Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201814
Það ríkti ró og friður, bæði í veðri
og meðal fólks, þegar rennt var
fyrir fyrstu laxa sumarsins í Norð-
urá í Borgarfirði síðastliðinn
mánudagsmorgun. Stjórn veiði-
félagsins bauð til morgunverðar í
veiðihúsinu við Rjúpnahæð klukk-
an sjö en eftir það tóku veiðimenn
að ferðbúast að ánni. Hefð er fyr-
ir því að bjóða fulltrúum ákveð-
inna hópa að renna fyrir fyrstu
fiskana. Í fyrra voru það t.d. lands-
liðsmenn í knattspyrnu semi hófu
veiðar og Gylfi Sigurðsson veiddi
fyrsta fiskinn sællar minningar.
Að þessu sinni var boðið að hefja
veiðarnar þeim Sindra Sigurgeirs-
syni formanni Bændasamtaka Ís-
lands og Þórunni Sveinbjörnsdótt-
ur formanni Landssambands eldri
borgara. Einar Sigfússon, sem sér
um sölu veiðileyfa í Norður, sagði
þau tvö hafa verið valin vegna þess
hversu vel þau hafa staðið sig í
réttindabaráttu og hagsmunagæslu
fyrir samtökin sem þau veita for-
stöðu. Bændasamtökin hafa unn-
ið ötullega að boðskap þess að láta
innlenda og ómengaða framleiðslu
matvæla vera í öndvegi. Því hefði
honum þótt eðlilegt að sýna bænd-
um samstöðu og minna um leið á
baráttumál þeirra. Þá hafa Lands-
samtök eldri borgara barist fyrir
réttindum eldri borgara sem kem-
ur jú öllum til góðs þegar aldurinn
færist yfir.
Spenna um hver
veiddi fyrsta laxinn
Þau Sindri og Þórunn hófu veið-
arnar neðan við hinn ægifagra
Laxfoss. Áin er vatnsmikil og hita-
stig vatnsins var sjö gráður og því
viðbúið að laxinn lægi niður við
botn. Mikill snjór er til fjalla og
því útlit fyrir góðan vatnsbúskap
framan af sumri. Mikil spenna lá í
loftinu en taldir höfðu verið fjórtán
laxar í Brotinu kvöldið áður þannig
að almennt töldu menn víst að ekki
þyrfti lengi að bíða þess að fyrsti
laxinn biti á. Sú varð og raunin.
Fyrst beit á hjá Sindra á Brotinu
laust fyrir klukkan hálf níu, eftir
æfingaköst í nokkrar mínútur undir
leiðsögn Einars Sigfússon. Glímdi
Sindri drykklanga stund við fisk-
inn. Litlu ofar í ánni, í Konungs-
streng neðan við fossinn, renndi
Þórunn flotlínunni og beitti rauð-
um Frances. Fljótlega beit einn-
ig á hjá henni og upphófst spenna
meðal þeirra sem stóðu á bakkan-
um hvort þeirra landaði fyrsta laxi
sumarsins. Skömmu fyrir löndun
slitnaði hins vegar á að giska átta
punda fiskur af hjá Sindra en Þór-
unn landaði augnabliki síðar 70
cm, tíu punda glansandi og ný-
runninni hrygnu við mikinn fögn-
uð viðstaddra. Reyndar kom í ljós
að veiðimenn sem hófu einnig
veiðar klukkan 8 höfðu sett í fiska
skömmu áður. Hermann Sveinsen
á því formlega séð fyrsta lax sum-
arsins sem hann veiddi í Stokk-
hylsbrotinu. Þessi fyrsta morgun-
vakt gaf vel, alls ellefu laxa á sex
stangir og nokkrir að auki sluppu.
„Geðveik stund“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir var að
vonum glöð með fiskinn og þessa
upplifun hennar við ána og sagði
þetta „geðveika stund“ fyrir gamla
konu að fá að taka þátt í svona æv-
intýri. Hún segist lítið hafa stund-
að laxveiðar í seinni tíð en síðast
veiddi hún í Norðurá fyrir rétt-
um fimmtíu árum. Hún byggir
þó á reynslu bæði frá laxveiðum
í Straumfjarðará og silungsveiði
víða, en hún er ættuð frá Hrísdal
í Eyja- og Miklaholtshreppi og á
fjölda skyldfólks víða á svæðinu.
Íslendingar draga þá
erlendu að landi
Einar Sigfússon segir að útlit sé
fyrir að öll veiðileyfi í Norðurá
seljist en nánast megi kalla hrun
í eftirspurn útlendinga. Rekur
hann það einkum til gengis krón-
unnar. Íslendingar hafi hins vegar
tekið vel við sér í veiðileyfakaup-
um. Einar er jafnframt með Haf-
fjarðará á Snæfellsnesi og þar segir
hann uppselt í sumar.
mm
Þórunn formaður LEB veiddi fyrsta fisk sumarsins
Mikil gleði ríkti þegar búið var að háfa fyrsta laxinn.
Fyrsti lax sumarsins, tíu punda hrygna. Þórunn Sveinbjörnsdóttir stolt með veiðina
og eiginmaður hennar tekur mynd.
Hér var búið að bíta á hjá Þórunni.
Þorsteinn Stefánsson er yfirleiðsögumaður við Norðurá. Hér er hann í þann mund
að sleppa hrygnunni út í ána að nýju. Öllum fiskum yfir 70 cm. er sleppt.
Tilbúnir í slaginn. F.v. Þorsteinn Stefánsson, Einar Sigfússon og Sindri Sigurgeirsson.
Síðar um morguninn landaði Sindri þessum glæsilega 82 cm hæng. Þarna er
veiðimaðurinn ásamt Einari Sigfússyni.
Sindri var nánast búinn að koma fyrsta fisknum í háfinn þegar sá silfraði sleit sig
lausann og var rokinn.
Sindri Sigurgeirsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Einar Sigfússon neðan við
Laxfoss.