Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 19 Auðarskóli í Búðardal Skólasetning Auðarskóla var í morgun, miðvikudaginn 22. ágúst, í Dalabúð og kennsla hefst sam- kvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudaginn 23. ágúst. Nem- endur í grunnskóladeild Auðar- skóla verða 88 í vetur, en til við- bótar eru síðan 24 á leikskóladeild skólans. Hlöðver Ingi Gunnars- son skólastjóri segir nemendafjölda hafa verið afar stöðugan undan- farin ár. „Ég held að fjöldi grunn- skólanema sé nánast nákvæmlega sá sami og í fyrra og mjög litlar sveiflur hafa verið undanfarin ár,“ segir hann. Litlar breytingar eru á starfsmannahópi Auðarskóla milli ára í Auðarskóla og mjög vel hefur gengið að manna þær stöður sem þó þurfti að manna að sögn skólastjór- ans. „Það er lítil starfsmannavelta milli ára, það á bæði við um leik-, grunn- og tónlistarskólann. Aðeins örlitlar mannabreytingar hafa orð- ið í hópi starfsfólks, þar sem tveir nýir skólaliðar taka til starfa. Skóla- stjórinn er mjög ánægður með það,“ segir Hlöðver léttur í bragði. „Kennarastöðurnar í grunnskóla- deildinni eru nánast fullmannaðar fagmenntuðum kennurum og þeir leiðbeinendur sem starfa hjá okkur hafa mikla starfsreynslu og eru vel menntaðir. Að mínu mati erum við vel sett á öllum vígstöðvum hvað starfsfólk varðar,“ segir skólastjór- inn ánægður. Spurður um nýjungar og ný- breytni í starfinu kveðst Hlöðver eiga von á að stóra málið verði að- lögun að nýjum veruleika í kjölfar nýrra persónuverndarlaga. „Þau kalla á nýja vinnubrögð og nýja nálgun. Nemendur, starfsfólk og foreldrar þurfa að venjast gerólík- um vinnubrögðum við praktísk at- riði eins og umgengni um skól- ann, þ.e.a.s. hverjum er hleypt inn, hvernig myndatökum skal háttað og margt fleira,“ segir Hlöðver. Þá segir hann að sú breyting verði á íþróttakennslu að ekki verði lengur keyrt að Laugum í Sælings- dal til að kenna íþróttir. Þess í stað verða þær kenndar í Dalabúð í vet- ur. „Það verður áhugavert að sjá hvernig það gengur því það hefur haft íþyngjandi áhrif á töfluskip- an og starfsmannahald að þurfa að keyra inneftir. Þetta mun auðvelda hvað töfluskipan varðar, þó auðvi- tað muni þetta hafa bæði sína kosti og galla. En við sjáum tækifæri til að hafa stundatöfluna öðruvísi og létta að mörgu leyti daglegt starf skólans. Fyrir liggur samþykki um að prófa að hafa þennan háttinn á í vetur. Síðan verður tekin afstaða til þess hvernig til tókst næsta vor,“ segir hann. Auðarskóli varð Heilsueflandi skóli á síðasta ári og Hlöðver seg- ir að því starfi verði haldið áfram í vetur. Þá verði lesturinn hafður í forgrunni hjá okur eins og öðrum og alltaf reynt að gera betur hvað það varðar. „Síðan erum við auð- vitað alltaf að þróa okkur áfram í nýjum og breyttum kennsluhátt- um. Okkur hlakkar alveg svakalega mikið til í Dölum að fá ljósleiðar- ann tengdan. Það á að gerast bara hvað úr hverju og mun breyta allri upplýsingatæknikennslu töluvert. Það verður mikil gleði og ham- ingja. Það eru bara spennandi og skemmtilegir hlutir framundan,“ segir Hlöðver að endingu. Grunnskólinn í Stykkishólmi Grunnskólinn í Stykkishólmi verð- ur settur á föstudaginn, 24. ágúst á setningarathöfn Amtsbókasafn- inu. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundarskrá mánudaginn 27. ágúst næstkomandi. Nemendur verða 156 talsins við Grunnskólann í Stykkishólmi á komandi vetri og enga kennara vantar til starfa að sögn Berglindar Axelsdóttur skólastjóra. „Við náð- um að manna allar kennarastöð- ur í vor en erum að leita að einum starfsmanni í lengda viðveru,“ segir Berglind í samtali við Skessuhorn. Að venju er ýmislegt á döfinni í skólastarfinu á komandi vetri. „Við ætlum á komandi skólaári að festa enn betur í sessi uppeldisstefnuna sem við erum að nota, Uppeldi til ábyrgðar. Síðasta fimmtudag og föstudag vorum við með námskeið fyrir allt starfsfólk. Mjög vel heppn- að námskeið,“ segir skólastjórinn. „Þá ætlum við að halda áfram með Byrjendalæsi. Í fyrra vorum við með þá nýjung að 1. - 4. bekkur endaði skólavikuna með því að fara í sköp- un þvert á bekki. Unnið var undir stjórn verkgreinakennara og unnin alls konar skemmileg og skapandi verkefni,“ segir Berglind að lokum. Grunnskóli Grundarfjarðar Skólasetning Grunnskóla Grund- arfjarðar var í gær, þriðjudag- inn 21. ágúst. Kennsla hófst síð- an samkvæmt stundatöflu í morg- un, miðvikudaginn 22. ágúst. Þegar Skessuhorn ræddi við Sigurð Gísla Guðjónsson skólastjóra á föstudag voru tæplega eitt hundrað nemend- ur skráðir til náms. „Fjöldi nem- enda gæti breyst eftir helgina þar sem enn er verið að skrá nemendur til náms, en ég á von á því að þeir verði nálægt hundrað í vetur,“ segir skólastjórinn. Aðspurður segir hann vel hafa gengið að manna starfslið skólans. „Það gekk mjög vel að manna og við erum með faglærða kennara í öllum stöðum,“ segir Sigurður ánægður. „Umsóknir um laus störf voru góðar og mönnun hefur ekki verið vandamál. Nokkrir eru í rétt- indanámi til kennslu í Grundarfirði og því er von mín að það verði ekki vandamál að ráða kennara í náinni framtíð,“ bætir hann við. „Það er orðið þannig að hægt er að læra í auknum mæli í fjarnámi miðað við það sem áður var. Slíkt hefur auð- veldað fólki úti á landi að mennta sig sem er bara af hinu góða.“ Spurður um nýjungar eða ný- breytni í skólastarfinu segir Sig- urður að upplýsingatæknikennsla fái aukið vægi á komandi vetri. „Við fengum styrk frá Forriturum framtíðarinnar til að efla forritun- arkennslu í skólanum. Styrkurinn var í formi tíu fartölva. Núna erum við að vinna í því að setja forritun- arkennslu inn í okkar skólanám- skrá. Það er virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir hann. „Annars verður starfið með nokkuð hefðbundnu sniði. Ég er farinn að hlakka til vetrarins,“ segir Sigurð- ur Gísli. Grunnskóli Snæfellsbæjar Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur þrjár starfsstöðvar; í Ólafsvík, Hell- issandi og Lýsuhóli. Skólasetning verður á öllum stöðum í dag, mið- vikudaginn 22. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundartöflu á morgun, fimmtudaginn 23. ágúst. „Núna eru nemendur allt í allt 246 talsins. Af þessum 246 nemendum eru 143 nemendur skráðir í skól- ann í Ólafvík, 82 á Hellissandi og 21 nemendi í Lýsuhólsskóla, þarf af 7 í leikskóladeildinni,“ segir Hilm- ar Már Arason, skólastjóri GSNB, í samtali við Skessuhorn á föstudag. Hann segir mjög vel hafa gengið að manna í stöður og er að vonum ánægður með það, slíkt sé ekki sjálf- gefið. „Það hefur gengið tiltölulega illa í mörgum skólum, bæði í höf- uðborginni og úti á landi eru marg- ir að auglýsa ennþá. En okkar gæfa hefur verið sú að við höfum alið upp okkar kennara sjálf, hvatt þá sem starfa hjá okkur sem leiðbein- endur eða stuðningsfulltrúar til að fara í nám. Í vetur verða ekki allir réttindakennarar hjá okkur heldur verða þrír leiðbeinendur. En þeir eru allir í námi, þar af einn sem er að klára í október, annar í maí og sá þriðji er kominn af stað. Þar fyrir utan eru hér þrír starfsmenn sem sinna öðrum störfum í kenn- aranámi,“ segir Hilmar ánægður. „Innan veggja skólans er mjög gott og hæft starfsfólk með fjölbreytta reynslu. Ég tel mikilvægt fyrir skóla að vera með starfsfólk sem hefur mikla breidd í menntun og ekki síð- ur reynslu,“ bætir hann við. Sérstaða Grunnskóla Snæfells- bæjar er eftir sem áður að hann er eini skóli landsins sem er með nám- skrá í átthagafræði. Heimasíða til- einkuð henni fór í loftið á vormán- uðum. Átthagafræðin verður áfram áberandi í starfi skólans. „Einnig stefnum við á að vera með skólaþing í haust, þar sem allir aðilar skóla- samfélagsins koma saman og end- urskoða stefnuna, fara yfir hverjir styrkleikar okkar eru og hvað má ef til vill betur fara,“ segir skóla- stjórinn. „Síðan ætlum við að halda 1. desember hátíðlegan. Það verð- ur kennsludagur en óhefðbundinn kennsludagur, þar sem hann ber upp á laugardag. Þá ætlum við að halda sýningu og gleðskap og halda þannig upp á 100 ára fullveldisaf- mæli Íslands með pompi og prakt,“ segir Hilmar. Laugargerðisskóli Setning Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi verður eft- ir hádegi í dag, miðvikudaginn 22. ágúst. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá á morgun. Nemendur Laugargerðisskóla verða 13 í vet- ur, en að auki verða níu nemend- ur í leikskóladeild skólans. „Það er örlítil fækkun á milli ára, stærri ár- gangur útskrifaðist í vor en sá sem kemur inn nú í haust, auk þess sem ein fjölskylda fluttist búferlum,“ segir Ingveldur Eiríksdóttir skóla- stjóri í samtali við Skessuhorn. Aðspurð segir hún að allar stöð- ur hafi verið mannaðar. „Það náð- ist að manna allar stöður á síðustu metrunum og við erum komin með öflugan hóp starfsfólks. Ég er hæst- ánægð með alla aðila skólastarfs- ins, bæði börn og fullorðna,“ segir hún. Á komandi vetri segir Ingveldur að farið verði af stað með þróun kennsluhátta, sem felist meðal ann- ars í vinnustofum nemenda. Auk þess verður tekin upp svokölluð ARt þjálfun. „ARt stendur fyrir Aggression replacement training og er þjálfunarmódel í félagsfærni, sið- ferðiskennd og reiðistjórnun. Þetta hefur verið mikið notað á Suður- landi og einnig hjá skólum í höfuð- borginni,“ segir Ingveldur. Þá er einnig verið að flytja starf leikskól- ans alfarið inn í Laugargerðisskóla. „Hann er kominn inn í sömu bygg- ingu, sem ég held að verði mikið til bóta. Þá nýtist mannskapurinn bet- ur og við erum öll meira saman,“ segir hún. „Við ætlum að láta þetta duga af nýjungum en halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ segir Ingveldur að lokum. Reykhólaskóli Reykhólaskóli var settur í í gær, þriðjudaginn 21. ágúst. Að setn- ingu lokinni hófst kennsla sam- kvæmt stundarskrá. Að sögn Val- geirs Jens Guðmundssonar skóla- stjóra eru 44 nemendur skráðir til grunnskólanáms í Reykhólaskóla á komandi vetri. „Það er aðeins fækk- un frá síðasta skólaári, en þá voru nemendur 52,“ segir Valgeir í sam- tali við Skessuhorn. „Allar stöður hafa verið mannaðar,“ segir hann ánægður. Spurður um nýjungar eða sérstök verkefni nefnir Valgeir tvennt sem verður á döfinni á komandi vetri. „Við erum að fara af stað með mjög spennandi þróunarverkefni í smíði, sem heitir útivera og tálgun,“ seg- ir hann og bætir við að nafnið sé mjög lýsandi fyrir verkefnið. „Síðan erum við að vinna í góðu samstarfi við skólann á Hólmavík hvað varð- ar skipulag og áætlanagerð, nám og kennslu,“ segir Valgeir að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Átthagafræði er eftir sem áður ein helsta sérstaða Grunnskóla Snæfellsbæjar. Hér eru nemendur í átthagaferð á síðasta skólaári. Frá vorhátíð Auðarskóla í Búðardal við lok síðasta skólaárs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.