Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Qupperneq 21

Skessuhorn - 12.09.2018, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 21 Þannig hljómar fyrsta ljóðlínan í kvæði brewster M. Higley sem Friðrik A Friðriksson þýddi á ís- lensku fyrir margt löngu. Oft hef- ur kvæði þetta verið verið sungið við ólík tilefni, en lagið gerði ann- ar ameríkani; Daniel e. Kelly sem uppi var síðla á 19. öld. Uppruna- legi textinn, Home on the Range, er einatt tengdur vesturfylkjum bandaríkjanna og er reyndar þjóð- söngur Kansas-ríkis. sjaldan á þetta ljóð betur við en að hausti þegar gangnamenn halda til fjalla og leita fjár. Meðfylgjandi mynd tók Höskuldur Kolbeinsson í stóra-Ási í borgarfirði í morgun- blíðu þegar gangnamenn áðu við Reykjavatn á Arnarvatnsheiði síð- astliðinn fimmtudagsmorgun. ei- ríksjökull skartaði sínu fegursta í haustblíðunni. sjaldan hefur betur átt við en þá niðurlag þessa fyrsta erindis; „...Þar er vistin mér góð, aldrei heyrðist þar hnjóð, þar er himinninn víður og tær.“ mm Fram í heiðanna ró Þegar flestir bændur landsins halda til fjalla og smala fé þá halda eyja- bændur til hafs og heimta fé í eyj- um og hólmum. síðastliðinn laug- ardag héldu breiðfirskir eyjabænd- ur út í einar sjö eyjar til að heimta fé úr sumarbeitinni. Farið var í blíðskapar veðri og gekk ferðin að óskum. Að sögn kunnugra hefur þessi háttur verið viðhafður í ald- ir og líklega frá landnámi. eyjarnar sem farið var í eru sellátur, Gimb- urey, Vaðstakksey, seley, Fagurey og Akureyjar. Meðfylgjandi myndir tók sumarliði Ásgeirsson á laugar- daginn og leyfum við þeim að tala sínu máli. sá eyjafénu safnað og siglt í land

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.