Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 2018 23 GAMLI SKÓLI YNDISGARÐAR SKÓLA- STJÓRAHÚS F R Ú A R G A R Ð U R HALLDÓRSFJÓS SKEMMAN KAFFIHÚS GRUNNSKÓLI ENGJAR LANDBÚNAÐARSAFN B Ú T Æ K N I- H Ú S GAMLA-BÚT HVANNEYRI PUB ULLARSEL BÓKALOFTIÐ LEIKFIMIHÚS MARKAÐUR HVANNEYRARHÁTÍÐ 7.júlí KL. 13.30 - 17 # HVANNEYRARHATID / NÁNARI DAGSKRÁ Á FACEBOOK 100 ÁRA AFMÆLI DRÁTTARVÉLARINNAR Á ÍSLANDI í umsjón Fergusonfélagsins / Útgáfa bókarinnar ,,ÍSLENSKIR HEYSKAPARHÆTTIR” eftir Bjarna Guðmundsson / LAUFEY ÍSGERÐ mætir á svæðið / Josefina Morell LISTASÝNING / Bókin ,,GRASNYTJAR Á ÍSLANDI” kynnt / Sýningin ,,KONUR Í LANDBÚNAÐI Í 100 ÁR” opnuð / REYNIR HAUKSSON, flamenco gítarleikari, spilar / Sýning á ÍSLENSKUM LANDNÁMSHÆNUM / Kynnist YNDISGÖRÐUM OG BÝFLUGNARÆKT / Ferðir á heyvagni / FRÍ ANDLITSMÁLUN fyrir börnin / VEITINGASALA OG MARKAÐUR á gömlu Hvanneyrartorfunni / Frítt í LANDBÚNAÐARSAFN ÍSLANDS / ULLARSELIÐ og BÓKALOFTIÐ opið / og fleira / Allir velkomnir! landsmót hestamanna hófst á sunnudaginn á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Keppni hófst á forkeppni í barnaflokki og fylgdu hinir flokkarnir hver á fætur öðr- um en forkeppni lauk í gær. Vest- lendingar hafa staðið sig ágætlega það sem af er móti. Kolbrún Katla Halldórsdóttir á Sigurrós frá Söð- ulsholti komst í milliriðil í barna- flokki en hún keppir fyrir Borg- firðing. Þrír Vestlendingar komust í milliriðil í ungmennaflokki, all- ir frá Borgfirðingi, Þorgeir Ólafs- son og Hlynur frá Haukatungu Syðri, Máni Hilmarsson og lís- bet frá Borgarnesi og Húni Hilm- arsson og Neisti frá Grindavík. Þá fóru þrír hestar af Vesturlandi upp úr forkeppni í B-flokki, Stegg- ur frá Hrísdal setinn af Siguroddi Péturssyni frá Snæfellingi, Þjóstur frá Hesti setinn af Valdís Ýr Ólafs- dóttir frá Borgfirðingi og Arna frá Skipaskaga með knapann Sigurður Sigurðsson frá Dreyra. Einnig fara þrír hestar af Vest- urlandi í milliriðla í A-flokki, en forkeppni lauk síðdegis í gær. Það eru: Atlas frá lýsuhóli og Jóhann Ragnarsson frá Snæfellingi, Sproti frá Innri Skeljabrekku og Gústaf Ásgeir Hinriksson frá Borgfirð- ingi auk þeirra Goða frá Bjarnar- höfn og Hans Þórs Hilmarssonar frá Snæfellingi. arg Landsmót hestamanna fer vel af stað Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sigurrós. Ljósm. Ólafur Ingi Ólafsson. Töluverðar framkvæmdir eiga sér nú stað í Sundlaug Borgarness. Búið er að skafa upp allt lag innan úr vaðlauginni og setja upp stórt og mikið tjald til að halda rigningunni frá framkvæmdasvæðinu. Stefnt er að því að leggja nýtt undirlag í vik- unni og að framkvæmdir klárist eft- ir tvær vikur. Að auki hefur fiski- karinu sem hefur verið svo vinsælt og notað til að kæla sig niður ver- ið skipt út. Búið er að steypa lítinn blett undir nýtt kar og tengja vatns- lögn við þannig ekki er lengur þörf á að fylla karið með vatnsslöngu. Því næst er búið að koma fyrir úti sauna, viðar tunnu til hliðar á gras- blettinum þvert á móti rennibraut- arlauginni sem setur svip sinn á svæðið. Saunan er nú opin sund- laugargestum. glh Framkvæmdir við Sundlaug Borgarness Nýja saunan er komin í gagnið. Framkvæmdir einkenna sundlaugarsvæðið í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.