Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201816 beint undir staðalímynd þungarokks aðdáenda, ef slík eru til,“ bætir hún við og glottir í annað en bætir því við að hún hlusti lítið á slíka tónlist dag. Hefur sótt 22 Reykholtshátíðir Ragnhildur hefur sótt Reykholtshá- tíð frá upphafi eða síðan 1997 og hlakkar alltaf jafnmikið til að fara á hátíðina ár hvert. „Við systurnar för- um alltaf þrjár saman á hátíðina. Við erum tvær sem búum hérna í sveit- inni, en ein kemur úr Reykjavík. Há- tíðin byrjar á föstudagskvöldi með tónleikum, þá eru tvennir tónleikar á laugardeginum og hátíðin endar svo með sunnudagstónleikum.“ Samtals eru þetta 22 hátíðir og 88 konsertar sem Ragnhildur hefur sótt, ef rétt er út reiknað og blaðamaður spyr hvaða áhrif lifandi tónlist hafi á hana. „Það er langskemmtilegast að fara á lifandi tónleika, þar nýt ég mín til fulls. Einnig er líka virkilega gaman að horfa á hljóðfæraleikar- ana leika af fingrum fram. Þetta er allt svo hæfileikaríkt fólk. Diskarnir sem ég hlusta á ná ekki alveg sömu áhrifum en duga þó heimavið,“ seg- ir hún og segir tónlist heilt yfir vera mannbætandi. „Ég gæti ekki lifað án tónlistarinnar, manni líður svo vel við að hlusta á tónlist.“ Ragnhildur og systur hennar eru líka duglegar að sækja tónleika til Reykjavíkur og fara til dæmis á hverju ári í óperuna, á þau verk sem þar eru í boði hvert sinn. Hækkar vel í græjunum Þegar Ragnhildur spilar tónlist heima hjá sér þá losar hún sig gjarn- an við heyrnartækin sem hún styðst við í sínu daglega lífi, þannig segist hún njóta tónlistarinnar betur því í heyrnartækjunum vill oft myndast óþægilegt suð. „Ég hækka þá vel í græjunum til að heyra en það ónáð- ar engan hérna í sveitinni,“ segir hún og hlær. Á meðan tónlistin hljómar hverju sinni vinnur Ragnhildur við hannyrðir og gleymir oft stað og stund. „Ég sauma mikið og þykir gaman að dunda mér við þetta. Ég geri til dæmis mikið af krosssaum,“ segir hún að endingu og bendir á nokkur verk sem skreyta stofuvegg- ina. glh Bogi Sigurðsson er einn af dyggum lesendum Skessuhorns. Hann sendi ritstjórn tvær vísur í kjölfar lesturs á síðasta tölublaði og segir: „Þær eru svo skemmtilega stuðlaðar fyr- irsagnirnar að þetta kom bara óvart ásamt fleiru:“ Upp þótt berin óður tæti öllum gefur nokkra von. Þjakaður af berjablæti blessaður Magnús Magnússon. Millersginið sígur senn á sjálfan mig þótt lesi. Að keyrði fullur á ferðamenn fantur í Borgarnesi. Bestu kveðjur, Bogi Sigurðsson. Stuðlaðar fyrirsagnir Að úlfsstöðum í Hálsasveit í fal- legu þrílyftu húsi, sem að falið er bakvið trjágróður frá veginum um sveitina býr Ragnhildur Þorsteins- dóttir. Ragnhildur hefur ætíð haft mikla unun af útiveru og ver dágóð- um stundum til ræktunar og garð- yrkju, hvort sem það er uppi í skóg- rækt eða í kringum bæinn. Ásamt því áhugamáli hefur Ragnhildur mikla ástríðu fyrir sígildri tónlist og á nú veglegt safn af geisladisk- um, sem hún setur óspart í tækið til að njóta fagurra tóna þegar hún er innivið. „Ég taldi þetta allt saman fyrir þónokkuð mörgum árum síð- an og það var heilmikil vinna,“ segir Ragnhildur áhugasöm, er hún sýn- ir blaðamanni geisladiskasafnið, sem er á vítt og breytt um heimilið í við- eigandi skápum og hirslum. „Þegar ég taldi þetta síðast, þá voru þetta rúmlega 800 diskar. Í dag er komið eitthvað meira. Ég hef reyndar ver- ið að kaupa svolítið af DVD diskum síðustu ár, því mér þykir svo gam- an að horfa á tónleikaflutning, sér- staklega óperur. Það þykir mér af- skaplega skemmtilegt að horfa og hlusta á,“ bætir hún við en saman- lagt af diskum og DVD, þá má áætla að safn Ragnhildar innihaldi hátt í eitt þúsund eintök. „Það þarf svo- lítið pláss fyrir þetta,“ segir hún og hlær. Alin upp við sígilda tónlist Í kringum 1930 dvaldi Þorsteinn Jónsson faðir Ragnhildar í Sviss, þá ungur að aldri, ásamt vini sínum Þorsteini Jósepssyni, ljósmyndara og blaðamanni. Fjölskyldan sem Þorsteinn faðir Ragnhildar bjó hjá var mikið fyrir tónlist og fór hverja helgi til Zurich á tónleika. Á þess- um tíma lærði faðir Ragnhildar að meta tónlist og smitaðist sá áhugi svo til dætra hans. „Við systurnar erum aldar upp við þess konar tón- list. Pabbi okkar lærði að meta klass- íska tónlist í Sviss. Hann keypti svo glæsilegan upptrekktan grammó- fón inn á heimilið og þá var ekki aftur snúið. Hægt var að spila átta snúninga plötur hvern einasta dag, það var yndislegt.“ Sjálf fjárfesti Ragnhildur í sínum eigin grammófón á yngri árum, þar sem hún var ekki alltaf heimavið og hafði safnað sér hátt í 80 hljóm- plötum, sem hún gaf til systursonar síns þegar fónninn gaf upp öndina. Blaðamaður forvitnast af hverju hún hafi ekki fjárfest í nýju slíku appa- rati? „Það er bara ekki pláss hérna hjá mér,“ svarar hún létt í lundu. „Ég finn þó töluverðan mun á að hlusta á hljómplötur og geisladiska. Það er svo notalegt suðið í plötuspilaranum sem gerir tónlistina meira áþreifan- legri. Meira alvöru,“ útskýrir Ragn- hildur. Hlustaði stundum á Iron Maiden Aðspurð hvort hún hlusti á aðra tegund tónlistar þá svarar hún því til að klassísk tónlist og ópera eigi hug hennar og hjarta. Þó minn- ist hún þess þegar hún starfaði um árin hjá Héraðsskólanum í Reyk- holti að nemendur voru duglegir að kynna fyrir henni nýja strauma í tónlistinni. „Maður hlustaði svo sem á fleiri tegundir tónlistar hérna áður fyrr. Það var þó ekki djass eða dæg- urlög, heldur þótti mér þungarokk skemmtilegt og hlustaði stundum á Iron Maiden, Rainbow og Metal- lica,“ rifjar hún upp og skellir upp úr. „Krakkarnir úr skólanum voru mik- ið með þetta. Þau tóku upp á kass- ettur þungarokkslögin og gáfu mér þau síðan til að hlusta á. Þau voru al- veg steinhissa að mér líkaði við þessa tegund tónlistar enda heyri ég ekki Gæti ekki lifað án tónlistar Rætt við Ragnhildi Þorsteinsdóttur um ástríðu hennar fyrir sígildri tónlist Ragnhildur hefur ætíð haft mikla ástríðu fyrir klassískri tónlist. Samtals telur geisladiska- og DVD diskasafn Ragnhildar ríflega 1000 stykki. Ragnhildur stillir græjurnar hátt þegar hún hlustar á klassíska tónlist.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.