Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Page 12

Skessuhorn - 25.07.2018, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201812 Fornbílaklúbbur Íslands efndi í sunnudagsbíltúr síðastliðinn sunnu- dag og var stefnan tekin í Borg- arfjörðinn að þessu sinni. Fyrst á dagskrá var heimsókn í Samgöngu- safnið í Brákarey þar sem félagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar tóku á móti gestunum. Eftir dágóða við- dvöl á safninu var svo lagt í hann fram í Hálsasveit að Hraunfossum og höfðu þá bæst við í hóp ferða- langa nokkrir FBF-félagar á sex bílum. Alls voru fararskjótar því um 20 af ýmsum gerðum og aldri. Kíkt var í skúra hjá Sæmundi í Brák- arey, Steina í Hátúni og hjá Jak- obi á Hömrum í Reykholtsdal. Vel heppnuð ferð á góðum degi, sem aukinheldur var tiltölulega þurr. jgg Nú er tími íslensku jarðarberj- anna og garðyrkjubændur í landinu vinna hörðum höndum við að tína ber, vigta í öskjur og koma þeim til neytanda við fyrsta tækifæri. Á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði búa hjónin og garðyrkjubændurn- ir Einar Pálsson og Kristjana Jóns- dóttir sem reka garðyrkjustöð- ina Sólbyrgi sem er á um tíu hekt- ara landi. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til þeirra í vikunni til að ræða um uppskeruna í ár. Kuldagallinn innan seilingar Jarðaberjaræktun að Sólbyrgi hófst fyrir alvöru árið 2013 en áður, þeg- ar hjónin festu kaup á rekstrinum árið 2008, voru þar nær eingöngu ræktaðar gulrætur. Í dag eru aðal- lega ræktuð jarðarber en einnig má finna kirsuberjatómata, salat og kryddjurtir. Nú er háuppskerutími hjá hjónunum en uppskeran kemur heldur seinna þetta árið. „Það fór allt í köku hérna í vetur út af veðr- inu. Á einni nóttu brotnuðu 500 rúður og hérna inni snjóaði úr öll- um áttum,“ segir Einar og bendir inn í gróðurhúsið. „Þetta tafði okk- ur og við byrjuðum að tína í júní en ekki í apríl eins og við erum vön að gera,“ segir hann, en er þó bjart- sýnn. „Það var bara farið beint í að þrífa upp glerið og laga húsið. Við erum líka búin að lýsa töluvert meira í maí og júní heldur en við gerðum í febrúar og mars,“ bætir hann við og vitnar í sólarlitla vor- og sumarmánuði. „Yfirleitt í maí þá geng ég frá kuldagallanum og nota hann ekkert fyrr en í september eft- ir sumarið. En miðað við tíðarfarið þetta árið þá er ég með gallann inn- an seilingar,“ segir hann hálf hlæj- andi. Vilja taka á móti ferðamönnum Í Sólbyrgi eru sex gróðurhús, fimm undir jarðarberjaræktun og eitt með allskonar ræktun eins og til dæmis salat, gúrkur og paprik- ur. „Það er gaman að hafa eitt húsið undir allskonar ræktun. Þó svo að það sé gaman í jarðarberjunum þá hjálpar að geta stokkið í eitthvað öðruvísi svo dagarnir verða ekki of einhæfir,“ segir Kristjana. „Okk- ur langar nefnilega að færa okkur yfir í ferðaþjónustuna með rækt- uninni,“ bætir Einar við. „Hug- myndin er að taka á móti ferðafólki tvisvar til þrisvar á dag í húsinu þar sem við erum með þessa „bland í poka“ ræktun og segja fólkinu frá sögunni hérna og fræða það um íslenska ræktun. Að auki myndu hóparnir fá að smakka jarðarber með rjóma í litlum boxum. Fyrir flesta er þetta mikil upplifun að fá að koma í svona gróðurhús.“ Með þessari viðbótar þjónustu vonast hjónin til að ná auka tekjum inn í reksturinn. „Garðyrkja ein og sér getur verið svolítið basl og því telj- um við það hjálpa að hafa eitthvað tengt ferðaþjónustunni með og við erum spennt að sjá hvernig þetta þróast,“ segir Einar bjartsýnn. Áhrif Costco Talsverður samdráttur var í sölu á íslenskum berjum og grænmeti þegar Costco kom til landsins fyr- ir um ári síðan en margt af því hef- ur gengið til baka og eru Kristjana og Einar ekki með stórar áhyggjur af því heldur líta tilveru Costco já- kvæðum augum frekar en eitthvað annað. „Þetta Costco dæmi ýtir bara undir neyslu og það er jákvætt fyrir okkur. Við erum aldrei að fara að keppa í verði, það er bara ekki hægt. Í staðinn snýst þetta um gæð- in. Hérna notum við bara lífræn- ar varnir, flugur og hreint vatn til að tryggja þessi gæði,“ segja þau að endingu. glh Háuppskerutími jarðarberjanna Garðyrkjubændurnir Kristjana Jónsdóttir og Einar Pálsson. Notast er eingöngu við lífrænar varnir, flugur og hreint vatn til að tryggja gæði á íslenskum jarðarberjum. Kristjana tínir berin af plöntunum í öskju. Á fornbílum í reisu um Borgarfjörð Gestir komnir í hlað í Brákarey. Ferðamönnum við Hraunfossa þóttu farkostirnir forvitnilegir. Höfðinginn í hópi farkosta Plymouth árg. 1947 og auðvitað er eigandinn Kjartan Friðgeirsson höfðingi einnig. Uppgerð grind úr FORD A hjá Jakobi á Hömrum (A-Fordarnir voru einnig kallaðir Nýi Ford og þá varð T-Fordinn að Gamla Ford). Nokkrir úr hópi ferðalanganna. Sitthvað að sjá og skoða í Hátúni. Í hlaði á Hömrum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.