Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.07.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201826 Fimmtudaginn 5. júlí klukk- an 15:30 opnar Þorvaldur Arnar Guðmundsson sýningu á verkum sínum í Bókasafni Akraness. Þor- valdur er fæddur í júlí árið 1995 og hefur lokið diplmanámi frá Mynd- listaskólanum í Reykjavík. Hann hefur einnig unnið undir leið- sögn mynlistarmannanna Hrannar Eggertsdóttur og nú í vetur Bjarna Þórs Bjarnasonar. Sýning Þorvaldar er sölusýn- ing og nefnist Myndheimur Þor- valdar. Hann teiknar persónur sem hann býr til í sínum einstaka hug- arheimi. Sýningin verður opin á opnunartíma bókasafnsins og lýk- ur 27. júlí. mm Myndheimur Þorvaldar Arnars Opnað hefur verið fyrir skrán- ingu á hið árlega Unglingalands- mót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelg- ina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, í Þorlákshöfn dagana 2. – 5. ágúst. Mótshaldari er Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK). Eins og margir vita er Unglinga- landsmót UMFÍ fjölskylduhátíð. Boðið er upp á 22 keppnisgrein- ar fyrir 11 – 18 ára börn og ung- menni. Allir á þessum aldri geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera í ungmenna- eða íþrótta- félagi. Þétt dagskrá er alla móts- dagana og skemmtun á kvöldin þar sem margt af þekktasta tónlistar- fólki landsins kemur fram. Þeg- ar hafa boðað komu sína Jói Pé og Króli, Herra Hnetusmjör og Flóni, Jón Jónsson og hljómsveitin Between Mountains, Young Karin, Míó Tríó, DJ Dóra Júlía og fleiri. Hin landsþekkta lúðrasveit Þor- lákshafnar kemur fram á mótinu. Meiri fjölbreytni en áður Á dagskránni eru helstu greinar, knattspyrna, körfubolti og frjálsar. En margar nýjungar eru líka kynnt- ar til leiks í Þorlákshöfn. „Það er meiri fjölbreytni á Unglingalands- mótinu nú en nokkru sinni áður og veitir það öllum þátttakendum tækifæri til að prófa fullt að spenn- andi greinum. Á meðal nýjung- anna sem við kynnum til leiks eru greinar sem gera allri fjölskyld- unni kleift að taka þátt og keppt öll saman,“ segir Ómar Bragi Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Ung- lingalandsmóts UMFÍ. Á meðal nýrra greina nú er keppni í dorg- veiði og sandkastalagerð. Keppni í kökuskreytingum er líka á dag- skránni. Þetta verður í annað sinn sem keppt er í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Fyrst var keppt í henni á Egilsstöðum í fyrra og var það með vinsælustu greininunum. „Við sáum það á Egilsstöðum að þátttakendur á Unglingalands- mótum vilja fjölbreytni og nýj- ungar. Við svörum að sjálfsögðu því kalli,“ bætir Ómar Bragi við og segir greinarnar flestar til þess fallnar að vinir og vinkonur geti búið til lið saman. Skráningargjald á Unglinga- landsmót UMFÍ er 7.000 krónur og geta allir sem vilja skráð sig til leiks. Greiða þarf gjaldið til að geta klárað skráningu. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tek- ið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á. mm/umfí Skráning hafin á Ung- lingalandsmót UMFÍ listakonan Jónína Guðnadótt- ir opnaði síðastliðinn laugardag sýningu á verkum sínum í vitan- um á Malarrifi á Snæfellsnesi. Vit- inn á Malarrifi er einn af glæsi- legustu vitum við strendur Ís- lands og nýtur sérstakrar friðun- ar. Hann er um 24 metra hár og er ljóshúsið á toppi hans úr eldri vita sem reistur var á þessum stað árið 1917. Sýning Jónínu nefnist Ó, dýra líf og er um að ræða inn- setningu á verkum hennar sem tengjast sjávardýra- og strandlífi. „Ég var með stóra sýningu á inn- setningu í vitanum á Breið á Akra- nesi fyrir tveimur árum og naut þess að vinna að því verkefni þau tvö ár sem það tók. Viðfangsefn- ið var þá algjörlega nýtt fyrir mér þar sem ég hafði áður sýnt meira í sýningarsölum þar sem hugsun- in er önnur. Við að leggjast í mik- ið grúsk og vinnu til að kynna mér dýralíf sjávar og stranda opnuðust mér að nýju heimar sem ég hafði lagt til hliðar allt frá barnæsku,“ segir Jónína. Innsetning Jónínu í Malarrifsvita er í öllum meginatriðum önnur en í vitanum á Akranesi fyrir tveimur árum. „Dýralífið hér á Snæfells- nesi á vissulega margt sameigin- legt með því sem kom út úr rann- sóknum mínum og minningum úr fjöru bernskunnar, en er engu að síður ekki það sama og gaf það mér aukið frelsi til að stokka upp á nýtt. Í þessari innsetningu vinn ég meira með sjóinn og fjöruna og öll upp- setning er önnur,“ segir Jónína. Sýningin verður opin alla daga til 2. september frá klukkan 12-16:30. Sjálfboðaliðar sjá um gæslu á sýn- ingunni og fengu til afnota gamla húsið á staðnum. Að sögn Reynis Ingibjartssonar, sem unnið hefur að undirbúningi og skipulagningu fyrir sýninguna voru fjölmargir sem vildu leggja verkefninu lið, dvelja á staðnum, gæta sýningar- innar í vitanum og leiðsegja gest- um. Sýningin er sett upp í sam- starfi við Hollvinasamtök Þórð- ar Halldórssonar frá Dagverðará og Svæðisgarðinn Snæfellsnes. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Uppbyggingarsjóður Vesturlands, Snæfellsbær og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. mm/ Ljósm. af. Sýningin Ó, dýra líf opnuð í Malarrifsvita Jónína Guðnadóttir ásamt fríðum flokki kvenna, meðal annars nokkrum „systrum“ sínum úr Soroptimistaklúbbnum í Snæ- fellsbæ. Einar Thorlacius við eitt listaverkið í vitanum, en Einar er einn þeirra sem tekið hefur að sér vitavörslu í sumar. Lovísa Sævarsdóttir var einn af síðustu ábúendum á Malarrifi ásamt manni sínum Pétri Péturssyni. Lovísa er þarna að fræða sýningargest um staðhætti. Félagar úr Karlakórnum Heiðbjörtu úr Staðarsveit sungu við opnunina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.