Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Síða 24

Skessuhorn - 25.07.2018, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201824 Seglskútan Pan Orama lá við fest- ar í Grundarfjarðarhöfn mánudag- inn 23. júlí og er þetta í annað sinn sem hún kemur til Grundarfjarðar. Skútan kom einnig 9. júlí síðastlið- inn en þá var aftakaveður og blés hressilega um farþegana. Nú viðr- aði töluvert betur en skútan er með 34 farþega og 19 manna áhöfn. Þetta var fyrsta skemmtiferðaskip- ið í þessari viku en alls verða þau fimm talsins þegar vikan verður liðin. Í gær kom Pacific Princess til hafnar. Í dag er svo von á tveimur skipum og svo á föstudaginn kem- ur Costa Meditarranea sem er að koma í annað sinn í sumar en það er stærsta skipið sem kemur þetta sumarið en það er rúmlega 85 þús- und tonn 293 metrar á lengd og 32 metrar á breidd. tfk Sturla Þórðarson sagnaritarinn mikli var fæddur 29. júlí 1214. Þennan dag, sunnudaginn 29. júlí næstkomandi, verður haldin Stur- luhátíð í Tjarnarlundi í Saurbæ. Samkoman hefst klukkan 14. „Að þessu sinni er atburðurinn tengd- ur fullveldinu. Það er vegna þess að fornritin íslensku voru í senn menningararfur og undirstaða sjálfstæðisbaráttunnar, baráttunnar fyrir fullveldi þjóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp við upphaf Sturluhátíðarinn- ar, en Ragnheiður Pálsdóttir vara- oddviti Dalabyggðar býður gesti velkomna. Einar Kr. Guðfinns- son, formaður Sturlunefndar, setur Sturluhátíðina. Vigdís Finnboga- dóttir fyrrverandi forseti Íslands er heiðursgestur hátíðarinnar,“ segir í tilkynningu. Á hátíðinni verður sagt frá merkri fornminjaskráningu á Stað- arhóli í Saurbæ þar sem Sturla bjó lengst. „Það er Guðrún Alda Gísla- dóttir fornleifafræðingur sem seg- ir frá fornminjaskráningunni sem fór fram í fyrra. Þá mun Ari S. Ed- wald forstjóri Mjólkursamsölunnar segja frá þátttöku fyrirtækisins í því að setja upp söguskilti í Dalabyggð á „Gullna söguhringnum“. Guð- rún Ása Grímsdóttir fræðimaður á Árnastofnun segir frá útgáfu Hins íslenska fornritafélags á Sturlungu sem lengi hefur verið á döfinni. Um tónlist sjá þau Hanna Dóra Sturlu- dóttir og Snorri Sigfússon Birgis- son. Að lokinni samkomunni mun Svavar Gestsson segja frá áformum um minningarreit um Sturlu Þórð- arson að Staðarhóli. Samkoman er öllum opin.“ mm Allt sem þú gerir skiptir máli ekki síst það sem þú hugsar. Það er kannski ógnvekjandi tilhugs- un því við upplifum oft að stjórna ekki alveg því sem gerist innra með okkur, en raunin er sú að það er al- veg hægt að stjórna hugsunum sín- um, tilfinningar eru aðeins erfið- ari en við getum samt valið hvern- ig við bregðumst við þeim. Það er hægt að gera margar sniðugar og einfaldar æfingar til að bæta okkur og stilla hugann, ein sú albesta er þakklætisæfing. Þessi æfing eykur hamingju og sátt með lífið, dregur úr þunglyndis- og kvíðaeinkennum og eykur líkur á blómstrun. Hana má gera í huganum, segja upphátt, makar gætu t.d. sagt hvor öðrum í lok dags fyrir hvað þeir eru þakklát- astir þann daginn. Róandi og upp- byggilegt koddahjal. Fyrir börn er þetta frábær leið til að koma falleg- um hugsunum í kollinn á þeim fyr- ir svefninn og eiga gæðastund sem lyftir báðum aðilum upp andlega. Best er þó að gera hana skriflega. Bæði er það að skrifa hana áhrifa- ríkara en að segja eða hugsa og þá áttu þetta í áþreifanlegu formi og sem getur bjargað slæmum degi í framtíðinni, ef þú tekur stílabók- ina fram og lest yfir. Margföld áhrif sem sagt. (Barn gæti teiknað í sína þakklætisdagbók). Æfingin felst í því að finna það þrennt sem þú ert mest þakklát/ur fyrir í dag/núna. Skrifa það niður, helst í sérstaka þakklætisdagbók (eða HappApp sem er frítt, íslen- skt app) og leyfa sér að upplifa þakklætistilfinninguna á meðan. Þetta er jú æfing í þakklæti en ekki skriftaræfing. Þetta endurtekur þú daglega en mátt ekki nota sömu atriði nema þú sért einhverra hlu- ta vegna sérlega þakklát/ur aftur seinna fyrir það sama. Það eru mörg tilbrigði við þessa æfingu, það má til að mynda bæta við hvaða þátt þú átt sjálf/ur í góðu atriðunum, það bætir sjálfsmyndi- na. Sumir velja að finna þrennt sem var skemmtilegt eða fyndið, það eykur gleði og þar með vellíðan. Ein leiðin til að nota þetta er þe- gar slæmu dagarnir koma og það er erfitt að vera þakklát/ur, eins og ef vatnið er tekið af, en þá er up- plagt að velta fyrir sér hvað þarf til að við höfum rennandi vatn, það eru ansi margir sem hafa lagt hönd á plóg og mikið af efni sem þarf til þess að við höfum þessa „sjálf- sögðu“ hluti. Þetta kann að hljóma eins og Pollíönnu-ismi sem er það að vera of eða óraunsætt jákvæð/ur, en hér erum við ekki að tala um að afneita því slæma heldur að leita markvisst að því góða sem raunverulega er til staðar. Það er því miður innbyg- gt í okkur að taka frekar eftir því neikvæða, (sbr. 3:1 hlutfallið) þan- nig að til að halda jafnvægi verðum við að „handvelja“ að beina athyg- li líka að góðum hlutum. Á annars glötuðu rigningarsumri getum við verið raunverulega ánægð með ef það styttir upp einmitt í göngufer- ðinni eða glaðst yfir að eiga góða regnkápu. Fullkomlega raunsætt. Síðan þegar sólin kemur loksins verðum við enn glaðari en á ven- julegu sumri, ekki satt? Steinunn Eva Þórðardóttir Heilsupistill Steinunnar Evu Það sem er þakkarvert - Æfing í þakklæti Emil Þór Volden kom með mömmu sinni og eldri bróður til að skila inn bókum fyrir sumar- lesturinn á Bókasafni Akraness. Hann fékk bókapoka og eins kíkti hann í „dótakassann“ og fékk að velja sér dót því hann var búinn með fimm bækur. Hann sam- þykkti að vera lesari vikunnar að þessu sinni. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Emil og ég er 7 ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Brekkó og fer í 2. bekk í haust. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Ég var að lesa bók sem heitir Tóta og Tumi og hún var skemmtileg. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Mér finnst best að lesa í rúminu mínu. Ég les stundum áður en ég fer að sofa. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér finnast ævintýrabækur skemmtilegastar. Áttu þér uppáhalds bók? Já, uppáhaldsbókin mín heitir Þín eigin hrollvekja. Við lásum hana saman í fjölskyldunni. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tek- ur þátt í sumarlestrinum? Já, þetta er í fyrsta sinn. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég er búinn að fara til Noregs og í útilegu og svo tók ég þátt í Co- lor Run. Sumarlesari vikunnar Fimm skemmtiferða- skip í þessari viku Sturluhátíð verður næstkomandi sunnudag

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.