Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 2018 11 Grétar Bæring Ingvarsson er Dala- maður í húð og hár. Sjálfur hóf hann búskap á Hóli í Hvammsveit og hef- ur nú verið bóndi á Þorbergsstöð- um í Dölum ásamt Mundhildi Guð- mundsdóttur í ríflega fjóra áratugi. Blaðamaður Skessuhorns heim- sótti Bæring og Mundhildi nú fyrir skemmstu og ræddi við þau um bú- skapinn. Eins og fyrr segir hóf Bær- ing búskap á Hóli í Hvammsveit, þá ásamt Árna bróður sínum árið 1956. „Ég bjó með Árna á Hóli þegar við Mundhildur kynntumst. Við bræður réðum hana sem ráðskonu til okkar, þá nýútskrifaða úr Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli. Hún er mjög dugleg og hefur alla tíð verið,“ seg- ir Bæring og brosir. Mundhildur er sjálf aðflutt í Dalina en hún ólst upp í Strandasýslu. Fengu geitur í Ólafsdal Bæring og Árni voru með fjárbúskap þegar Árni stakk upp á því að þeir myndu bæta geitum við búskapinn og fengu þá nokkrar úr Ólafsdal. Bæring segir blaðamanni að saga sé að segja af tilkomu geitanna í Ólafs- dal. „Ólafi bónda í Ólafsdal langaði í kiðlinga úr Þingeyjarsýslu. Hann hringdi því í Sigurð dýralækni og spurði hvort ekki væri í lagi að koma með kiðlingana yfir í Ólafsdal. Sig- urður hélt það nú en bjóst reyndar við að Ólafur væri nú bara að grín- ast. Þegar Ólafur var svo kominn með kiðlingana hringdi Sigurður í Ólaf til að segja honum að það væri nú ekki ráðlagt að fara með geit- urnar á milli. Þá var það of seint því kiðlingarnir voru komnir. Sigurður ákvað að hann myndi bara fylgjast grannt með geitunum og þær fengu að vera. „Þetta voru heilsuhraust og flott dýr,“ segir Bæring. Geiturnar einstaklega skemmti leg dýr Þegar Bæring og Mundhildur fluttu að Þorbergsstöðum fylgdu geiturn- ar skömmu síðar og eru afkomend- ur þeirra geita þar enn þann dag í dag. „Þetta eru alveg einstaklega skemmtileg dýr, hálfgerð sirkusdýr,“ segir Bæring og hlær. „Það er svo gaman að fylgjast með kiðlingunum leika sér. Við erum með stóra síld- artunnu í hlöðunni hjá þeim á vorin og þær geta leikið sér allan daginn við að ýta tunnunni fram og aftur. Svo stökkva þær upp á tunnuna og taka þar smá jafnvægisæfingu.“ Að- spurð segjast þau nýta kjötið af geit- unum en ekki aðrar afurðir. „Við nýtum kjötið en við höfum ekki mjaltatæki eða aðstöðu til að nýta mjólkina,“ segir Mundhildur. „Við erum bara með geiturnar svona fyr- ir ánægju og armæðu,“ bætir Bæring við og hlær. Geiturnar fylgja Bæring alltaf Þegar Bæring og Mundhildur voru flutt að Þorbergsstöðum fengu þau með sér einn hafur, eina huðnu og einn kiðling. „Frænka Mundhild- ar hafði verið hjá okkur á Hóli og eignast einn kiðling sem hún fékk að taka með sér hingað,“ segir Bæring og bætir því við að svo hafi geitun- um á bænum bara fjölgað og dreifst á bæi í sveitinni. Fyrir skemmstu fékk hann að láni hafur frá Sif Matthías- dóttur geitabónda á Snæfellsnesi til að bæta stofninn enn frekar. „Þetta er hafur ættaður frá Fjallalækjaseli í Þingeyjarsýslu en geiturnar hér um slóðir hafa heldur fjarlægst þann skyldleika. Ég vildi því endilega fá hann til mín til að halda fjölbreytni í ræktuninni,“ segir Bæring og held- ur áfram. „Þar sem geitur mega ekki fara héðan aftur á Snæfellsnes verður hann hjá mér þar til hann er dauður. Það er nú ekki langt í það, hann er orðinn gamall. Sif ætlar þá að láta stoppa hann upp og kemur hann til með að flytja þannig heim aftur.“ arg/ Ljósm. sm Með geitur til ánægju og armæðu Mundhildur og Bæring eru með fjár- og geitabúskap á Þorbergsstöðum í Dalasýslu. Þau segja bæði að geitur séu alveg ein- staklega skemmtileg dýr. Fjársöfnun vegna bruna Vegna skemmda sem varð í eldsvoða í húsinu Skagabraut 15 á Akranesi síðastliðið föstudagskvöld, hafa nágrannar hrundið af stað fjársöfnun. Allt sem safnast mun renna til stuðnings Jóhönnu Kristínar og dætra hennar. Reikningsnúmer: 0186-05-010136 Kennitala: 090283-5459

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.