Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagakonur áttu frábæran dag þegar þær tóku á móti Sindra á Akranes- velli í Inkasso-deild kvenna síðast- liðinn fimmtudag. ÍA gerði sér lít- ið fyrir og skoraði ellefu mörk gegn gestunum sem verma botnsætið í deildinni. ljóst var í upphafi leiks að mikilvægt var fyrir heimamenn að tryggja þrjú stig til að halda sér í toppbaráttunni. Það var Unnur Ýr Haraldsdóttir sem skoraði tvö mörk stuttu eftir að leikurinn hófst og setti þannig tón- inn á markaveislunni sem framundan var. Alls gerði Unnur Ýr fimm mörk í leiknum. Þær stúlkur sem einnig lögðu boltann í netið voru Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, Maren leós- dóttir, Erla Karítas Jóhannesdóttir og svo Bergdís Fanney Einarsdóttir með tvö. Sindri átti engin svör gegn sóknarleik þeirra gulu og lokatöl- ur því 11-0. Með sigrinum batt ÍA enda á þriggja leikja taprunu sína. Skagakonur eru í fjórða sæti deildarinnar, jafnmörg stiga og Fylkir sem er í þriðja sæti þegar sjö umferðir eru búnar og hefur Vestur- landsliðið góða möguleika á að setja sig í baráttu með efstu liðum. Kefla- vík trónir á toppnum með 13 stig, jafnmörg stiga og Haukar. glh Markaveisla á Akranesvelli ÍA stúlkur tóku Sindra í kennslustund. Ljósm/ aðsend. Síðastliðinn laugardag fór Snæ- fellsjökulhlaupið fram í áttunda sinn. Hlaupnir eru 22 kílómetr- ar frá Arnarstapa yfir Jökulháls og endað í Ólafsvík. Keppendur voru að þessu sinn 164 og hefur fjöldi þeirra aukist mikið frá því það var haldið í fyrsta skiptið, en þá voru keppendur 50. Á síðasta ári var reyndar metfjöldi þegar 211 hlaup- arar þreyttu þessa þolraun. Úrslit nú urðu þau að í fyrsta sæti karla varð Ingvi Hjartarson sem hljóp á tímanum 1,37,03. Í kvennaflokki sigraði Helena Ólafsdóttir á tíman- um 2,01,35. af Snæfellsjökulshlaupið var á laugardaginn Hlaupaleiðin er erfið og mikið um brekkur, lausamöl og á leiðinni var m.a. fimm kílómetra snjóskafl sem hlaupa þurfti yfir. Ari Bjarnarson tannlæknir í Ólafsvík kemur hér í mark. Keppendur kæla þreytta fætur eftir hlaupið í Bæjargilinu. Ingvi Hjartarson sigurvegari í karla- flokki með verðlaun sín. Víkingur Ólafsvík tók á móti ÍA í Vesturlandsslag í níundu umferð In- kassodeildarinnar í fótbolta á föstu- daginn. leikurinn var spilaður á nýja gervigrasvellinum í Ólafsvík. Hátt spennustig einkenndi leik liðanna og mikil barátta var í mönn- um. Það var Alexander Helgi Sig- urðsson sem kom heimamönnum yfir þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leik þegar hann smellhitti boltann af löngu færi og dúndraði honum yfir markvörð ÍA og í möskv- ana. Þrátt fyrir að spila fallega knatt- spyrnu gekk ekki vel hjá gestunum að setja boltann í markið og vantaði oft herslumuninn á lokasendinguna inn fyrir vörn heimamanna. Víkingur byrjaði seinni hálfleik af krafti en margt var þó keimlíkt með þeim fyrri. Það var svo á 78. mínútu að Víkingsmenn bættu stöðu sína þegar löng sending kom inn fyrir vörn Skagamanna þar sem Gonzalo Zamorano tók við boltanum og vipp- aði yfir Árna Snæ Ólafsson markvörð ÍA. Töluverður pirringur varð milli manna og fóru gulu spjöldin á loft. Gestirnir sýndu þó neista á lokamín- útum leiksins og það var á fimmtu mínútu uppbótartímans sem Stein- ar Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir þá gulklæddu í 2-1 en það var ekki nóg og sigur Ólafsvíkur Víkings staðreynd. Með sigrinum hleypti Víking- ur mikilli spennu í toppbaráttuna í deildinni, blandar sér af þunga í keppni HK og ÍA á toppnum, en aðeins munar tveimur stigum á HK í efsta sæti og Víkings í 3. sætinu í deildinni. glh/ Ljósm. af. Víkingur hafði betur í Vesturlandsslagnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.