Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 20188 Leiðrétting Í síðasta tölublaði birtist frétt um mann sem fallið hafði af hestbaki og kalla þurfti út þyrlu landhelg- isgæslu Íslands til að sækja hann. Í fréttinni segir að maðurinn hafi verið í Borgarfirði þegar hann féll af baki en sú staðsetning var röng og byggði á upplýsingum lG. Hið rétta er að slysið átti sér stað í Eyja- og Miklaholtshreppi. leið- réttist það hér með. -arg Mótframlag atvinnu- rekenda hækkar LANDIÐ: Síðasti áfangi hækkun- ar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almenn- um vinnumarkaði kom til fram- kvæmda 1. júlí síðastliðinn, en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótfram- lag atvinnurekenda. Atvinnurek- enda greiðir hækkað mótframlag til þess lífeyrissjóðs sem skyldu- iðgjaldið er greitt til en sjóðfélag- ar geta nú sjálfir ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í til- greindan séreignarsparnað með samningi við lífeyrissjóð eða nýtt það til að auka tryggingavernd sína til örorkulífeyris og ævilangs ellilífeyris í samtryggingu. Hækk- un mótframlags atvinnurekenda byggir á kjarasamningum aðildar- félaga ASÍ og SA frá janúar 2016 en þá var samið um 3,5% hækk- un á mótframlagi atvinnurekanda í lífeyrissjóð sem tók gildi í þrem- ur áföngum á árunum 2016-2018. -mm Annir í útköllum VESTURLAND: Björgunar- sveitarfólk af Vesturlandi fór í tvö aðskilin útköll síðastliðinn sunnu- dag. Upp úr hádegi fóru félagar úr lífsbjörgu í Snæfellsbæ til aðstoð- ar sjúkraflutningamönnum, en slys tengt hestamennsku hafði orðið við Ingjaldshól og þurfti aðstoð við að koma slösuðum í sjúkrabíl. Síðdegis sama dag var svo Björg- unarfélag Akraness kallað út til aðstoðar erlendri konu sem slas- ast hafði á fæti ofarlega við fossinn Glym í Hvalfirði. Hópur björg- unarsveitafólks ásamt sjúkraflutn- ingamönnum frá Akranesi hélt til aðstoðar við flutning á hinni slös- uðu í sjúkrabíl á bílastæði að foss- inum, en leiðin er eins og kunnugt er torfær og seinfarin. -mm Skipuð vegamálastjóri LANDIÐ: Berg- þóra Þorkelsdótt- ir hefur verið skip- uð forstjóri Vega- gerðarinnar frá og með næstu mán- aðamótum, en starfsheitið hefur jafnan verið vegamálastjóri. Berg- þóra hefur lokið námi í markaðs- fræði, rekstrar- og viðskiptafræði sem og dýralækningum. Ekki var gerð krafa um verkfræðimenntun eða sambærilega menntun, þegar starfið var auglýst. Stundin greindi frá því að Sigurður Ingi Jóhanns- son samgönguráðherra hafi sagt sig frá ráðningu forstjóra Vega- gerðarinnar sökum tengsla við einn umsækjandann, en Bergþóra stundaði á sínum tíma dýralækn- anám í sama skóla og Sigurður Ingi. lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra var því settur ráð- herra í málinu. 25 sóttu um starfið og voru fjórir þeirra taldir komið til greina. -mm Stefnt fyrir félagsdóm VLFA: lögmaður Verka- lýðsfélags Akraness undir- býr stefnu á Kristján lofts- son forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum fyr- irtækisins á nýhafinni hval- veiðivertíð að vera í Verka- lýðsfélagi Akraness. Frá þessu er greint á vef félags- ins og sagt að stefnan verði lögð fram í byrjun þessar- ar viku. Eins og fram hef- ur komið í fréttum þá hefur Kristján meinað starfsmönn- um sínum að vera í Verka- lýðsfélagi Akraness og seg- ist muni greiða öll iðgjöld til Stéttarfélags Vesturlands. „Eins og einnig hefur komið fram þá er þessi aðgerð for- stjórans gróf hefndaraðgerð vegna þess að Verkalýðs- félag Akraness stefndi Hval hf. árið 2016 fyrir dómstóla vegna brota á ráðningar- samningi og kjarasamningi,“ segir á vef VlFA. Þá segir að það liggi fyrir að þessi krafa Hvals hf. sé brot á 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur en samkvæmt því ákvæði er atvinnurekend- um óheimilt að hafa áhrif á félagsaðild og stjórnmála- skoðanir starfsmanna sinna. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 23.-29. júní. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 13 bátar. Heildarlöndun:11.153 kg. Mestur afli: Glódís AK: 1.542 kg í tveimur löndun- um. Arnarstapi: 8 bátar. Heildarlöndun: 46.800 kg. Mestur afli: Bárður SH: 34.951 kg í sex löndunum. Grundarfjörður: 18 bátar. Heildarlöndun: 185.640 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.964 kg í einni löndun. Ólafsvík: 30 bátar. Heildarlöndun: 128.922 kg. Mestur afli: Guðmund- ur Jensson SH: 44.245 kg í þremur löndunum. Rif: 25 bátar. Heildarlöndun: 139.642 kg. Mestur afli: Rifnes SH: 54.163 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 26 bátar. Heildarlöndun: 74.319 kg. Mestur afli: Fúsi SH: 7.039 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 67.964 kg. 27. júní. 2. Rifsnes SH – RIF: 54.163 kg. 25. júní. 3. Tjaldur SH – RIF: 51.368 kg. 24. júní. 4. Helgi SH – GRU: 46.222 kg. 25. júní. 5. Steinunn SF – GRU: 45.481 kg. 28. júní -arg „Það þýðir ekkert annað en að nýta hvert tækifæri sem gefst,“ sagði Þor- grímur Einar Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum í Dölum, þegar blaða- maður hitti hann úti á túni á mið- vikudaginn í síðustu viku við hey- skap. Tíð hefur verið afar óhagstæð til heyskapar um vestanvert landið það sem af er sumri, en Þorgrímur hefur gjörnýtt þá tvo daga sem hang- ið hefur þurrir fram að þessu; mið- vikudagana 20. og 27. júní. Sama á við um marga fleiri bændur í lands- hlutanum. Það er vakað yfir veður- útliti og hvert tækifæri nýtt. „Þrátt fyrir að jörðin sé rök borg- ar sig að slá strax og útlit er fyrir þurran dag daginn eftir. Ég er hætt- ur að snúa heyinu, er með knosara á sláttuvélinni, slæ að kvöldi, garða svo daginn eftir og bind um kvöld- ið.“ Þetta tókst vel því um miðnætti sama kvöld, þegar ekið var að nýju um Miðdalina, var Þorgrímur búinn að rúlla heyinu og pakka. mm Glennurnar nýttar til hins ítrasta Flutningaskipið Rouchefort kom til Rifshafnar á mánudagskvöld- ið og lóðsaði björgunarbátur- inn Björg skipið síðasta spölinn til hafnar. Nokkrir dagar eru síð- an lokið var við að rífa stóra vatns- verksmiðjuhúsið í Rifi. Kom skipið til þess að sækja límtrésbitana sem þjónuðu sem burðarvirki hússins en það var svo stórt að ekki var hægt að flytja það í burtu á bílum. Rouchefort er hollenskt flutninga- skip sem er 80 metra langt og 12 metra breitt. Byrjað var að rífa vatnsverk- smiðjuhúsið í byrjun maí en eig- andi þess er fyrirtækið Móabyggð í Reykjavík. Húsið er um 7200 fer- metrar að flatarmáli og var á sinni tíð byggt af félaginu Iceland Gla- cier Product. Eins og kunnugt er fór vatnsátöppun aldrei fram í hús- inu. Félagið sem stóð fyrir bygg- ingu hússins og væntanlegum vatnsútflutningi fór í þrot og húsið á uppboð í framhaldi þess. mm/þa Burðarvirki vatnsverk- smiðjuhúss sótt á skipi Rouchefort kemur til hafnar. Vatnsverksmiðjuhúsið skömmu eftir að niðurrif þess hófst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.