máni Hilmarsson, 8,48 5. Mjöður frá Hofi og Klara Svein- björnsdóttir, 8,37 iss Úrtaka Borgfirðings fyrir Landsmót hestamanna Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sproti frá Innri-Skeljabrekku sigruðu í A-flokki. Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp frá Skjólbrekku sigruðu í unglingaflokki. Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sigurrós frá Söðulsholti sigruðu í barnaflokki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.