Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Árleg vorsýning Fimleikafélags Akraness (FIMA) var haldin á laug- ardaginn þar sem allir iðkendur félagsins frá 5 ára aldri tóku þátt. Venja er fyrir því að hver sýning hafi ákveðið þema og söguþráð. Síðustu tvö ár hefur sagan verið samin af Stefaníu Sól Sveinbjörns- dóttur, þjálfara FIMA. Ísland var þema sýningarinnar í ár og farið var á milli sögu landsins, þjóðsagna og náttúruhamfara. „Þessi hópur toppar sig á hverju ári og var sýn- ingin í ár alveg stórkostleg. Það er líka óhemju vinna og mikill metn- aður á bakvið þetta,“ segir Sig- rún Ríkharðsdóttir framkvæmda- stjóri FIMA. Um 800 manns komu að sýningunni í ár og að sögn Þór- dísar Þráinsdóttur yfirþjálfara tókst allt mjög vel til. Sýndar voru tvær sýningar og var uppselt á þær báð- ar. „Við viljum þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við uppsetn- inguna, áhorfendum, foreldrum, iðkendum og þjálfurum einstaklega vel fyrir,“ segir Þórdís. arg/ Ljósm. Daníel Þór Ágústsson. Vorsýning FIMA Þema vorhátíðar FIMA í ár var Ísland. Sýndar voru tvær sýningar í ár og var uppselt á þær báðar. Káramenn unnu stórsigur á Tinda- stóli, 5-2, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á Akranesi á sunnudag. Heimamenn kom- ust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og leiddu í hléinu með einu marki gegn engu. En mörkunum átti heldur betur eftir að fjölga í þeim síðari. Andri Júlíusson jafnaði met- in á 56. mínútu og kom Kára síð- an yfir úr vítaspyrnu á 62. mínútu. Á 70. mínútu var komið að gestun- um að reyna sig af vítapunktinum. Benjamín Jóhannes Gunnlaugsson skoraði úr vítinu og staðan orðin jöfn, 2-2. Andri var síðan enn og aftur á ferðinni sjö mínútum síðar þegar hann fullkomnaði þrennuna og kom Kára í 3-2. Káramenn voru sterkari það sem eftir lifði og klár- uðu leikinn á síðustu tíu mínútun- um. Gylfi Brynjar Stefánsson skor- aði fjórða mark Kára á 83. mínútu og Páll Sindri Einarsson rak síðasta naglann í kistu gestanna með marki úr víti í uppbótartíma. Kári situr í fjórða sæti deildar- innar með tólf stig eftir fyrstu fimm leiki sumarsins í þéttum pakka við toppinn. Næst leikur Kári á sunnu- daginn, 10. júní næstkomandi, þeg- ar liðið tekur á móti Leikni frá Fá- skrúðsfirði. kgk Kári vann stórsigur á Tindastóli ÍA tryggði sér sæti í átta liða úrslit- um Mjólkurbikarsins á miðvikudag eftir dramatískan útisigur á Grinda- vík, 1-2. Fyrri hálfleikur var marka- laus en strax í upphafi þess síðari dró til tíðinda þegar Skagamenn komust yfir. Bjarki Steinn Bjarkason geystist upp vinstri kantinn og renndi bolt- anum fyrir markið. Þar var Steinar Þorsteinsson réttur maður á réttum stað og skoraði. Bæði lið fengu sín tækifæri næsta hálftímann. Skaga- menn fengu dauðafæri eftir fyrir- gjöf en Stefán Teitur Þórðarson rétt missti af boltanum og Grindvíking- ar áttu skot í stöng. Skagamenn voru heilt yfir sterkari og það var því gegn gangi leiksins þegar heimamenn jöfnuðu á 78. mínútu. Sam Hew- son átti frábæra sendingu á Aron Jó- hannsson sem var einn á auðum sjó í teignum og skallaði boltann í netið. Leikurinn róaðist töluvert eftir jöfnunarmarkið og stefndi í fram- lengingu. En það varð ekki því Skagamenn náðu að stela sigrinum á 88. mínútu. Arnar Már Guðjónsson tók á móti fyrirgjöf, sneri á varnar- mann og renndi boltanum í net- ið. Lokatölur urðu 1-2, ÍA í vil og Skagamenn því komnir í átta liða úr- slit bikarsins. Þar mæta Skagamenn úrvalsdeildarliði FH, mánudaginn 25. júní næstkomandi. Sá leikur fer fram á Akranesi. kgk Dramatískur sigur Skagamanna Arnar Már Guðjónsson var hetja Skagamanna í leiknum. Ljósm. gbh. Víkingur Ó. varð að lúta í gras fyr- ir Selfossi, 2-1, þegar liðin mættust í fimmtu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á sunnudag. Leikið var á Selfossi. Ólafsvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks, pressuðu hátt og náðu nokkrum skotum að marki Selfyssinga strax á fyrstu mínútum leiksins. Á 6. mínútu leiksins kom- ust heimamenn í fyrsta skiptið yfir miðju. Þorsteinn Daníel Þorsteins- son fór upp hægri kantinn og sendi góðan bolta inn á teiginn. Þar kom Ivan Martinez Gutierrez á ferðinni og skoraði og heimamenn komnir yfir. Bæði lið fengu sín færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en það voru Selfyssingar sem nýttu eitt af sín- um. Skömmu fyrir hálfleik tóku þeir langt innkast. Fran Marmolejo kom út úr markinu en hitti ekki bolt- ann þegar hann ætlaði að kýla hann frá. Gilles Ondo skallaði að marki en Víkinga sem björguðu á línu og náðu að hreinsa boltann frá. Selfyss- ingar sendu hann aftur inn á teig- inn þar sem Ingi Rafn Ingibergsson kom honum í netið. Heimamenn 2-0 yfir í hléi. Síðari hálfleikur var rólegur fram- an af, eða allt þar til Ólafsvíkingar jöfnuðu á 62. mínútu. Sasha Litw- in átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga á Gonzalo Zamor- ano sem lék á markvörðinn og sendi boltann í netið. Leikmenn Víkings fengu gullið tækifæri til að jafna um korteri síðar. Boltinn féll fyrir Kwame Quee á miðjum vítateig Sel- fyssinga en skot Kwame fór hátt yfir markið. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og Víkingur Ó. mátti því sætta sig við tap, 2-1. Ólafsvíkingar sitja í 6. sæti deild- arinnar með sjö stig, jafn mörg og næstu tvö lið fyrir ofan og neðan. Næst mætir Víkingur Ó. liði Þróttar á útivelli á föstudaginn, 8. júní næst- komandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ þa. Ólafsvíkingar töpuðu á Selfossi Skagamenn gerðu góða ferð til Reykjavíkur á sunnudaginn og sigr- uðu Fram 0-1 í 1. deild karla í knatt- spyrnu. Fyrri hálfleikur var frem- ur tíðindalítill. Eftir rúmlega kort- ers leik meiddist Arnór Daði Aðal- steinsson, leikmaður Fram, og þurfti að bera hann af velli. Hann var síðan fluttur burt í sjúkrabíl og óvíst hve alvarleg þau meiðsli eru. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan markalaus í hléinu. Skagamenn brutu ísinn á 49. mín- útu þegar Þórður Þorsteinn Þórðar- son skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Bjarki Steinn Bjarkason átti góðan sprett og lagði boltann út í teiginn á Þórð sem setti hann af öryggi í hægra hornið niðri. Framarar settu nokkra pressu á Skagamenn eftir markið án þess þó að skapa sér nein marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 68. mínútu að þeir fengu tækifæri til að jafna. Guð- mundur Magnússon féll í teig Skaga- manna og vítaspyrna var dæmd. Guðmundur steig sjálfur á punktinn en Árni Snær Ólafsson las hann eins og opna bók og varði spyrnuna. Botninn datt heldur úr leiknum það sem eftir lifði. Skagamenn hefðu getað innsiglað sigurinn í uppbótar- tíma þegar þeir komust tveir á móti einum en það færi rann út í sandinn. Lokatölur urðu því 0-1, ÍA í vil. Skagamenn sitja í öðru sæti deild- arinnar með 13 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, jafn mörg og HK í toppsætinu og þremur stigum fyrir ofan Þór í sætinu fyrir neðan. Næst leikur ÍA á föstudaginn, 8. júní, þegar liðið mætir ÍR á Akranesvelli. kgk Árni Snær Ólafsson hélt markinu hreinu og varði vítaspyrnu í sigri Skagamanna. Ljósm. gbh. Skagamenn sóttu sigur gegn Fram

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.