Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 27 Guðný Baldvinsdóttir frá Grenj- um á Mýrum lést laugardaginn 11. ágúst síðastliðinn, 104 ára að aldri. Guðný var fædd 18. apríl 1914. Náði hún hærri aldri en nokkur annar íbúi Borgarness, en næsthæstum aldri náði Her- dís Einarsdóttir, sem dó árið 1965, þá 103 ára og 152 daga. Aðeins einn Borgfirðingur hefur orðið eldri en Guðný frá Grenj- um. Það var Þórdís Þorkelsdótt- ir, Skagfirðingur að uppruna sem lengstum bjó í Fljótum, en flutti í Flókadal í Borgarfirði á efri árum þar sem hún bjó í skjóli dætra sinna sem þar bjuggu. Þór- dís var 105 ára og 105 daga þeg- ar hún lést, snemma árs 2001. Guðný frá Grenjum var lengst af við afar góða heilsu. Hún flutt- ist um tíræðisaldurinn í Brákar- hlíð en þrjátíu ár þar á undan bjó hún í húsi sínu við Böðvarsgötu í Borgarnesi, stundaði daglegar gönguferðir og var sjálfri sér næg á alla lund. Í viðtali sem tekið var við Guðnýju í Skessuhorni vegna aldar afmælisins kvaðst Guðný fyrst og fremst vera sveitamann- eskja, þegar hún var beðin að lýsa sjálfri sér. Hún var fædd og uppalinn í sveit og bjó lengst af á Mýrum, að Grenjum í 32 ár og á Leirulæk sem ráðskona í 38 ár. Guðný var nægjusöm kona og hafi aldrei verið mikið fyrir það að eyða í óþarfa eða að öfundast út í það sem aðrir áttu eða fengu. Sjálf sagði hún það dyggðir sem hafi reynst henni gott vegar- nesti í lífinu. Hún hafi ætíð vilj- að borga skatta sína og skyldur og rifjaði upp fyrir blaðamanni að þá hafi henni nýverið verið bent á að þegar hún yrði 100 ára þyrfti hún ekki að greiða leng- ur fyrir akstur hjá ferðaþjónustu eldri borgara hjá Borgarbyggð. Þetta áleit hún fjarstæðu, enda væri hún engin ölmusumann- eskja. Guðný ákvað því ótrauð að greiða sín fargjöld áfram þrátt fyrir að vera búinn að öðlast fríð- indi sem fylgja því að hafa kom- ast á aðra öldina í aldri. Eftir að Guðný flutti á Brák- arhlíð hélt hún áfram prjóna- skap, gerði til að mynda fjöl- marga tvíþumla belgvettlinga sem m.a. voru seldir á árlegum basar til stuðnings félagsstarfi íbúa. Guðný frá Grenjum var gegnheil persóna og sagði um- búðalaust sína skoðun á hlut- unum. Hún var nægjusöm og frændrækin og uppskar þakklæti í samræmi við það. útför Guðnýjar verður gerð frá Borgarneskirkju fimmtudag- inn 23. ágúst klukkan 14. mm Andlát: Guðný Baldvinsdóttir frá Grenjum Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á net- fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 85 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Orða- safn“. Vinningshafi að þessu sinni er Guðbjartur A Björgvinsson, Réttarholti 3, 310 Borgarnesi. Máls- háttur Dráttur Storm- ur Inn Hverf- ill Birtu- gjafi Skeljar Fugl Akur Hnaus Espar Maður Þófi Sk.st. Gæla við Kvöld Hreyf- ing Tvíhlj. Mat Angan Gagn Átt Korn Bréf Yndi Beita Dugði Atorka Fram- kvæmd Törn Leiði Bað 7 Glens Rúða Hal Hress Treyja Innyfli Eld- stæði Hafrót Fugl Hryss- an Sérhlj. Skip 3 Snjór Eðli Trosnar 6 Geisa Baun Smáflík Spurn- ing Lán Tvíhlj. Elfur Samhlj. Orm Veisla 2 Grípa Sýp Tók Dund Óvilj- andi Blóm- skipan Keyrði Étandi Fræg Fórn Svif Kjökra Ið Læna 4 10 Lag Sker Tónn Næði Selja dýrt Getur Röst Ílát Lokað Tölur R un S Fæða Pysju Djarfur Fagur Kusk Skinn Snót Leyfi 5 Glys Epjast Læti Kvað Pípa Grip Háar Skelin Örn Rót Garður 7 Ávirð- ing Dropi Stjórn Rjótt Sýll Óreiða Mál Listar Örn 1 Sefa Dægur Gæði Óhóf 1 2 3 4 5 6 7 E S K E L J U N G U R R I F Ó M U R E A N A R F R A M I N A M A L L A R P S T O F N Á L K A E L D A R T R O G T A K K R Ó Ö G U R G R Ó A R I K L Ö G G T Ó K U V Á I L A U N U N A N N I R B L Æ R M D N Æ M R Á N Ð L Ú R Ó M U R Æ R A T O R Ð Æ Ð M E T A S A S A S T I L D I U G G L A U S K U R Á Æ Ð R A A U R I L U A Á M U L U G T S K O T T Æ S I R T A F S A E Ð L A T A L A U M A R E I N A R T R A U Ð S Á R S K A R T O R Ð A S A F NL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Páli Bergþórssyni frá Fljótstungu, fyrrum veðurstofu- stjóra, er sannar- lega ekki fisjað sam- an. Páll fagnaði fyrr í þessum mánuði 95 ára afmæli og ákvað að gefa sjálfum sér að fara í afmælis- gjöf fallhlífarstökk og kynnast þann- ig háloftavindun- um sem hafa ver- ið hans rannsókn- ar- og vísindaefni í áratugi. Farið var í lítilli flugvél upp í þriggja kílómetra hæð og svifið niður. Lendingin var mjúk og hafði Páll á orði að þetta hefði ekki verið mikið erfið- ara en að ganga yfir götu. Engu að síður er líklegt að Páll sé elsti Íslendingurinn sem stokkið hefur úr flugvél í fallhlíf. Daginn eftir var Páll farinn að pósta veðurspám sínum, sem hann gerir daglega. En gefum Páli orðið um viðburð vikunnar: „Það var ekki seinna vænna fyr- ir gamlan veðurvita að bregða sér í fallhlífarstökk og komast í nán- ara samband við loftið sem maður þykist alltaf vera að fræða aðra um. Við flugum frá Hellu á Rangárvöll- um upp í þriggja kílómetra hæð og þar dembdi maður sér út úr flug- vélinni, horfði til himins og skaut fótleggjunum aftur fyrir sig, því að bráðum átti fallhlífin að opnast, og þá er kippt ansi harkalega í mann þegar fallhraðinn er orðinn meiri en 200 kílómetrar á klukkustund. En skrítið er að þetta er alls ekki óþægilegra en að standa á 10 metra háum vegg. Svo gat maður bara farið að skoða dýrð fjallahrings- ins, hafs og lands þangað til maður „settist“ í loftinu og renndi sér eft- ir nýslegnum grasvelli. Vildi ekki hafa misst af þessu,“ skrifar Páll á Facebook síðu sína. mm Sveif 95 ára um háloftin í fallhlíf Páll er hér ásamt Hirti Blöndal. Ljósm. bp. Guðný Baldvinsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.