Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 2018 21 Tæplega sex kílómetra langur hluti þjóðvegarins um Saurbæ í Dölum er nú að taka stakkaskiptum. Þar vinn- ur Borgarverk í Borgarnesi á 5,7 km vegarkafla, en fyrirtækið átti lægsta tilboð af fimm í verkið, 178 milljón- ir króna. Vegurinn er breikkaður frá Brekku að Skriðulandi, blindhæð- ir teknar niður og vegaxlir jafnað- ar. Byrjað var á verkinu í nóvember á síðasta ári og eru verklok áætluð í lok ágúst. mm Endurbyggja sex kílómetra vegkafla í Saurbæ Á mánudaginn komu Skaga- menn og stuðningsmenn ÍA sam- an í hátíðarsalnum á Jaðarsbökk- um og perluðu armbönd til styrkt- ar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur þeirra. Há- tíðarsalurinn var þétt setinn strax frá fyrstu mínútu en alls tóku um 200 manns á öllum aldri þátt í við- burðinum. Allir voru mjög ein- beittir við perlið enda Perlubikar- inn svokallaði í húfi, en hann hlýt- ur það íþróttafélag eða sveitarfélag sem perlar flest armbönd á innan við fjórum klukkustundum. Skaga- menn perluðu samtals 2.041 arm- band en dugði það því miður ekki til að slá Sunnlendingum við sem tróna á toppnum með 2.308 arm- bönd. Skagamenn sitja því í þriðja sæti á eftir Akureyringum sem perl- uðu 2.302 armbönd og enn eiga nokkur íþróttafélög eftir að reyna við bikarinn. Armböndin sem um ræðir eru perluð í fánalitunum og eru með áletruninni „lífið er núna“ og eru seld til styrktar Krafti. Hægt er að kaupa armböndin á vefsíðu Krafts www.kraftur.org, í Útilíf, Errea, Jóa Útherja og Ölveri. arg Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan fór fram á Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsinu, síðast- liðinn laugardag. Á Eldfjallasafninu hélt Karl Aspelund prófessor við Rhode Island háskóla í Bandaríkj- unum, fyrirlestur um Sigurð málara og tengsl hans við íslensku þjóð- búningana. Að fyrirlestri loknum var gestum í þjóðbúningum boðið upp á kaffi og pönnukökur í Norska húsinu, þar sem Heimilisiðnaðarfé- lag Íslands kynnti einnig starfsemi sína. Hópur gesta heimsótti svo íbúa á dvalarheimilinu. Spilmenn Ríkínís héldu að lokum tónleika í gömlu kirkjunni. Viðfangsefni Spil- manna hefur verið flutningur tón- listar úr gömlum íslenskum bókum og handritum með hljóðfærum sem vitað er að til voru á Íslandi fyrr á öldum. En á tónleikunum var með- al annars spilað á langspil, sinfón, hörpu og hrútshorn sem búið var að breyta í flautu. arg Þjóðbúningahátíð haldin í Stykkishólmi Fríður hópur fólks klæddi sig upp í þjóðbúninga í tilefni dagsins. Ljósm. Heimir Hoffritz. Þessar tvær tóku sig vel út í þjóðbúningunum. Ljósm. Heimir Hoffritz. Gestum í þjóðbúningum var boðið upp á kaffi og pönnukökur í Norska húsinu. Ljósm. sá. Skagamenn sýndu Krafti stuðning í verki Um 200 manns mættu til að perla til styrktar Krafti. Þessi lagði sitt af mörkum til að ná Perlubikarnum upp á Skaga. Armböndin þarf að perla eftir kúnstarinnar reglum og þessi einbeitta stúlka var með þetta á hreinu. Bæði fullorðnir og börn áttu góða stund saman að perla fyrir gott málefni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.