Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 21 Um þessar mundir er kennslu í skólum að ljúka og unga fólkið í leit að vinnu og margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Víðs- vegar má því sjá ungmenni í vinnu- skólum slá og raka gras, hreinsa til í beðum og gera snyrtilegt í bæjar- félögum sínum. Á Akranesi býðst ungmennum á aldrinum 14-17 ára að starfa í vinnuskólanum und- ir handleiðslu Einars Skúlason- ar. Fyrstu starfskraftarnir komu til vinnu rétt fyrir helgi og í dag, mið- vikudag, bætast við enn fleiri og er þá starfsemin komin á fullt. Örlítil fækkun hefur verið á starfsumsókn- um milli ára en Einar telur að það megi rekja til þess að fleiri störf á almenna vinnumarkaðinum standi nú til boða fyrir þennan aldurshóp. „Mörg þeirra eru frekar að sækja í störf hjá verslunum eða í öðrum fyrirtækjum sem geta borgað hærri laun og leyft þeim að vinna meira,“ segir Einar en í vinnuskólanum er ekki hægt að bjóða öllum starf allt sumarið. „Það fer eftir aldri hversu mikið þau vinna en þau sem voru að ljúka áttunda bekk fá sem dæmi bara að vinna fram að hádegi í tvær vikur. Við erum að fá um 230 um- sóknir og við getum ekki haft alla í vinnu allt sumarið, en allir fá að vinna eitthvað,“ segir Einar. „Unglingar eru bara unglingar“ Einar hefur séð um vinnuskólann frá árinu 1987 og er þetta því þrí- tugasta og annað starfsárið hans. Aðspurður segist hann vera mjög ánægður í starfinu. „Ég er ekki viss um að ég væri hér enn ef mér þætti þetta starf ekki einstaklega skemmtilegt. Það eru forréttindi að fá að vinna með þessu unga fólki og geta notið útiverunnar yfir sumar- ið,“ segir hann. En hafa unglingar breyst mikið þessi ár? „Ungling- ar eru bara unglingar. Það skipt- ir engu hvaða ár það er, ungling- ar eru alltaf eins. Samfélagsgerð- in hefur aftur á móti breyst mik- ið og það hefur áhrif á unglingana. Það sem ég sé helst er að áður fyrr voru þeir sem komu í vinnuskólann vanir vinnu og höfðu jafnvel unnið í nokkur sumur áður en þau höfðu aldur til að koma hingað. Í dag hafa margir enga reynslu af því að vinna og kunna í raun ekkert að vinna áður en þau koma í vinnuskólann. En þetta er ekki vegna þess ung- lingarnir eru latari en áður, held- ur mega þau bara ekkert gera leng- ur. Það má ekki láta börn og ung- linga vinna eins og áður fyrr og það vegna reglna sem settar eru af okk- ur fullorðna fólkinu. Umræðan um lata unglinga á því í raun ekkert rétt á sér,“ segir Einar ákveðinn. Hann segir einnig að langflestir sem hafa unnið hjá honum séu duglegir og vilji vinna. Vinnuskólinn mikil- vægur vinnustaður Að sögn Einars er vinnuskól- inn ekki aðeins ætlaður til að sjá ungmennum fyrir vinnu held- ur er hann mikilvægur fyrir alla bæjarbúa. „Ég held að bæjarbú- ar geti allir verið sammála um að vinnuskólarnir séu mikilvægir fyr- ir bæina. Unglingarnir sjá um að halda bænum fínum, hugsa um öll grænu svæðin og aðstoða við garð- vinnu hjá þeim sem geta ekki sinnt sínum görðum sjálfir. Það er líka mikilvægt að sjá ungmennum fyr- ir smá vinnu yfir sumarið. Í vinnu- skólanum læra unglingarnir að vinna og er vinnuskólinn því mik- ilvægur fyrir þá sem hafa litla eða enga reynslu af vinnu. Svo er þetta skemmtileg vinna, mikil útivera og mikilvægur félagsskapur fyrir alla þessa unglinga,“ segir Einar að engingu. arg Hefur séð um vinnuskólann í ríflega þrjá áratugi Einar Skúlason hefur séð um vinnuskólann á Akranesi frá árinu 1987. Ungmenni á Akranesi eru komin til starfa í vinnuskólanum og vinni nú hörðum höndum við að fegra umhverfið í bænum. Heilbrigðisstofnun Vesturlands er rekin á átta starfsstöðvum um Vest- urland og húsnæðið sem tilheyrir stofnuninni er alls um 20.000 fer- metrar. Það er því alltaf nóg að gera hjá Halldóri Hallgrímssyni og sam- starfsfélögum hans sem sjá um allt almennt viðhald á húsnæði, lóð- um og búnaði stofnunarinnar víðs- vegar um Vesturland. Blaðamaður Skessuhorns leit inn á HVE á Akra- nesi og ræddi þar við Halldór um starfið og þær framkvæmdir sem framundan eru á húsnæði stofnun- arinnar á næstu mánuðum. Halldór hefur verið deildarstjóri húsnæðis og tækja á HVE frá árinu 2000 en hann hefur unnið hjá stofnuninni frá árinu 1985 og segir að á þeim tíma hafi margt breyst. Stærsta og jafnframt jákvæðasta breytingin segir hann hafa verið þegar rekstr- arfyrirkomulagi stofnunarinnar var breytt um aldamótin. „Nú er fyrir- komulagið með þeim hætti að HVE greiðir Ríkiseignum leigu fyrir af- not af húsnæði HVE og Ríkiseignir viðhalda húsnæðinu í samvinnu við stjórnendur HVE. Það er því allt- af ákveðið hlutfall af leiguverði sem fer í að halda við byggingum og ráðast í mikilvægar framkvæmdir á hverjum stað. Áður var allur rekst- ur stofnunarinnar inni í fjárlögum og þá var alltaf fyrst skorið niður í öllu viðhaldi og því margt sem sat á hakanum,“ segir Halldór. Framundan að taka tvær deildir í gegn Halldór segir að alltaf sé nóg að gera í almennu viðhaldi en þegar stærri verk eru unnin eru fengnir verktakar. „Við erum þrír að sinna þessu hér á Akranesi og það er allt- af nóg að gera. Auk þess að sjá um að halda öllu fínu og í góðu lagi sinnum við líka sjúkraflutningum ásamt þeim sem sjá um tölvukerfi stofnunarinnar. Þegar stærri fram- kvæmdir eru við húsnæði stofnun- arinnar koma verktakar og núna eru einmitt verktakar að vinna að end- urnýjun loftræstikerfisins á skurð- stofunum,“ segir Halldór og held- ur áfram. „Síðustu ár hefur margt verið lagað. Í fyrra var sjúkrahúsið hér á Akranesi tekið í gegn að utan, klætt og skipt um þak. Á þessu ári verður vonandi byrjað á endurbót- um á A og B deildum sjúkrahússins, sem er fyrir löngu tímabært. Verk- ið verður að vinna í áföngum því ekki er hægt að loka starfseminni á meðan heldur verður að vinna að endurbótum án þess að loka. Það á einnig að fara að skipta um þak á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík.“ B deild verður þó lokað í fáeinar vik- ur í sumar þegar gólfið verður allt tekið í gegn en deildin er öll upp- runaleg frá árinu 1968. Þurfa skýli fyrir sjúkrabílana „Það er mikilvægt að hugsa vel um húseignirnar, ekki bara þannig að þær séu brúkhæfar heldur líka til að hafa umhverfið fallegt og snyrti- legt. Fólk vill hafa notalegt í kring- um sig og það er sérstaklega mik- ilvægt á heilbrigðisstofnun,“ seg- ir Halldór og bætir því við að þó byggingar HVE séu í góðu ástandi sé margt sem mætti gera betur. „Það sem helst mætti bæta væri að- staða sjúkrabílanna. Hér á Akranesi er ekkert skýli fyrir sjúkrabíla og getum við því ekki hlíft sjúklingum fyrir veðrinu þegar við færum þá úr bílnum inn í hús. Bílastæðið fyr- ir sjúkrabílana er líka svo gott sem ónýtt,“ segir hann. Fyrir fáeinum árum fengust 30 milljónir króna í fjárveitingu frá ríkinu til að byggja skýli fyrir bílana en þá vantar enn 10 milljónir. „Það er búið að teikna upp skýlið og gera kostnaðaráætl- un en til að hægt sé að hefja fram- kvæmdir vantar 10 milljónir uppá. Við höldum áfram á hverju ári að pressa á að fá það sem vantar uppá og vonandi er ekki langt í það,“ segir Halldór Sér um að flytja blóðsýni Eins og fyrr segir sinnir Halldór einnig sjúkraflutningum en núna á vormánuðum bættust við blóð- sýnaflutningar milli starfsstöðva en um er að ræða sex mánaða tilrauna- verkefni. Í stað þess að blóðsýni frá öðrum starfsstöðvum í landshlut- anum séu flutt með póstinum sér viðhaldsteymið um að sækja blóð- sýni tvisvar til þrisvar sinnum í viku á allar starfsstöðvar. „Við sem sinn- um viðhaldinu og sjúkraflutningi förum vestur á Hvammstanga og í Dali tvisvar í viku og á Snæfellsnes tvisvar í viku og komum þá einnig alltaf við í Borgarnesi. Með þessu er flutningur blóðsýna mun hrað- ari og skilvirkari en áður,“ segir Halldór. „Nú er hægt að láta taka blóðsýni snemma morguns á starfs- stöðvum okkar á öllu Vesturlandi og fá niðurstöður sendar um klukk- an fjögur sama dag. Það er mikill munur frá því sem áður var,“ seg- ir Halldór. arg Mikilvægt að hafa snyrtilegt umhverfi og sinna viðhaldi eigna Heilbrigðisstofnun Vesturlands er rekin í um tuttugu þúsund fermetrum húsnæðis Halldór Hallgrímsson er einn þeirra sem sér til þess að húsnæði og umhverfi HVE sé í góðu standi. Hér er hann á verkstæði í kjallara sjúkrahússins. Hér má sjá aðkomu sjúkrabílanna við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Tíu milljónir króna vantar uppá til að hægt verði að byggja nýtt móttökurými fyrir bílana. Það er mikið lagt upp úr því að halda umhverfinu fínu í kringum starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Á þessari mynd má sjá hvernig um er að litast í kringum sjúkrahúsið á Akranesi. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.