Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 13 SK ES SU H O R N 2 01 8 Bæjarstjórnarfundur 1277. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. ágúst kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. SK ES SU H O R N 2 01 8 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Leikskólinn Teigasel Starf leikskólakennara Starf leikskólakennara, þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa Brekkubæjarskóli Störf skólaliða www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Beðið eftir... hverjum? Viltu vera með í gamanleikritinu „Beðið eftir go.com air“ eftir Ármann Guðmundsson? Samlestur með leikstjóranum Jóel Inga Sæmundssyni verður á Mánabraut 20 þriðjudaginn 28. og fimmtudaginn 30. ágúst kl. 20:00 báða daga. Svo vantar fólk á bak við tjöldin (svið, ljós, hljóð, búninga og fleira) Láttu ekki bíða eftir þér! Mættu eða hafðu samband gudbjorga45@gmail.com Leikfélagið Skagaleikflokkurinn Matarvagninn the Secret Spot hefur flutt starfsemi sína frá Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi til Ólafsvíkur, en hjónin Víðir Haraldsson og eiginkona hans Kolbrún Þóra Ólafsdóttir eru búsett í Ólafsvík. Kolbrún segir að þau hafi óvænt fengið stöðuleyfi á Sáinu í Ólafsvík og hafi því gripið tækifærið og flutt matarvagninn sinn þangað. „Svo eru skólarnir að fara að byrja svo ekki getum við skilið börnin ein eftir heima,“ bætir hún við. Að sögn þeirra gekk vel á Breiðabliki. „Við eigum von á að reksturinn gangi einnig vel í Ólafsvík þar sem fjöldi ferðamanna hefur verið mikill það sem er af sumri. Við erum með fjölbreyttan matseðill svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Kolbrún. af Matarvagninn fluttur í Ólafsvík Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir. Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallý, Rallý Reykjavík, verð- ur haldin dagana 23. - 25. ágúst nk. en framkvæmd keppnarinn- ar er í höndum Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur. Keppnin, sem hefur í gegnum tíðina verið kölluð Alþjóðarallið, er jafnframt sú stærsta og erfiðasta á tíma- bilinu þar sem eknir verða tæp- lega 1000 km á þremur dögum, þar af rúmlega 300 km á sérleið- um. Því reynir mikið á úthald og einbeitingu ökumanna sem og á ástand og endingu bifreiða þeirra. Keppnin fer fram víðs vegar á suðvesturhorni landsins sem og á Vesturlandi, allt frá Reykjanesi, um Kaldadal, til Snæfellsness og austur við Skjaldbreið. Keppnin hefst við Olís í Mjódd í Reykjavík fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 16:00, og verður fyrsta sérleið ekin um Hvaleyrar- vatn í Hafnarfirði. Einnig verður ekið um Djúpavatn og loks verða eknar tvær sérleiðir við Kvart- mílubrautina í Hafnarfirði, en í þjónustuhléi eftir það gefst fólki tækifæri á að skoða keppnisbíla og gefa sig á tal við keppendur. Á föstudeginum 24. ágúst verð- ur haldið á Snefellsnes og ekið um Jökulháls, Eysteinsdal og Berserkjahraun. Síðasta sérleið dagsins verður svo við Skíðsholt á Mýrum. Viðgerðarhlé verður í Borgarnesi um kvöldmatarleitið þar sem fólki gefst aftur kostur á að kynna sér keppnisbíla og ræða við keppendur. Þriðja og síðasta daginn, 25. ágúst, halda keppendur upp á Kaldadal, aka um Skjaldbreiðar- veg og tröllháls áður en hald- ið verður niður að Djúpavatni. Keppninni lýkur síðan um klukk- an 16:30 við Perluna í Reykjavík. Nánari upplýsingar um keppn- isleiðir og tímasetningar má finna á vef Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, www.bikr.is eða á vefslóðinni tinyurl.com/ral- lyrvk2018. Lokanir vegna keppninnar Meðan á keppni stendur verður lokað fyrir alla almenna umferð á sérleiðum og verða lokanir sem hér segir: 23. ágúst – Hvaleyrarvatn frá klukk- an 15:30 til 17:30 Djúpavatn frá klukkan 16:15 til 18:30 Kvartmílubrautin frá klukkan 18:30 til 21:00 24. ágúst – Jökulháls frá klukkan 10:00 til 14:30 Eysteinsdalur frá klukkan 10:00 til 14:30 Berserkjahraun frá klukkan 14:00 til 18:00 Skíðsholt frá klukkan 16:00 til 18:30 25. ágúst – Kaldidalur frá klukkan 08:00 til 11:00 Skjaldbreiðarvegur frá klukkan 09:00 til 14:00 tröllháls frá klukkan 12:30 til 15:00 Djúpavatn frá klukkan 14:00 til 16:30. mm Rallað um Vesturland á föstudag og laugardag Svipmynd frá keppninni í fyrra. Hér aka Ragnar Bjarni Gröndal og Emilía Rut Hólmarsdóttir um eina sérleiðina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.