Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201814 Byggðarráð Borgarbyggðar hélt fund síðastliðinn mánudagsmorgun. Þar var undir 12. lið á dagskrá fjallað um lóðarleigusamning og fleira sem tengist samskiptum sveitarfélagsins við fyrirtæki sem reka starfsemi sína við Borgarbrautar 55. Frá því máli var ítarlega greint í síðasta Skessu- horni. Í upphafi fundar var bók- að: „Byggðarráð Borgarbyggðar vill koma því á framfæri að það er vilji af hálfu sveitarfélagsins til að ná samkomulagi við lóðarhafa á Borg- arbraut 55 í þeirri stöðu sem nú er uppi, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Það kom m.a. skýrt fram í bréfi Borgarbyggðar sem sent var til lóð- arhafa þann 30. júlí sl. Í umræddu bréfi var leitast við að skýra réttar- stöðu sveitarfélagsins og því lýst yfir að áhugi sé fyrir því að halda áfram samningsviðræðum. Einnig kemur fram að sveitarfélagið er reiðubúið til að útvega þeim nýja lóð eða lóð- ir undir rekstur þeirra og semja um forsendur þess að starfsemi þeirra verði flutt af Borgarbraut 55.“ Minnihlutinn með sérstaka bókun Guðveig Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokks og minnihlut- ans í sveitarstjórn lagði þá fram svohljóðandi bókun: „Undirrituð fulltrúi Framsóknarflokksins hvet- ur meirihlutann til að hundsa ekki samfélagslega ábyrgð sína. Fram- gangur Borgarbyggðar byggir á því að hér sé tryggt að fyrirtæki sjái tækifæri til vaxtar. Samskipti stjórnsýslunnar eiga að einkenn- ast af trausti, sanngirni, samtali og virðingu. Ljóst er [að] meiri- hluti sveitarstjórnar þarf að axla ábyrgð á því að samskipti lögfræð- ings Borgarbyggðar við lóðarhafa að Borgarbraut 55 hafi ekki ver- ið fylgt eftir í samræmi við það sem var ákveðið eftir umræður á byggðarráðsfundi 19. júlí sl. Mikil- vægt er að sveitarstjórn starfi inn- an þeirra heimilda sem hún hefur, en gæti þess ávallt að stjórnsýslan fari ekki fram gagnvart fyrirtækj- um og íbúum með drambsemi. Undirrituð tekur ekki þátt í aðför að atvinnulífinu í Borgarbyggð.“ Lýsa fullum samningsvilja Þegar bókun Guðveigar hafði ver- ið lögð fram var tekið hlé á fundi byggðarráðs. Að afloknu fund- arhléi var framlögð eftirfarandi bókun af fulltrúum meirihlutans: „Undirrituð vilja benda á það að allir fulltrúar í byggðarráði sam- þykktu að senda út umrætt bréf sem lagt var fyrir fund byggðar- ráðs þann 19. júlí síðastliðinn. Það var gert til að skýra lagalega stöðu sveitarfélagsins fyrir öllum aðilum í þeim viðræðum sem átt höfðu sér stað. Einnig var lögmanni sveitar- félagsins falið að hafa samband við lögmann lóðarhafa að Borgarbraut 55 til að undirstrika enn frem- ur samningsvilja sveitarfélagsins í málinu. Undirrituð ítreka þá af- stöðu sína að til staðar sé full- ur samningsvilji. Það er vilji allra að ásættanleg niðurstaða náist á milli aðila í málinu.“ Undir álykt- unina rita Lilja Björg Ágústsdótt- ir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Magnús Smári Snorrason, sem er áheyrnarfulltrúi í byggðarráði. mm Bókað í byggðarráði um málefni Borgarbrautar 55 Borgarbraut 55 í Borgarnesi. „Það er búið að vera reytingsveiði af makríl að undanförnu,“ seg- ir Pétur Bogason, hafnarvörður í Ólafsvík, aðspurður um gang mak- rílveiðanna í Breiðafirði að undan- förnu. Veiðarnar fóru seinna í gang í ár en á síðustu vertíð. „Þetta er nú heldur að aukast. Sumir bátar hafi tvílandað en aflinn síðustu daga hefur verið þetta frá þremur og upp níu tonn.“ Magnús Guðni Emanúelsson er einn reyndasti makrílskipstjórinn og hefur hann veitt vel að undan- förnu á bátnum Rán SH. Magnús rær einn og hefur hann komið með fullfermi í land margoft. „Þetta hefur gengið vel hjá mér í ár svo ég þarf ekki af kvarta,“ segir Magn- ús skælbrosandi þegar fréttaritari hitti hann um borð þegar hann kom drekkhlaðinn í land í vikunni sem leið. „Þetta eru um 5-6 tonn en báturinn tekur ekki meira en það. Svo ég er alsæll,“ segir hann og bætir við að nóg sé af mak- ríl á veiðisvæðinu og er heldur að aukast ef eitthvað er. „Ólyginn maður sagði mér að það væri að minnsta kosti ein milljón tonna af makríl á miðunum hér fyrir utan,“ sagði Magnús og skellihló. af „Ólyginn maður sagði að hér væri að minnsta kosti milljón tonna“ Rán SH sem Magnús rær á kemur vel hlaðinn að landi í Ólafsvík. Magnús Guðni Emanúelsson var að vonum ánægður með góðan afla.Sjómaður að ísa makrílinn en það þarf að kæla fiskinn vel niður svo hann haldi ferskleika sínum sem best.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.