Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar HÓTEL LAXÁRBAKKI A BRIDGE TO THE WEST laxarbakki@laxarbakki.is tlf. +354 551 2783 www.laxarbakki.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Á sunnudaginn var haldið upp á 90 ára afmæli hestamannafélagsins Glaðs í Dölum með því að ríða til hátíðarmessu í Hjarðarholtskirkju. Fengu hestamenn og aðrir kirkju- gestir blíðskaparveður. Á vef félags- ins og á budardalur.is má sjá dróna- myndband sem Sigurður Sigur- björnsson tók. Messað var í Hjarðarholti þar sem séra Anna Eiríksdóttir sókn- arprestur stjórnaði hressilegri og ánægjulegri athöfn, eins og segir í frétt Glaðs. Kirkjukór Dalapresta- kalls söng undir stjórn og undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar og Gissur Páll Gissurarson söng ein- söng. Að athöfn lokinni var drukk- ið kaffi í safnaðarheimilinu þar sem veitingar voru í boði sóknarnefndar og Glaðsfélaga. mm Riðu til hátíðarmessu í tilefni afmælis Glaðs Skjáskot úr upptöku Sigurðar Sigurbjörnssonar á budardalur.is. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í Bakkakoti í Borgarfirði hefur til- kynnt að hún sækist eftir formennsku í stjórn Sambands ungra framsóknar- manna. Sambandsþing fer fram dag- ana 31. ágúst til 1. september. Lilja er 22 ára og er annar varaþingmað- ur flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún er starfsmaður Grunnskóla Borgarfjarðar og er að hefja fjarnám í grunnskólakennarafræðum. „Ég hef notið þess að taka þátt í starfinu síðustu ár og ég vil gera mitt besta til að sjá til þess að SUF haldi áfram sínu góða starfi og fái tækifæri til þess að blómstra. SUF er mikil- vægt í grasrót Framsóknar og því er nauðsynlegt að samtökin séu virk og ýti á eftir þingmönnum og ráðherr- um. Það sem liggur mér helst á hjarta er jafnrétti til náms, umhverfismál og geðheilbrigðismál. Þegar litið er til búsetu fólks í námi er mörgu ábóta- vant og tel ég að ýta þurfi á eftir leið- um sem bæta aðstæður til náms eins og aukið fjarnám í Háskóla Íslands og heimavist á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema sem koma af landsbyggðinni. Ísland gerir margt gott í umhverfismálum en getur gert margt betur. Markvisst þarf að minnka plastnotkun á landinu og stuðla að endurvinnslu þess ásamt því að styðja við rafbílavæðingu á lands- vísu. Styrking heilbrigðiskerfisins er nauðsynleg. Sérstaklega þegar litið er til þróunar geðheilbrigðismála. Fíkn og lyfjamisnotkun hjá ungu fólki á Íslandi er komin í mjög slæman far- veg. Vitundarvakning hefur orðið í þessum málum og nýta þarf þennan kraft til mikilla umbóta til að koma í veg fyrir að illa fari.“ Þá segir hún að unga fólkið sé framtíðin og mega stjórnmálamenn ekki gleyma því. „Því er mikilvægt að við látum í okkur heyra og minnum á að við erum ekki einhver „aukahlut- ur“ heldur er verið að byggja sam- félagið upp og einn daginn munum við taka við því og færa keflið áfram. Samfélagið er í stöðugri þróun og við þurfum að gæta þess að það sé þróun í rétta átt,“ segir Lilja Rannveig. mm Lilja sækist eftir formennsku í SUF Pennagrein til grundvallar þeirri endurskoð- un leggur sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra tillögur Sam- ráðshóps um endurskoðun bú- vörusamninga. Ríki og bændur að hafa skipað samninganefndir og er Unnur Brá Konráðsdóttir, fv. for- seti Alþingis, formaður samninga- nefndar ríkisins. Landbúnaðarráðherra hefur boðað til funda með bændum. til að nýta tíma verða þeir haldn- ir næstu daga. Já, með skömmum fyrirvara. Þó er það skýrt af hálfu ráðherra að fleiri fundir en þeir sem nú hafa verið ákveðnir, verða haldnir. En vegna anna ráðherra er mikilvægt að nýta tímann sem best. Það er mikilvægt að við náum beinu samtali við bændur um verk- efnið, og heyra sjónamið þeirra. Það skal rækilega undirstrikað að samingaviðræður og niðurstaða þeirra verða hinar raunverulegu aðgerðir. tillögur Samráðshópsins eru afgerandi og geta leitt til talsverða breytinga. Ekki byltingar – held- ur til þess fallnar að vinna sauð- fjárbúskap úr þeirri kreppu sem hann hefur verið í. Helstu atriði tillagna eru; Samráðshópurinn leggur til að framleiðsla verði miðað við nú- verandi aðstæður um 8500 tonn. til að ná því marki, eru eftirfar- andi aðgerðir: Sérstakt tilboð til bænda 67 • ára og eldri að gera samn- inga um búskaparlok. Fyr- irkomulagið stendur til boða til haustsins 2019 og þeir samningar gilda til og með 2023. Frysting gæðastýringar-• greiðslna. Viðmiðunar- tímabil eru undangengin 3-5 ár. Lækkun á ásetningshlutfalli • úr 0,7 -í 0,5 vetrarfóðraðar kindur fyrir vert ærgildi. Bændum bjóðist þátttala í • þróunarverkefnum, tengt kolefnisbindingu. Að stofnaður verði stöðug-• leikasjóður sem stjórntæki til að draga úr sveiflum á markaði. Þá eru allmargar tillögur • er snúa að afurðastöðvum í sauðfjárslátrun. Þá er í framvinduskýrslu okkar fjallað um umfangsmiklar og rót- tækar breytingar sem til lengri tíma eru hugsaðar til að vinna að eflingu sauðfjárræktar. Uppstokkun á stuðningsfyrir- komulagi – það er ærgildum og gæðastýringu. Sem verði um- breytt í nýjan stuðning – sem nefndur hefur verið Búsetugrunn- ur. Búsetugrunnur er grundvallað- ur á því sem í tillögum LS hefur verið kölluð frysting á gæðastýr- ingargreiðslum. Að viðbættum greiðslum tengdum ærgildum. Búsetugrunnur er því ekki að minnka eða flytja til þær fjár- hæðir sem bú hafa fengið síðast- liðin þrjú ár. Fyrst og fremst er verið að samræma sem mest hags- muni sauðfjárbænda- því átök inn- an greinarinnar undanfarið hafa sannarlega verið fyrir hendi. Í samræmi við stjórnarsátt- mála ríkisstjórnar Katrínar Jak- obsdóttur, leggur Samráðshópur- inn til í framvinduskýrslu sinni, að við samningagerð við bændur verði útfærð leið til Aðlögunar- samninga á hverju búi. Aðlögun er þá í þeirri merkingu að stuðn- ingur geti skapar grunn að bú- háttabreytingum. Bændur byggi upp annan rekstur, sem skapar verðmæta og traustan grunn fyr- ir framtíðarafkomu. Í þessu sam- bandi er í raun flest undir, svo sem búfjárrækt, jarðrækt, garðyrkja, skógrækt eða landgræðsla nú eða þjónusta. Megin forsendan fyr- ir aðlögunarsamningi og búsetu- grunni er búseta á jörð og verð- mætaskapandi rekstur. Þá leggur Samráðhópurinn til þá grundvallarbreytingu að stuðn- ingur við sauðfjárrækt falli fyrst og fremst til framleiðslu á inn- anlandsmarkaði. Að á ári hverju verði það magn sem innanlands- markaður getur tekið við ákvarð- að, eftir nánari útfærslu og fram- leiðsla umfram það verði fyrir er- lendan markað. Sem áfram verð- ur sótt á og hann markvisst undir- byggður. Þessi áhersla kallar á breyting- ar á löggjöf um starfsumhverfi af- urðastöðva. Samráðshópurinn leggur til talsverðar breytingar, þar sem starfsumhverfi þeirra hef- ur tekið stakkaskiptum við stór- aukinn innflutning á kjöti og því ekki lengur hægt að segja að inn- lendi kjötmarkaðurinn sé lengur starfsvettvangur þeirra. til að leiða fram aukna verðmætasköp- un, betri nýtingu verðmæta og meiri fagmennsku eru lagðar til breytingar er skapa heimildir til samstarfs um einstaka þætti. Það er ljóst að talsverð upp- stokkun í vinnslu, vöruþróun, slátrun, sölu aukaafurða og það magn sem framleitt er umfram innanlandsmarkað verður stórt verkefni fyrir þessi fyrirtæki. Í dag er sem dæmi breytileiki í slátur- kostnaði verulegur þar sem lægsti kostnaður er um 180 kr. og hæsti um 340 kr. pr. kg. tækniþróun og sókn til meiri sjálfvirkni er takmarkaður við nú- verandi aðstæður og svo mætti lengir telja. Lauslega má greina í skýrslu KPMG að lækka megi kostnað um 300 – 500 milljónir árlega með skilvirkari fyrirtækj- um. Það er því mikil tækifæri fyr- ir bændur og neytendur í að efla þennan þátt matvælaiðnaðar á Ís- landi. Hér er aðeins stiklað á helstu þáttum. Samninganefnda bænda og ríkis bíður það stóra verkefni að skapa samning til næstu fimm ára – til næstu endurskoðunar 2023 – sem getur skapað sterka viðspyrnu fyrir burðaratvinnugrein sveitanna – sauðfjárrækt. Haraldur Benediktsson Endurskoðun sauðfjár- samnings er að hefjast Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.