Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201818 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Skólastarf er að hefjast þessa dagana og næstu daga í öll- um grunnskólum á Vestur- landi. Skessuhorn sló á þráð- inn til skólastjóranna í lands- hlutanum og ræddi stuttlega við þá um komandi skóla- ár. Víðast hvar hefur geng- ið vel að manna stöður og að vanda eru fjölmörg og áhuga- verð verkefni á döfinni í starfi skólanna í landshlutanum. Grundaskóli á Akranesi Setningarathöfn Grundaskóla á Akranesi var í morgun, miðviku- daginn 22. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudaginn 23. ágúst. Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri kveðst eiga von á sambærilegum fjölda nemenda og á síðasta ári. „Skrán- ingar standa enn yfir en útlit er fyr- ir að fjöldi nemenda verði svipaður og í fyrra, eða í kringum 630 nem- endur,“ segir Sigurður í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann mjög vel hafa gengið að manna lausar stöð- ur. „Eins og síðustu ár fáum við fjölmargar umsóknir frá fagaðilum um hverja stöðu og ég veit að það á við um báða grunnskólana á Akra- nesi. Hér í bæ vantar ekki kennara,“ segir hann ánægður. Sigurður segir heilmikið á dag- skrá vetrarins og nefnir sem dæmi landsmót barnakóra sem hald- ið verður á Akranesi í mars „Í Grundaskóla er mikið um kóra sem Valgerður Jónsdóttir stýrir. Hún heldur utan um þetta og við erum í rauninni gestgjafar mótsins. Hingað munu þyrpast skólakórar annarra skóla og halda tónleika og skemmtanir,“ segir skólastjórinn. „Grundaskóli er einn fjölmennasti skóli landsins, ákaflega vel mann- aður með ríflega hundrað manns í vinnu. Innan veggja skólans er gríðarlega mikil dýnamík, einn ár- gangur hjá okkur jafnvel á stærð við aðra skóla. Það er því mikið um að vera í öllum árgangum og fram- undan mjög metnaðarfullt og flott skólaár,“ segir Sigurður Arnar. Brekkubæjarskóli Á Akranesi Setning Brekkubæjarskóla á Akra- nesi var í morgun við hátíðlega at- höfn í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Kennsla hefst síðan á morg- un, fimmtudaginn 23. ágúst, sam- kvæmt stundaskrá. Að sögn Arn- bjargar Stefánsdóttur skólastjóra er útlit fyrir að nemendur skólans verði um 450 talsins á komandi vetri. en þó var enn verið að skrá nemendur þegar Skessuhorn ræddi við hana á föstudag. Aðspurð sagði hún vel hafa gengið að manna stöð- ur. „Við búum við það lúxusvanda- mál hér á Akranesi að mikil ásókn er í störf innan veggja skólans, við fáum fjölmargar umsóknir um all- ar lausar stöður. Við erum ótrúlega heppin með það, Akranes virðist vera sjálfbær með leik- og grunn- skólakennara,“ segir hún. Arnbjörg segir að lögð verði rík áhersla á teymiskennslu í skólastarf- inu í vetur. „Við höfum unnið með hana áður en ætlum að leggja sér- staka áherslu á hana í vetur. Verð- ur því teymiskennsla frá 1. til 10. bekk, þar sem kennararnir vinna í teymi með sinn árgang,“ segir hún. „Þá ætlum við að reyna að fjölga þeim kennslustundum sem eru ekki hefðbundnar námsgreinar, heldur unnið með nemendum að verkefn- um út frá hæfniviðmiðum aðalnám- skrár,“ bætir hún við. Þá hafa framkvæmdir staðið yfir á húsnæði skólans undanfarið. „Verið er að flytja skrifstofu skólans um set. Búið er að teikna skólann upp á nýtt að hluta til og verið er að gera á honum innanhússbreytingar. Með breytingunum verða til fimm nýjar kennslustofur,“ segir hún ánægð. „Það er kærkomið að mínu viti og býður upp á ýmis tækifæri,“ segir Arnbjörg að lokum. Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit var settur síðdegis í gær, þriðjudag- inn 21. ágúst. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundarskrá í morgun, miðvikudaginn 22. ágúst. „Eins og staðan er núna vitum við til þess að 94 nemendur hefji nám í haust. Það er örlítil fjölgun frá síðasta ári, þeg- ar nemendur voru 90 talsins,“ seg- ir Sigríður í samtali við Skessuhorn á föstudag. Ekki komu upp nein vandkvæði við að manna stöður fyrir komandi vetur að sögn skólastjóra. „Það hef- ur gengið mjög vel að manna stöð- ur, enda mjög gott að vinna í Heið- arskóla,“ segir hún. Spurð um nýjungar segir Sig- ríður að starfsfólk skólans sé með hugann við ný persónuverndarlög. „Við ætlum að vanda okkur við að innleiða þau og læra að vinna eft- ir þeim. til að fara eftir nýju regl- unum þarf mikla samræðu við alla hagsmunaaðila skólastarfsins; nem- endur, starfsfólk og foreldra. En við einbeitum okkur að skólastarfinu og vöndum okkur við innleiðinguna, því reglunum fylgir töluverð breyt- ing sem þarf að ræða við alla hags- munaaðila,“ segir hún. Að öðrum kosti segir skólastjórinn að unnið verði áfram eftir helstu áherslum skólans. „Við höldum áfram með Grænfánavinnuna, uppbyggingar- stefnuna og munum áfram nýta spjaldtölvu mikið í náminu í Heið- arskóla eins og undanfarin ár. Við erum bjartsýn og förum fagnandi inn í nýtt skólaár,“ segir Sigríður Lára að endingu. Grunnskóli Borgarfjarðar Grunnskóli Borgarfjarðar var settur í dag, miðvikudaginn 22. ágúst. Kennsla hefst síðan sam- kvæmt stundarskrá á öllum þrem- ur deildum skólans á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi á morgun, fimmtudag. Vel hef- ur gengið að manna í stöður fyrir komandi vetur og nemendafjöldi er sambærilegur við undanfarin ár. „Það eru 192 nemendur við skól- ann sem er svipaður fjöldi og áður hefur verið,“ segir Helga Jens- ína Svavarsdóttir skólastjóri í sam- tali við Skessuhorn. Spurð um nýj- ungar eða sérstök verkefni sem sett verða í öndvegi í skólastarfinu í vet- ur segir Helga að undanfarin ár hafi grunnskólar í Borgarbyggð, það er að segja GBF og Grunnskólinn í Borgarnesi, unnið þróunarverkefni um teymiskennslu. Áfram verði unnið með það verkefni í vetur með áherslu á betri bekkjarbrag. „Þá verður áfram í Grunnskóla Borg- arfjarðar unnið með Leiðtogaverk- efnið og venjurnar sjö, Grænfána- verkefnið og verkefnið Heilsuefl- andi skóli,“ segir Helga Jensína. Grunnskólinn í Borgarnesi Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi var í dag, miðvikudag- inn 22. ágúst og kennsla hefst á morgun, fimmtudaginn 23. ágúst. Áætlega hefur gengið að manna í stöður fyrir veturinn og nemend- um við skólann hefur fjölgað tals- vert milli ára, að sögn Júlíu Guð- jónsdóttur skólastjóra. „Núna eru 301 nemandi skráðir, sem er tölu- verð fjölgun frá síðasta ári þegar þeir voru 278. Stærsta ástæðan fyr- ir fjölgun nemenda er sú að síðast- liðið vor útskrifuðust 19 nemend- ur en nú í haust koma 38 nýir inn í fyrsta bekk,“ segir hún. Spurð um nýjungar nefnir Júlía að skólinn sé að byrja í þróunar- verkefni í samstarfi við Grunn- skóla Borgarfjarðar sem miði að bættum bekkjaranda. „Ingvar Sig- urgeirsson mun leiða það verkefni. Markmiðið er að efla bekkjar- anda og skólabrag. Við byrjuðum á námskeiði miðvikudaginn 15. ágúst, þá undir stjórn Vöndu Sig- urgeirsdóttur. Hún fór yfir hvernig hægt væri að nota hópefli og sam- vinnuleiki til að efla bekkjaranda og skólabrag. Síðan voru málstof- ur sem snerust um þetta líka. Þetta verkefni verður á döfinni hjá okkur í vetur,“ segir Júlía að lokum. Grunnskólastarf að hefjast á Vesturlandi Ungir Grundfirðingar á leið í skólann. Nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi á leiksýningu á árshátíð skólans í vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.