Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagastelpur í ÍA þurftu að sætta sig við tap gegn toppliði Keflavík- ur þegar liðin mættust á Akranes- velli síðasta fimmtudag í 14. umferð Inkassodeildar. Leikurinn var mikil- vægur fyrir bæði lið sem heyja hvort um sig baráttu á toppi deildarinnar. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti og börðust hart um boltann til að skapa sér líkleg markfæri. Það leið ekki á löngu þangað til Sveindís Jane Jónsdóttir kom gestunum af Suður- nesjunum yfir á 15. mínútu. Það hafði þó ekki mikil áhrif á heima- stúlkur sem héldu dampi og jöfnuðu metin á 37. mínútu þegar Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fallegt mark eftir góðan undirbúning frá liðs- félaga sínum, Maren Leósdóttur. Keflvíkingar gáfu ekkert eftir þrátt fyrir áræðni heimastúlkna og nýttu sér klaufagang í vörn þeirra gulu þegar Sophie Groff kom sínu liði aftur yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari komu Skagastelpur vel stemmdar til leiks og átti Berg- dís Fanney Einarsdóttir meðal ann- ars þrumuskot í þverslá í upphafi seinni hálfleiks. töluvert jafnræði var með liðum eftir þetta fína færi í dágóða stund. Leikurinn breytt- ist svo töluvert þegar Sveindís Jane skoraði annað mark gestanna á 78. mínútu og var sem öll orka hefði lekið úr Skagastúlkum sem áttu lítil sem engin svör eftir þetta. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 81. mínútu og Kristrún Ýr Hólm gerði endan- lega útaf við leikinn þegar hún skor- aði fimmta markið fyrir Keflavík á loka mínútunni. Niðurstaðan því 5-1 Keflavík í vil. Þrátt fyrir tap þá heldur ÍA þriðja sætinu með 28 stig. Keflavík trón- ir á toppnum og er nú með 34 stig. Fylkir sigraði Hauka örugglega í umferðinni og er því með þægilegt forskot á ÍA í öðru sæti með 33 stig. Einungis fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu. Skagastúlkur taka á móti Fylki í næstu umferð á Akranesi og fer sá leikur fram næstkomandi fimmtudag klukkan 18:00. glh/ Ljósm. úr safni; sas. Tap á móti toppliði Keflavíkur Körfuknattleiksfélag ÍA hefur sam- ið við Bandaríkjamanninn Jermelle Fraser um að taka að sér að leika með og þjálfa lið Skagamanna í 1. deild karla í körfuknattleik næsta vetur. Greint var frá þessu á Fa- cebook-síðu körfuknattleiksfélags- ins síðastliðinn miðvikudag. Jermelle er 31 árs gamall og leikur stöðu bakvarðar. Hann býr yfir töluverðri reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Síðastlið- inn vetur lék hann körfuknattleik í Malmö í Svíþjóð, ásamt því að annast þjálfun barna og unglinga. Jermelle er væntanlegur til lands- ins í byrjun septembermánaðar. Vonast aðstandendur Körfuknatt- leiksfélags ÍA til að hann reynist góð lyftistöng í uppbyggingar- starfi félagsins. kgk Jermelle Fraser verður spilandi þjálfari ÍA Liðsmenn Víkings Ó. máttu játa sig sigraða gegn Breiðabliki í ótrú- legum undanúrslitaleik Mjólkur- bikars karla á fimmtudagskvöld. Blikar náðu að jafna á lokasekúnd- um framlengingar og sigruðu síð- an í vítaspyrnukeppni. Frá fyrstu mínútu var ljóst að um hörkuleik yrði að ræða. Breiðablik var mun meira með boltann en Ólafsvíkingar vörðust vel og skipu- lega, með fimm manna varnarlínu og djúpan miðjumann fyrir fram- an vörnina. Liðsmenn Breiðabliks komust því lítt áleiðis. Á meðan liðsmenn Víkings lögðu allt sitt kapp á að verjast þurfti sóknarleikur þeirra að gjalda fyrir það. Fram á við var fátt um fína drætti hjá Ólafsvíkingum, þar til þeir fengu hornspyrnu á 32. mínútu. Kwame Quee tók spyrn- una og boltinn barst í gegnum alla þvöguna í vítateig Breiðabliks á fjærstöngina þar sem Gonzalo Za- morano skoraði með innanfótar- skoti af stuttu færi. Ólafsvíkingar komnir í 1-0 eftir fyrstu marktil- raun sína í leiknum. Heimamenn virkuðu slegnir og á meðan lifn- aði yfir leik Víkings. Gonzalo fékk annað ágætis tækifæri skömmu eft- ir markið en skot hans var varið. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Dýrkeypt mistök Lengi framan af síðari hálfleik spil- aðist leikurinn eins og í þeim fyrri. Breiðablik hélt boltanum en komst lítt áleiðis gegn þéttum varnarleik Víkings. Blikar juku sóknarþung- ann eftir því sem leið á, enda allt undir hjá þeim. Þegar hálftími var eftir dró verulega til tíðinda. tho- mas Mikkelsen átti skot í samskeyt- in og út. Varnarmönnum Víkings tókst ekki að bægja hættunni frá, boltinn barst að lokum til Arons Bjarnasonar sem átti bylmings- skot sem small í þverslánni. Ólafs- víkingar sluppu þar heldur betur með skrekkinn og héldu foryst- unni en þó ekki lengi. Á 67. mín- útu vann thomas Mikkelsen bolt- ann af Emmanuel Keke í vörninni, geystist með hann í átt að marki og kláraði vel einn á móti markmanni. Staðan orðin 1-1. Eftir jöfnunarmarkið héldu Blikar áfram að sækja en Ólafsvík- ingar vörðust vel allt til loka venju- legs leiktíma. Því varð að grípa til framlengingar. Dramatíkin allsráðandi Leikurinn var heldur opnari í fram- lengingunni en í venjulegum leik- tíma og hart barist inni á vellinum. Blikar voru meira með boltann en aftur reyndist fast leikatriði þeim dýrkeypt. Á lokamínútu fyrri hálf- leiks framlengingar fékk Víking- ur aukaspyrnu. Kwame sendi bolt- ann inn í teiginn og Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, varð fyrir því óláni að skora sjálfs- mark þegar hann reyndi að skalla boltann frá. Staðan 2-1 fyrir Vík- ing og aðeins 15 mínútur eftir. Blikar lögðu mikið kapp á að jafna í síðari hálfleik framleng- ingarinnar, lágu í sókn en náðu ekki að skapa sér nein dauðafæri. tíminn virtist vera að hlaupa frá þeim þegar þeim tókst að jafna með ótrúlega dramatískum hætti á lokasekúndum framlengingar- innar. Ingibergur Kort Sigurðs- son hafði þá sloppið einn í gegn- um vörn Breiðabliks en Gunnleif- ur Gunnleifsson varði frá honum. Heimamenn geystust upp í sókn sem endaði með því að boltinn var lagður hægra megin í teiginn fyr- ir Brynjólf Darra Willumsson sem skoraði með góðu skoti í fjærhorn- ið. Staðan 2-2 að loknum fram- lengdum leik og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar vörðu báðir markverðirnir eina spyrnu hvor. Nacho Heras þrumaði í þverslána og Damir Muminovic tryggði síðan Breiðabliki farseðil- inn í úrslitaleikinn með marki úr síðustu spyrnunni. kgk/ Ljósm. úr safni. Ótrúleg dramatík í undanúrslitum bikarsins Víkingur Ó. úr leik eftir vítaspyrnukeppni Víkingur Ó. mátti sætta sig við 4-3 dramatískt tap gegn Þrótti R. leik á mánudagskvöld. Var þetta fyrsta tap Víkings á nýja gervigrasinu á Ólafs- víkurvelli. Gestirnir byrjuðu betur, sýndu prýðilega sóknartilburði og voru lík- legri til að skora í upphafi leiks. Það var því gegn gangi leiksins þegar heimamenn komust yfir á 20. mín- útu. Sasha Litwin átti þá glæsilega sendingu frá vinstri kanti á Kwame Quee sem gat ekki annað en skor- að. Og Ólafsvíkingar létu kné fylgja kviði. Aðeins fjórum mínútum síð- ar voru þeir komnir í 2-0. Ingiberg- ur Kort Sigurðsson sendi boltann á Kwame sem fór með hann upp að en- dalínu, sendi fyrir á Gonzalo Zamor- ano sem afgreiddi boltann í netið. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks minnkaði Viktor Jónsson muninn fyrir Þrótt eftir sendingu frá Jasper van der Heyden. Þróttarar jöfnuðu síðan á lokaandartökum fyrri hálf- leiks þegar Daði Bergsson skoraði. Staðan 2-2 í hléinu eftir ansi hreint kaflaskiptan fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi síðari hálfleiks en það voru gest- irnir sem tóku forystuna í fyrsta sinn í leiknum á 67. mínútu. Viktor fór þá upp í skallabolta gegn Fran Marmo- lejo markverði, boltinn féll niður og Viktor var fljótur að átta sig og sendi hann í autt markið. Litlu munaði að Víkingur jafn- aði stuttu síðar. Gonzalo átti þá góða sendingu inn fyrir vörnina á Kwame en hann skaut framhjá úr upplögðu færi. En Ólafsvíkingar þurftu ekki að bíða mikið lengur eftir jöfnunarmark- inu. Það gerði Ívar Reynir Antonsson á 78. mínútu eftir sendingu frá Gon- zalo. Allt virtist stefna í jafntefli þar til Viktor fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu. Lokatölur urðu því 4-3, Þrótti í vil. Eftir leikinn situr Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 32 stig, jafn mörg og Þróttur í sætinu fyrir ofan. Næst leikur liðið gegn Leikni R. á útivelli föstudaginn 24. ágúst næstkomandi. kgk Fyrsta tapið á nýja gervigrasinu Kwame Quee prjónar sig framhjá varnarmönnum Þróttar í leiknum á mánudag. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.