Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201822 mann. „Hóað saman tveimur stelp- um með þér og þá getið þið tek- ið þátt í körfubolta, þrjá á þrjá. Þú gætir líka farið með vinkonum þín- um og keppt í brennó. Maður þarf ekki að skrá sig undir neinu félagi eða vera á vegum neins félags,“ seg- ir Sigurður og segir þessar breyting- ar vera í takti við samfélagið í dag. „Hin landsmótin voru aðeins far- in að dala og það var kominn tími á breytingar. Eina sem gæti reynst erfitt er að ná uppi liðsstemningu eins og í gamla daga þar sem allir voru eins klæddir sínum liðsbún- ingum. Ég ætla að gera mitt besta til að ná fólki í galla og er vongóður að það takist.“ Þurfum að vera í takti við tímann Fjölmargar greinar verður hægt að taka þátt í sem og sterku frjáls- íþróttamóti. Eins hittir þannig á að landsmót 50+ verður haldið sömu helgi en það mót er árlegt. „Þetta verður bara íþróttaveisla, geggj- að stuð og gaman. Þú þarft ekki að vera hörð keppnismanneskja til að taka þátt heldur. Það verður nán- ast allt sem þú getur ímyndað þér í boði og allir ættu að finna sér eitt- hvað við hæfi.“ En eru þessar breytingar til bóta, spyr blaðamaður. „Mér finnst breytingarnar frábærar og þess virði að prófa þetta,” sva- rar Sigurður. „Tímarnir eru að breytast aðeins og við þurfum að vera í takti við það sem er að ger- ast í þjóðfélaginu. Fólk er mikið farið að hreyfa sig sjálft. Það er til dæmis hægt að finna skokkhópa úti um allt. Auðvitað er líka gaman að hafa keppnina fyrir þá sem vil- ja en það eru svo margir sem vil- ja ekki fara í keppnina heldur bara njóta og skemmta sér. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir hann að endingu. glh Freisting vikunnar Ég ákvað að gera glaðan dag í vinnunni síðastliðinn föstu- dag þar sem ég var nú á leiðinni í sumarfrí. Ég skellti í rabbarbar- apæ sem sló svona rækilega í gegn meðal samstarfsfólksins. Mig hef- ur lengi langað að baka rabbar- barapæ núna í sumar frekar en að gera sultu úr allri uppsker- unni eins og öll hin árin. Rabbar- barinn gónir á mig í hvert skipti sem ég horfi út um gluggann hjá mér og hann er jafnvel vaxinn mér upp fyrir höfuð. Ég dreif mig því út í garð og tók tvo stóra stöngla og henti í eina köku fyrir vinnu- félagana. Hún heppnaðist svona einstaklega vel og ég sé sko ekki eftir því og mun gera hana fljótt aftur þegar ég býð vínkonunum í kaffi. Ég bar hana fram með van- illuís og karmellusósu sem vakti mikla lukku. Innihald: 350-400 gr rabbarbari (skolaður og skorinn í bita) ½ dl. hveiti 2 egg 2 dl. sykur Botn: 100 gr smjör (við stofuhita) 2 dl. púðursykur 1½ dl. hveiti Hálfur poki af súkkulaðispæni (dökku) Aðferð: Hrærið eggjum, sykri og hveiti saman. Blandið svo rabbarbaran- um saman við og setjið í smurt eldfast mót sem er ca. 23 cm. Hnoðið næst púðursykri, hveiti og smjörinu saman þangað til að það er orðið þétt og setjið helm- inginn af deiginu á botninn á eld- fasta mótinu. Bætið næst rabbab- arapæinu við, stráið svo súkkulað- ispænunum yfir og setjið svo hinn helminginn af deiginu yfir. Þetta fer svo inn í ofn í 40 mín á 190° og blæstri. Berið fram volgt með van- illuís og karamellusósu. Verði ykkur að góðu og njótið! Kær kveðja, Hrafnhildur Harðardóttir Rabbarbarapæ love island eru þættir sem eru í gangi á sjónvarpsstöðinni itv2 í Bretlandi og njóta gríðarlegra vin- sælda. Í þáttunum biður fólk um að fara eða er beðið af sjónvarpsstöð- inni að mæta. Valdar eru sex stelp- ur og sex strákar og þurfa þau að framkvæma allskyns þrautir sem gera stelpurnar og strákana ann- að hvort nánari - eða mikla óvini. Í fyrsta skiptið sem þau komu í húsið velur strákur eina stelpu sem hann vill vera með en í hverri viku gerist eithvað óvænt og það er það sem gerir þennan þátt svo skemmtileg- an. Maður veit aldrei hvað gerist næst. Þetta er raunveruleikaþátt- ur sem þýðir að ef að þátttakend- ur finna engan til að vera með eiga þeir á hættu að verða sendir heim. Þættirnir eru teknir upp á Malla- orka á Spáni og gerir það þá enn skemmtilegri. Meðal þátttakenda í ár eru meðal annars læknir, raf- virki og lögfræðingur. Tvímæla- laust skemmtilegir þættir fyrir ungt fólk. bbm Love Island sýndir á itv2 landsmót UMFÍ fer fram dagana 12.-15. júlí á Sauðárkróki í Skaga- firði og verður talsvert annar brag- ur á mótinu í ár. Skessuhorn setti sig í samband við Sigurð Guð- mundsson, sem tók við sem fram- kvæmdastjóri UMSB fyrr á þessu ári, á skrifstofu hans í Borgarnesi. Hann er fenginn að segja frá þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á mótinu. „Ég vann hjá Ungmenna- félagi Íslands í nokkuð mörg ár og þekki landsmótið vel. Ég tók sjálf- ur þátt í mörgum mótum þar sem sundið var mín aðal íþrótt,“ segir Sigurður og minnist þess að lands- mótið árið 1997 sem haldið var í Borgarnesi hafi verið hans uppá- halds mót en það ár var hlaupa- brautin og sundlaugin tekin í gagn- ið þar í bæ. Nú verður landsmótið með breyttu sniði og mótið eins og það þekkist heyrir sögunni til. „landsmótið hefur alltaf einken- nst af stigakeppni milli félaga. Nú er búið að þurrka þá keppni út. Þess í stað verður mótið meira eins og Unglingalandsmótið sem fer fram ár hvert um Verslunarmannahel- gi.“ Hver sem er getur tekið þátt Með breytingunum er UMFÍ að hvetja alla einstaklinga til að taka þátt en ekki bara keppnisfólk þó vissulega sé keppni einnig að finna í dagskránni. „Þú gætir til dæmis,“ segir Sigurður og bendir á blaða- Landsmót UMFÍ hefur tekið breytingum í tímans rás Keppnishópur UMSB á unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2010. Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB, við hlaupabrautina í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.