Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 9 í þriðja sæti með 28 stig eftir 14 leiki, átta stigum frá toppliði Fylkis og sex stigum á eftir Keflavík í öðru sætinu. Fylkisliðið á þó leik til góða og verður að segja að staða þess er vænleg þegar önnur lið eiga fjóra leiki eftir. Á morgun, fimmtudag, tekur ÍA á móti Fylki á Akranesvelli og getur með sigri gert mikla atlögu að öðru af efstu sætum deildarinnar á loka- spretti sumarsins. Mikil spenna í neðri deildum Kári frá Akranesi háir harða topp- baráttu í 2. deild karla. Liðið hefur 31 stig eftir 16 umferðir, jafn mörg og Vestri í sætinu fyrir ofan og stigi meira en næstu lið fyrir neðan. Að- eins átta stig skilja að toppliðin tvö og liðið í sjöunda sæti. Því er ljóst að toppbarátta 2. deildar verður hörð allt til loka mótsins. Í 4. deild karla fara efstu tvö lið- in úr hverjum riðli í úrslitakeppni, þar sem leikið er um tvö sæti í 3. deild að ári. Snæfell/UDN sat í öðru sæti A riðils 4. deildar karla fyrir lokaum- ferð riðilsins sem leikin var í gær- kvöldi. Liðið var tveimur stigum á eftir Ými og tveimur á undan Berserkjum fyrir leiki gærkvölds- ins. Þar mættust einmitt Snæfell/ UDN og Ýmir, en á sama tíma léku Berserkir gegn botnliði KB. Ekki hafði verið flautað til leiks þegar Skessuhorn fór í prentun og lokastaðan í riðlinum því ekki ljós fyrr en seinna um kvöldið. Í B riðli 4. deildar karla sit- ur Skallagrímur í öðru sæti fyrir lokaumferðina sem leikin verður á laugardaginn, 25. ágúst. Borg- nesingar hafa 28 stig, stigi meira en Elliði í sætinu fyrir neðan og því ræðst ekki fyrr en um helgina hvort Skallagrímsmenn komast í úrslitakeppnina. Skallagrímur mætir Herði frá Ísafirði á heima- velli í lokaumferðinni en Elliði heimsækir topplið Reynis S. kgk Ævintýralegur starfsvettvangur Starfstengt ferðafræðinám Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein – eða ertu starfandi í ferðaþjónustu? Ferðamálaskólinn býður upp á fjölbreytt og spennandi nám fyrir fólk á öllum aldri sem er með brennandi áhuga á ferðamálum og Íslandi sem ferðamannalandi. GETUM BÆTT VIÐ NEMENDUM Á HAUSTÖNN. KENNSLA HEFST 27. ÁGÚST. Sjá mk.is Ferðamálaskólinn í Kópavogi Sími: 594 4020 Ævintýralegur starfsvettvangur Starfste gt ferðafræðinám Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein – eða ertu starfandi í ferðaþjónustu? Ferðamálaskólinn býður upp á fjölbreytt og spennandi nám fyrir fólk á öllum aldri sem er með brennandi áhuga á ferðamálum og Íslandi sem ferðamannalandi. GETUM BÆTT VIÐ NEMENDUM Á HAUSTÖNN. KENNSLA HEFST 27. ÁGÚST. Sjá mk.is Ferðamálaskólinn í Kópavogi Sími: 594 4020 Undirbúningur fyrir Hvalfjarðar- daga, sem fara fram helgina 24.-26. ágúst, fer vel af stað og er allt að smella saman samkvæmt Ásu Lín- dal Hinriksdóttur skipuleggjanda hátíðarinnar. „Stefnt var á að hafa einungis dagskrá yfir laugardag- inn en þar sem mikið er af flott- um atriðum og góðu fólki sem vildi taka þátt þá dreifðist þetta yfir alla helgina sem er bara frábært. Aðal áherslan verður þó á laugardegin- um,“ segir Ása Líndal í samtali við Skessuhorn. Dagarnir verða með svipuðu sniði og fyrri ár þar sem boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna. Hægt er að sækja hátíðar- dagskrárliði víðsvegar um sveitina, þar á meðal tónleika í Hallgríms- kirkju í Saurbæ þar sem íslensk- ar dægurlagaperlur verða sungnar af ungu og hæfileikaríku fólki sem á sterkar rætur í Hvalfjarðarsveit. Ágóðinn af þeim tónleikum rennur í Minningarsjóð Einars Darra. Frítt verður í sundlaugina að Hlöðum á laugardeginum og mun Gunnar Sturla bjóða sund- laugargestum upp á lifandi tón- list. Í Steinsholti mun Hestaleigan Draumhestar teyma undir börnum, samsýning verður í stjórnsýsluhús- inu þar sem hjónin Anna G. torfa- dóttir og Gunnar J. Straumland sýna listaverkin sín og fara með ljóð. Á Þórisstöðum verður sveita- markaður, kaffi kot og ýmislegt fyrir yngstu kynslóðina. Hernámssetrið að Hlöðum verður með sögustund um „ástandið“. Kalastaðir bjóða gestum heim á myndlistarsýningu og bjórkynningu. „Í Álfholtsskógi verður boðið uppá kaffi og með því ásamt göngu um skóginn sem er virkilega skemmtilegt að koma í og er í raun falin perla,“ segir Ása. Hótel Laxárbakki verður með grill og Hlynur Ben heldur uppi stuðinu fram eftir kvöldi. Á sunnudeginum býður Vatnaskógur heim, þar verða hoppukastalar, bátafjör, tónleikar og kaffisala. Undanfarin ár hefur verið ljós- myndasamkeppni á Hvalfjarðar- dögum og er engin undantekning þetta árið. Þemað að þessu sinni er mannlíf og náttúra og er öllum boðið að taka þátt. Heimafólk mun að auki etja kappi með að skreyta heimreiðar sínar þar sem sú best skreytta fær verðlaun. „Í fyrra var hátíðin vel sótt og við erum að búast við svipuðum fjölda eða fleirum í ár. Það verð- ur allavega nóg um að vera og allir ættu að finna sér eitthvað skemmti- legt að gera. Við vonumst til að sjá sem flesta um helgina og bjóðum alla hjartanlega velkomna á Hval- fjarðardaga,“ segir Ása Líndal að lokum. glh Hvalfjarðardagar með svipuðu sniði í ár Traktoraþrautaþrautin vakti mikla lukku í fyrra og verður aftur keppt í henni þetta árið. Ljósm. úr safni. Þegar 17 umferðir hafa verið leikn- ar í 1. deild karla í knattspyrnu, In- kasso-deildinni, trónir ÍA á toppn- um með 39 stig, einu stigi meira en HK í sætinu fyrir neðan. Þar á eftir kemur Þór Ak. með 33 stig í þriðja sæti og síðan Þróttur R. í fjórða og Víkingur Ó. í fimmta sæti með 32 stig hvort lið. Þau eru ellefu stig- um á undan sjötta sætinu og má slá því föstu að það verði þessi fimm lið sem munu bítast um tvö laus sæti í Pepsi-deild karla að ári til mótsloka nú þegar fimm umferðir eru eftir. tvö efstu liðin, ÍA og HK, mætast á Akranesvelli næstkomandi föstu- dagskvöld. Með sigri í þeim leik geta Skagamenn styrkt verulega stöðu sína á toppi deildarinnar, tekið fjög- urra stiga forskot á HK og þar með stigið mikilvægt skref í að tryggja sæti í deild þeirra bestu að ári. Víkingur Ó. mætir Leikni R. á útivelli á sama tíma. Ólafsvíkingar eru sex stigum frá öðru sætinu og hver leikur þeim mikilvægur í harðri toppbaráttunni nú undir lok sum- arsins. Skagakonur í þriðja sæti Í Inkasso-deild kvenna eygja Skaga- konur enn möguleika á að komast upp í deild þeirra bestu. Þær sitja Öll Vesturlandsliðin geta farið upp um deild Bæði Víkingur Ó. og ÍA eiga möguleika á að leika í deild þeirra bestu að ári. Ljósm. úr safni/ af. Skagakonur eygja enn möguleika á að komast í úrvalsdeildina þegar fjórir leikir eru eftir í 1. deild kvenna. Ljósm. úr safni/ gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.