Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201812 Mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og verktakafyrir- tækisins Spennt ehf. vegna bygging- ar fimleikahúss á Akranesi. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessu- horni bárust fimm tilboð í verkið, sem opnuð voru 31. maí síðastliðinn. Spennt ehf. átti lægsta tilboðið, sem hljóðaði upp á 607 milljónir króna. Nýtt fimleikahús mun rísa við hlið íþróttahússins við Vesturgötu. Um er að ræða nýbyggingu á 1640 fermetra fimleikasal. Þar verður steypt áhorf- endastúka en rými undir henni verð- ur síðan nýtt undir sturtur fyrir nú- verandi búningsklefa, sem einnig eru í íþróttahúsinu. Búningsklefar í eldri byggingu verða endurnýjaðir, sem og anddyri og kennslurými þar sem frí- stund Brekkubæjarskóla hefur verið starfandi. Í verkinu felst jarðvinna, uppsteypa, stálvirki í þaki, þakein- ingar, lagnir, loftræsting, raflagnir, frágangur að innan sem utan og lóð- argerð umhverfis húsið. Framkvæmdir munu hefjast nú í ágústmánuði og áætluð verklok eru í desember 2019. „Fimleika- félag Akraness telur á fjórða hundr- uð iðkenda og er ört stækkandi fé- lag. Að vera komin á þetta stig að framkvæmdir eru að hefjast eru afar gleðileg tíðindi fyrir bæjarfélagið og við erum í skýjunum að þetta sé loks- ins að gerast eftir mikinn undirbún- ing og vinnu starfsfólks bæjarins og fimleikafélagsins,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. kgk Samið um byggingu fimleikahúss á Akranesi Áætluð verklok í desember á næsta ári Vestlenskir sauðfjárbændur voru með skömmum fyrirvara kallaðir á fund ráðherra landbúnaðarmála í Dalabúð í Búðardal á miðvikudag í liðinni viku. tilgangur fundarins var að ræða þær tillögur sem hafa borist frá samráðshópi um endur- skoðun búvörusamninga. Í upphafi fundar afsakaði Kristján Þór Júlí- usson þann skamma fyrirvara sem var á fundinum og sagðist hann vera reiðubúinn að halda aftur fund á svæðinu áður en um langt liði. „Ég er þó kominn núna og er á fundaferð um landið til að heyra hljóðið í fólkinu sem ég tel mig vera að vinna fyrir,“ sagði hann. Markmiðið að minnka framleiðsluna Haraldur Benediktsson þingmað- ur og bóndi er annar formaður samráðshóps um endurskoðun bú- vörusamninga. Hann kynnti til- lögur hópsins líkt og hann gerir í aðsendri grein í Skessuhorni í dag. Þar er helst að nefna samninga við bændur 67 ára og eldri um búskap- arlok, frystingu gæðastýringar- greiðslna, lækkun á ásetningshlut- falli í 0,5 fyrir hvert ærgildi, þró- unarverkefni tengt kolefnisbind- ingu, stöðugleikasjóð og tillögur er varða starfsumhverfi afurðastöðva. Markmiðið sagði hann vera að minnka framleiðsluna niður í rétt rúmlega landseftirspurn, það er að greinin dragi verulega saman. Þá minntist hann einnig á hugmynd sem hefur verið kölluð Búsetu- grunnur. Haraldur sagði áherslur Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands sjást í til- lögunum. En þrátt fyrir þessar til- lögur sagði hann að afurðastöðvar og kjötvinnslur yrðu að sækja fram á nýjan hátt „Það hefur samt ein- hvern veginn verið þannig á öll- um þeim fundum sem ég hef set- ið í gegnum tíðina þá hefur um- ræðan bara verið um ríkisstuðn- inginn, ekki markaðsstarf og betri vinnslu á sauðfjárafurðum. Þar er úr mörgu að bæta,“ sagði Harald- ur gagnrýninn. Skiptar skoðanir um tillögurnar Líflegar og kröftugar umræður sköpuðust um tillögurnar og stöðu sauðfjárræktar almennt. Efasemd- ir komu fram um að tillögurnar yrðu til þess að þétta raðir sauð- fjárbænda og myndu jafnvel seinka því að atvinnugreinin komist út úr vandanum. Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri LS steig í pontu og sagði þessa fækkunarhvata ekki endurspegla stefnu LS, tillögur samráðshóps- ins gengju enn lengra en LS hafi talað um. „Það er samt mjög mik- ilvægt að við tökum úr sambandi alla hvata til aukinnar framleiðslu og þess vegna höfum við talað fyr- ir frystingu á ríkisstuðningi,“ sagði hann. Aðrir vildu jafnvel sjá algjöra uppstokkun á kerfinu á breiðari grundvelli og eða tóku tillögun- um vel. Þá voru afurðastöðvarnar gagnrýndar harðlega því svo virt- ist sem að þær væru ekki að gera neitt til þess að bæta úr stöðunni og lokuðu margar hverjar á nýja innleggjendur. Hagsmunir kljúfa stéttina Samhljómur var þó meðal fund- armanna um að vandamálið sem sauðfjárbændur stæðu vissu- lega frammi fyrir væri afurða- verðið, ekki ríkisstuðningurinn. Staðan væri samt sem áður sú að stétt sauðfjárbænda væri á viss- an hátt klofin vegna mismunandi hagsmuna, hagsmunum tengdum stuðningskerfinu. „Sauðfjárbænd- um var skipt í tvo hópa þegar 0,7 ásetningshlutfallið var sett á, síðan hafa allir fundir hjá LS snúist um að rífast um skiptingu ríkisstuðn- ings og því verður að linna. Fyrr komumst við ekki í einn hóp,“ sagði einn fundarmanna. Litlar líkur á aðgerðum í haust Nú er þó farið að styttast í slátur- tíð og því lítil von til að hægt verði að grípa til beinna aðgerða í haust. Þá hafa bændur flestir borið á tún sín í vor og uppskorið þótt nú líti út fyrir að hægt sé að selja talsvert af heyi til Noregs. „Ramminn er bara þannig að þetta eru lagabreyt- ingar og reglugerðir sem þurfa að fara fyrir þingið og allt slíkt tekur tíma. Ég er samt alveg á því að at- vinnugreinin er á þeim stað að hún leyfir okkur ekkert að vinna bara á bráðaaðgerðum mikið lengur. Það þarf og ég vill að við finnum lausn- ir sem virka til lengri tíma og til þess að komast á nýjan stað verður að berja á brestina í kerfinu í dag,“ sagði Kristján Þór landbúnaðar- ráðherra í lok fundar. Hann vonast þó eftir niðurstöðu í málinu fyrir áramót, í tæka tíð fyrir næsta fram- leiðsluár. sla Vestlenskir sauðfjárbændur áttu samtal við ráðamenn Á fundinn í Búðardal komu sauðfjárbændur víða af Vesturlandi. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrum forseti Alþingis og formaður endurskoðunar- hóps sauðfjársamninga, var á fundinum. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra og Haraldur Benediktsson þingmaður sátu fyrir svörum og áttu samtal við sauðfjárbændur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.