Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 17 Skagamærin Mía Vattar Stein- ólfsdóttir er fimm ára. Hún er hér stödd í sveitinni hjá ömmu sinni, Höllu bónda í Ytri-Fagra- dal á Skarðsströnd. Mía hefur með- al annars það hlutverk að traktera hænurnar á bænum og tínir njóla og arfa þeim til ánægju og yndis- auka. En hún tíndi einnig vönd af ilmandi hvítsmára sem einatt er í blóma síðsumars. mm/ Ljósm. hss. Ilmur að hausti Fyrir skemmstu var undirritaður nýr samstarfssamningur Knattspyrnu- félags ÍA og fyrirtækisins Uppbygg- ingar ehf. Fyrirtækið hefur verið dyggur stuðningsaðili félagsins um nokkurra ára skeið, að því er fram kemur í tilkynningu á vef knatt- spyrnufélagsins. Nýi samningurinn er til eins árs, með möguleika á fram- lengingu. „Uppbygging ehf. hefur í dag stigið mikilvægt skref sem einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnu- félags ÍA. Við fögnum samstarfinu við fyrirtækið hvað varðar uppbygg- ingu og stuðning við knattspyrnuna á Akranesi,“ sagði Magnús Guð- mundsson, formaður KFÍA. Engilbert Runólfsson og Kristín Minney Pétursdóttir hjá Uppbygg- ingu eru sömuleiðis ánægð með nýj- an samning sem gerir fyrirtækið að einum af aðalstyrktaraðilum knatt- spyrnufélagsins. „Knattspyrnufélag- ið ÍA er afar mikilvægt fyrir Akranes og við hjá Uppbyggingu ehf. vilj- um stuðla að því að félagið verði í fremstu röð, bæði í mikilvægu ung- liðastarfi þess og meistaraflokks- starfi,” er haft eftir Kristínu og Eng- ilbert á vef KFÍA. kgk Uppbygging verður einn helsti styrktaraðili KFÍA Frá undirritun samningsins. F.v. Engilbert Runólfsson og Kristín Minney Péturs- dóttir hjá Uppbyggingu ehf., Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA og Tjörvi Guðjónsson, starfandi framkvæmdastjóri KFÍA. Veiði í ám og vötnum á Vestur- landi hefur almennt verið mjög góð í sumar. Nú stefnir í prýðilega veiði í fremstu laxveiðiánum, en í síðustu viku voru yfir 2200 lax- ar komnir úr Þverá og Kjarará og gæti veiðin þar hæglega fari lang- leiðina í þrjú þúsund laxa áður en yfir lýkur. Þá má geta þess að Hít- ará á Mýrum er að detta í heild- arveiði síðasta árs og ber að fagna því sérstaklega í ljósi hamfaranna sem urðu ofarlega í ánni 7. júlí í sumar. 222 laxar komnir á land Veiðin gengur víða vel þessa dag- ana, vatnið er að vísu að minnka í ánum en veiðimenn að fá vel í soðið. Almennt hefur veiðin vest- ur í Dölum gengið vel og veiði- menn sem voru í Hvolsá og Stað- arhólsá í Dölum veiddu vel. „Veið- in hefur gengið vel hjá okkur í Hvolsá og Staðarhólsá. Komn- ir eru 222 laxar á land og auk þess eitthvað af bleikju. Seiðaslepp- ingar hafa heppnast vel hjá okk- ur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórar- insson í Hvítadal, formaður veiði- félagsins. „Sumir hafa veitt feikna- vel hjá okkur að undanförnu, raun- ar fengið mokveiði,“ sagði Þórar- inn. „Já, við vorum vestur í Hvolsá og Staðarhólsá fyrir skömmu með færeyskum vinum okkar og það veiddist vel í fjóra daga. Við feng- um 35 laxa og eitthvað af bleikju. Þetta var fín veiði og fiskur víða um árnar, enda vatnið gott í þeim. Nokkrir af þessum fiskum sem við veiddum fengu frelsið aftur,“ sagði Þröstur, maður sem þekkir hverja þúfu og hyl í ánni. Veiðin í Miðá í Dölum hef- ur einnig gengið vel og núna eru komnir 220 laxar úr ánni og eitt- hvað af fallegri bleikju. Holl sem var þar um daginn veiddi vel og fékk sex laxa. Laxinn hefur líka verið að gefa sig í Hörðudalsá og þar eru komn- ir 12 laxar á land. Flott veiðiferð á Úlfsvatni Veiðin hefur verið góð á Arnar- vatnsheiði í sumar og margir feng- ið vel í soðið. Nýlegt dæmi eru að veiðimenn með tvær stangir fengu 48 fiska af norðurbakka úlfsvatns á fimm tímum. Fiskurinn á heið- inni virðist vera vel haldinn, bæði bleikjan og urriðinn. „Við fórum nýlega fjögur í helgarferð í úlfsvatn og var það skemmtileg ferð,“ sagði Ægir Val- ur Hauksson veiðimaður í spjalli við Skessuhorn, nýkominn af heiðinni. „Við veiddum vel, feng- um flotta urriða og eina bleikju en fengum allar gerðir af veðri. Mest veiddum við af bátnum í grenjandi rigningu. Síðan var gist í tjöldum við skálann. Ég og vinur minn, Sturla Friðriksson, Hjördís Helga dóttir mín og guttinn minn Arnar fórum í þessa ferð, sem var sann- arlega veiðiferð í alls konar veðri,“ sagði Ævar. Á heimasíðu Veiðifélags Arnar- vatnsheiðar kemur fram að enn er hægt að komast í veiði á heiðinni, en frá og með síðasta mánudegi var einungis hægt að fá veiðileyfi í úlfsvatn og þá bara vatninu sjálfu. Ekki er leyfilegt að veiða úr ám og lækjum sem renna úr og í vatnið. Þetta er gert til að hlífa hrygn- ingarfiskinum á svæðinu. Í öðrum vötnum eru að hefjast bændadagar og því er ekki hægt að fá veiðileyfi í þau. Hægt er að leiga hús eins og venjulega. Það verður opið fyrir veiði fram í byrjun september. gb Gott veiðisumar að líða María Björk Gunnarsdóttir með fal- legan lax úr Þverá. Ljósm. gb. Fallegur fiskur úr Lýsu. Ljósm. gb. Veiðin á Vesturlandi einskorðast aldeilis ekki við ár og vötn. Mjög skemmtilegt er að veiða af höfnum og við strendur þegar makríllinn er að ganga, enda tekur þessi fiskur hressilega í. Hér er stoltur veiðimaður í Ólafsvík. Ljósm.af. Flottur urriði kominn um borð í bátinn á Úlfsvatni. Ljósm. Ægir Valur Hauksson. Stoltur veiðimaður með fisk úr Laxá í Leirársveit. Ljósm. gb.Einar Víglundsson með fallegan lax úr Staðarhólsá í Dölum. Ljósm. Þröstur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.