Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201820 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var settur föstudaginn 17. ágúst síðastliðinn og fór mót- taka nýnema fram sama dag. Skól- inn var kynntur fyrir nýnemum á nýstárlegan hátt með ratleik og lauk dagskránni með sameigin- legum hádegisverði í mötuneyti skólans. Kennsla hófst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 20. ágúst en sérstakur kynningarfundur var haldinn þriðjudaginn 21. ágúst fyrir nemendur sem hófu nám með vinnu. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari, segir mikla og góða aðsókn í skólann þetta árið. „Það var því miður ekki hægt að taka við öllum nemendum sem sóttu um skólavist í ár. Það á einkum við um nám í rafiðngreinum en aukn- ing hefur orðið á nemendum sem vilja sækja það nám, bæði hér hjá okkur og á landsvísu,“ segir skóla- meistarinn og bætir við að það sé ákveðið verkefni sem stefnt er á að leysa innan skólans. Einhverjar breytingar hafa orðið innan starfs- mannahóps skólans frá síðustu önn, meðal annars vegna tíma- bundinna leyfa kennara. Fullráð- ið er í allar stöður og hafna þurfti mörgum góðum umsóknum, segir skólameistari. Flestir innritast á náttúrufræðibraut Í upphafi haustannar eru nemend- ur skólans 535 talsins. Þar af eru um 93 í námi með vinnu; 27 í húsa- smíði, einn í húsgagnasmíði, 35 á sjúkraliðabraut og 30 í vélvirkjun. Nýinnritaðir nemendur sem koma beint úr grunnskóla og eru fæddir 2002 eða síðar eru 118 talsins en nýinnritaðir nemar á „framhalds- skólaaldri,“ fæddir 1999-2002 eru 133. Af þeim hópi eru 121 nýnemi og 12 endurinnritaðir. Mest að- sókn er á bóknámsbrautir eins og hefur verið síðustu ár. „Flestir inn- ritast á náttúrufræðibraut eða 34 nemendur, 28 fara á opna stúd- entsbraut og 20 á félagsfræðibraut. Á afreksíþróttasvið hafa 20 ný- nemar skráð sig en í heildina verða 44 nemendur á því sviði. Þar eru langflestir í knattspyrnu eða um 33 talsins. Aðrir skiptast á badminton, fimleika, keilu, klifur og sund,“ segir Ágústa Elín. Aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk til fyrirmyndar Heimavistin er nánast fullsetin og eins og áður koma vistarbúar alls staðar að. Fjölgun hefur orð- ið á nemendum frá Snæfellsnesi og Borgarnesi sem skólameistari seg- ir ánægjuefni. „Á vorönn var lok- ið við að endurnýja innanstokks- muni á heimavistinni og er stefnt að því að vinna áfram að endurnýj- un baðherbergja vistarbúa á næstu önnum. Allt er þetta vinna sem Ríkiseignir standa að og er á fram- kvæmdaáætlun,“ útskýrir Ágústa Elín. Ákveðið samverusvæði var útbú- ið fyrir nemendur á heimavistinni þegar tvö herbergi voru sameinuð. Með þeim framkvæmdum er verið að veita nemendum afnot af eld- húsi og sameiginlegu rými og hef- ur það mælst mjög vel fyrir ásamt því að vera vel nýtt af nemendum. Í sumar hafa töluverðar fram- kvæmdir átt sér stað á skólan- um sjálfum og hefur námsaðstaða nemenda og vinnuaðstaða starfs- manna verið bætt til muna. Lokið hefur verið við að endurnýja tölvu- kost skólans, kennslurýmið snyrt og borð og stólar sem nemendur sitja við verið endurnýjuð. „Segja má að aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk sé nú til fyrirmyndar,“ segir Ágústa Elín stolt. Líðan og velferð nem- enda sífellt í forgrunni Nokkur nýmæli eru í starfsemi skólans á þessu hausti. Boðið er upp á nýtt svið á opinni stúdents- braut, íþrótta- og heilsusvið, sem góð aðsókn hefur verið að. Ráð- gjöf er veitt meðal annars fyr- ir nemendur með lesblindu og annars vegar er aukinn stuðning- ur við nemendur í brotthvarfs- hættu. „Skólinn, í samstarfi við nærsamfélagið, mun setja aukna áherslu á forvarnir og heilsuefl- ingu og vinna áfram að þeim mál- efnum sem þurfa sífellt að vera í forgrunni, það er líðan og velferð nemenda,“ segir skólameistarinn og er bjartsýn á skólaárið fram- undan. „Hvað þetta skólaár varð- ar þá horfum við björtum augum fram á veg með samheldinn starfs- mannahóp sem er jafnframt sam- stíga í að starfrækja skólastarf í framþróun. Áfram munum við leggja kapp á að skapa umhyggju- samt og lærdómsríkt skólasam- félag þar sem líðan allra sem þar starfa er í brennidepli, bæði nem- enda og starfsfólks,“ segir Ágústa Elín að endingu. glh Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi: Mikil og góð aðsókn í skólann þetta árið Alls eru 535 nemendur að hefja nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands í haust. Ljósm. úr safni. Nýnemadagur Fjölbrautaskóla Snæfellinga fór fram í Grund- arfirði síðastliðinn föstudag og hófst dagskráin tímanlega klukk- an 10 um morguninn þar sem far- ið var yfir helstu þætti skólastarfs- ins og væntingar til skólaársins. Fyrsti kennsludagur var svo sam- kvæmt stundaskrá mánudagur- inn 20. ágúst. „Nemendur skól- ans verða svipað margir í ár og frá því í fyrra eða 172 talsins, þar af eru 38 nýnemar skráðir til náms,“ segir Hrafnhildur Hallvarðsdótt- ir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, í samtali við Skessu- horn. Nám á félags- og hugvís- indabraut er vinsælast þar sem 70 nemendur eru skráðir til náms. Einhverjar breytingar eru meðal starfsfólks frá því fyrir ári síðan og er búið að ráða kennarar í tilheyr- andi afleysingar vegna þeirra sem eru að fara í orlof segir Hrafnhild- ur. Sömuleiðis hafa nýir kennarar bæst í hópinn. Framkvæmdir og nýjungar Nokkrar framkvæmdir hafa átt sér stað hjá FSN. til að mynda er búið að breyta rými í skólan- um sem áður hýsti líkamsrækt í fjölnotasal. Þar verður hægt að kenna jóga, vera með kvikmynda- sýningar, almenna kennslu, leik- list og fleira. Nýjungar í skólan- um eru líka margvíslegar. „Við erum að vinna að stofnun fiskeld- isbrautar og í vor fengum við að gjöf þrívíddarprentara frá Sam- tökum sveitarfélaga á Vestur- landi og eru ýmsar hugmyndir á lofti um notkun hans,“ greinir Hrafnhildur frá. „Á vinnudögum í ágúst sátu kennarar fyrirlestur frá Christine Harrison sem er doktor við Kings College í London. Hún mun vinna með okkur á haustönn við að skerpa á áherslum skólans í leiðsagnarmati. Að auki er fjöl- brautaskólinn þátttakandi í Eras- mus verkefni og eru nú sjö nem- endur ásamt kennara staddir á te- nerife.“ Ekki lengur nýr og ungur skóli Hrafnhildur segir að bæði nem- endur og starfsfólk séu fullir til- hlökkunar til komandi skólaárs. „Forseti nemendafélagsins, Ragn- heiður Ingólfsdóttir, er strax kom- in með margar hugmyndir fyrir félagslíf nemenda og á sama tíma eru kennarar með margar nýjung- ar í kennsluaðferðum og náms- efni,“ segir skólameistarinn. Nú er Fjölbrautaskóli Snæfell- inga að hefja sitt 15. starfsár og er því ekki lengur nýr og ungur skóli að sögn Hrafnhildar. „Skólinn er nú búinn að sanna tilvist sína og starfsfólk er ákveðið í að halda áfram að standa fyrir því sem var ákveðið í upphafi við stofnun skól- ans en það var að þróa nýja hugsun í kennsluháttum, skipulagi í skóla- starfi og skólahúsnæði. Í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga er tæki- færi til breytinga og innleiðingar á nýjum kennsluháttum og skólinn hefur haft mikil áhrif á samfélögin á Snæfellsnesi,“ segir Hrafnhildur að endingu. glh Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Skólinn er búinn að sanna tilvist sína Frá nýnemadögum FSN í fyrra. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.