Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 2018 25 Nemendur úr Tónslistarskóla Akraness skipta með sér vikum í sumar og spila lifandi tónlist í Akranesvita á Breiðinni. Nemend- urnir sem spila hverju sinni fá þá að taka sér pásu frá vinnuskóla- störfum og fara í staðinn eftir há- degi og spila í Vitanum frá klukk- an 13 til 16 fyrir gesti og gang- andi. Vikuna 25.-29. júní voru þær Guðrún Karítas Guðmunds- dóttir og Hekla María Arnardótt- ir sem tóku vaktina í vitanum og sögðu þær þetta vera skemmtileg tilbreytingu. glh Lifandi tónlist flutt í Akranesvita Guðrún Karítas söng og Hekla María spilaði undir á gítar fyrir gesti Akranesvita. Einstakt, hlýlegt og notalegt, eru orð sem fólk á faraldsfæti hefur notað til að lýsa stemningunni í Blómasetrinu Kaffi Kyrrð í Borg- arnesi. Nú hafa töluverðar breyt- ingar orðið á rekstrinum og kíkti blaðamaður í heimsókn til að taka stöðuna. Þegar komið var á stað- inn tók við hlýlegt og notalegt um- hverfi, akkúrat staður til að leita skjóls fyrir þrálátri rigningunni. Þægileg tónlist hljómaði um kaffi- húsið og sjá mátti gestina hafa það huggulegt í hverju horni með heitt kaffi og kruðerí. Í rekstri síðan 2006 Svava Víglundsdóttir tók við rekstri Blómabúðar Dóru árið 2006 og rekur það með eiginmanni sínum Unnsteini og dóttur sinni Katrínu Huld. Þegar þau tóku við var búð- in staðsett í Hyrnutorgi við Borg- arbraut og lausasala blóma helsta söluvaran ásamt tilheyrandi gjafa- vörum. Árið 2012 flytur Svava reksturinn í húsnæði að Skúlagötu 13 þar sem skartgripabúðin Kristý var til húsa í mörg ár. „Ég sá strax möguleikana sem voru í boði þeg- ar við fluttum á Skúlagötuna. Við vildum nýta húsnæðið vel þann- ig að ári eftir að við fluttum byrj- uðum við með Kaffi Kyrrð og svo gistiaðstöðu á efri hæð hússins,“ segir Svava sem er með margra ára reynslu í þjónustugeiranum. Hún vann til að mynda í tvo ára- tugi sem hótelstjóri á Vopnafirði, rak veiðihúsið við Selá og í tíu ár sá hún um veiðihúsið við Hauka- dalsá. „Í dag hefur gistiaðstaðan dafnað. Það er gistipláss fyrir allt að 30 manns hjá okkur í þremur íbúðarhúsum. Þetta er allt mjög heimilislegt og við leggjum mikla áherslu á að fólki líði eins og það sé heima hjá sér á meðan það dvel- ur hjá okkur.“ Lausasölu blóma hætt Mikil vinna og ábyrgð fylgir rekstri sem Blómsetrinu og ávallt að mörgu að huga. „Til þess að svona rekstur gangi þarf sterkar stoð- ir og gott starfsfólk og hef ég ver- ið þeirrar gæfu njótandi að hafa,“ segir Svava. Um áramótin hrjáðu mjög erfið veikindi fjölskylduna sem vakti Svövu til umhugsun- ar um endurskoðun á rekstrinum. „Þetta var erfiður tími hjá okk- ur og þá sannaðist hversu mikils virði mannauður er. Katrín hefur verið með mér í rekstri síðan hún var fjögurra ára gömul og gat hún gripið inn í þar sem hún er hægri hönd mín og þekkir alla innviði fyrirtækisins. Þetta var líka tími sem fékk mig til að staldra aðeins við og hugsa. Ég tók þá ákvörð- um í janúar að hætta með lausa- sölu blóma eða blómabúðina í þeirri mynd eins og hún var. Þetta var ekki auðveld ákvörðun né tek- in í flýti en þetta var nauðsynlegt til að minnka álagið,“ segir Svava. Þó svo að lausasala blóma sé hætt þá munu þau halda áfram að veita þjónustu fyrir jarðarfarir og brúð- kaup. Einnig verður hægt að kaupa smá gjafavörur og pottablóm. Enginn dagur eins Svövu þykir afskaplega gaman í vinnunni og segir engan dag eins. „Það er svo gaman að hitta fólk- ið sem kemur hingað í heimsókn til okkar. Markmið okkar hérna á Blómasetrinu – Kaffi Kyrrð er að skapa rými þar sem fólk get- ur fundið ró, kyrrð og vellíðan og gangi út með gleði og ró í hjarta og huga,“ segir Svava að endingu. glh Blómasetrið – Kaffi Kyrrð í Borgarnesi breytir til Svava Víglundsdóttir rekur Blómasetrið Kaffi Kyrrð ásamt fjölskyldu sinni. Hjá Blómasetrinu er gistiaðstaða fyrir 30 manns. Gestir geta pantað sér kaffi og léttar veitingar. Veggskreytingar eru margar og mis- munandi á Kaffi Kyrrð. Rýmið þar sem blómasalan var er nú orðin hugguleg stofa. Hér má sjá gesti skemmta sér yfir spili.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.