Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 20186 Í sumar voru 250 heimili í Borg- arnesi tengd ljósleiðara frá Gagna- veitu Reykjavíkur en í nóvember næstkomandi verður hægt að fá tengingu inn í þau heimili sem eft- ir standa auk þess sem húseigend- ur á Hvanneyri geta fengið sömu þjónustu. Töluverð samkeppni er í heildsöludreifingu ljósleið- ara í þéttbýli og þannig eru bæði Míla, dótturfyrirtæki Símans, og Gagnaveita Reykjavíkur að leggja stofnlagnir á þessum stöðum. Hjá Gagnaveitu Reykjavíkur hefur verið unnið að lagningu ljósleið- ara á fyrrgreindum þéttbýlisstöð- um í sumar og sér nú fyrir endann á verkefninu. Borgnesingurinn Eygló Kristjánsdóttir er hönnuð- ur ljósleiðarakerfis og starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur sem legg- ur dreifikerfið og mun eiga það. „Næsta skref hjá okkur verður þannig að íbúar panta ljósleiðara- tengingu í gegnum sitt símafyrir- tæki, en þau eru fjögur sem bjóða sína þjónustu yfir Ljósleiðarann: Nova, Vodafone, Hringdu og Hringiðan,“ segir Eygló. Aðspurð segir hún að Síminn hafi kosið að vera ekki söluaðili að opnu neti Ljósleiðarans og skýrist það af samkeppni um heildsöludreifingu ljóssins. „Þegar beiðni um upp- færslu yfir á Ljósleiðarann ligg- ur fyrir mæta starfsmenn Gagna- veitunnar og tengja öll tæki innan- húss hjá fólki; allt frá netbeini og yfir í jaðartæki á borð við tölvur og sjónvarpstæki. Við hjá Gagnaveitu Reykjavíkur erum í raun heildsali, eigum dreifikerfið og þjónustum kerfið þannig að fólk geti keypt þjónustu af hvaða símafyrirtæki sem er sem bjóða þjónustu sína yfir Ljósleiðarann,“ segir Eygló. Eygló segir að íbúar þessara þéttbýlisstaða eigi eftir að finna gríðarlegan mun eftir að ljósleið- arinn verður tengdur. „Bandvídd- in er náttúrlega allt önnur en hún hefur verið með gamla koparnum. Við afgreiðum 1 Gb tengingar til allra og þá skiptir engu máli hversu mörg jaðartæki eru tengd eða eru í notkun hverju sinni. Þessi tækni eykur því lífsgæði.“ Eygló segir að kostnaður við tengingu innanhúss hjá heimilum sé enginn, en mán- aðargjald fyrir ljósleiðarateng- ingu er 3.190 krónur. Hún segir að nú sé stefnt á að ljúka ljósleið- aratengingum til allra í nóvember en minnir á að fólk þarf síðan að panta þjónustuna hjá símafyrir- tækinu. Allar nánari upplýsingar um þjónustu Gagnaveitu Reykja- víkur má finna á www.ljosleidar- inn.is og síðan er hægt að fylgjast með á facebook.com/ljósleiðarinn. mm Koma á frí- stundastyrk SNÆFELLSBÆR: Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að vísa frí- stundastyrk til fjárhagsáætlun- argerðar fyrir árið 2019. J-list- inn hafði lagt fram tillögu þess efnis að núverandi styrk Snæ- fellsbæjar til Umf. Víkings og Umf. Reynis yrði breytt á þá leið að hann rynni til foreldra barna sem stunduðu íþróttir. Núverandi styrkur til íþrótta- iðkunar barna er greiddur til ungmennafélaganna í bæjar- félaginu til lækkunar á iðgjaldi barnanna. D-listinn lagði fram þá tillögu að komið yrði á frí- stundastyrk kr. 20 þúsund fyr- ir börn og unglinga á aldrin- um 5-18 ára, án þess að framlög sveitarfélagsins til íþróttafélag- anna yrðu skert. Það var raunar eitt af stefnumálum listans fyr- ir kosningarnar í vor. „Telur D- listinn skynsamlegast að fara þá leið,“ segir í bókun og J-listi tók undir það. „J-listinn ætlaði ekki að fara í aukin útgjöld í þessum málaflokki, en tökum tillögu D-listans fagnandi og styðjum hana heilshugar,“ segir í bókun listans. -kgk Kanna hækkun til lífeyrisþega SNÆFELLSBÆR: Hækkun á viðmiðunartekjum elli- og ör- orkulífeyrisþega í Snæfellsbæ var til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar J- listans lögðu fram tillögu þess efnis að tekjumörk elli- og ör- orkulífeyrisþega í bæjarfélag- inu verði hækkuð. Hámarks- afsláttur verði hækkaður úr 70 þús. krónum í 100 þús. krónur. Bæjarstjórn samþykkti að láta reikna út kostnað sveitarfélags- ins við hækkanir þessar og vís- aði tillögunni til fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2019. -kgk Fyrirmyndadag- urinn 5. október VESTURLAND: Vinnu- málastofnun stendur fyrir Fyr- irmyndardeginum í fimmta skipti föstudaginn 5. október næstkomandi. Markmið dags- ins er sem fyrr að atvinnuleit- endur með skerta starfsgetu fái að vera gestastarfsmenn í boði fyrirtækja og stofnana í einn dag eða hluta úr degi. „Þennan dag hafa atvinnuleitendur með skerta starfsgetu fengið tækifæri til að kynna sér ýmiskonar störf og starfsvettvang. Um leið hafa forsvarsmenn fyrirtækja feng- ið tækifæri til að kynnast styrk- leikum þeirra einstaklinga sem fá að vera gestastarfsmenn í við- komandi fyrirtæki. Fyrirmynd- ardagurinn er mikilvægur lið- ur í því að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu á fjöl- breyttri atvinnuþátttöku,“ seg- ir í tilkynningu frá Vinnumála- stofnun á Vesturlandi. Fyrir- tæki og stofnanir eru hvött til þátttöku. Þannig leggja þau sitt af mörkum til að stuðla að fjöl- breyttara samfélagi og atvinnu- þátttöku sem flestra. Hægt er að hafa samband við Vinnumála- stofnun á Vesturlandi fyrir 28. september nk. á netfangið: vest- urland@vmst.is. -mm Menningarverð- laun á Vöku- dögum AKRANES: Hin árlegu m e n n i n g - a r v e r ð l a u n Akraneskaup- staðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verð- ur 25. október til 4. nóvem- ber næstkomandi. Á vef Akra- neskaupstaðar er búið að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 7. októ- ber. „Akraneskaupstaður hvet- ur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það hver fái menningarverðlaun- in 2018. Mikilvægt er að setja inn rökstuðning með tilnefn- ingunni,“ segir í tilkynningu. -mm Móta stefnu um menningarmál GRUNDARFJ: Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að mót- uð verði stefna um menningar- mál í sveitarfélaginu. Á stefn- an að vera einföld og skilgreina hlutverk bæjarins í menning- armálum, sem og helstu sam- starfsaðila, markmið og for- gangsverkefni á kjörtímabilinu. Stefnan eigi að taka til þess hvernig bærinn vilji stuðla að því að varðveita, nýta og gera sögu byggðar og samfélags að- gengilega. „Einnig hvert eigi að vera hlutverk menningarhúsa/ -miðstöðva og hvernig megi varðveita og gera enn aðgengi- legra ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar, sem bærinn hef- ur umsjón með,“ segir í fund- argerð. Stefnan verður unnin í samstarfi við menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar og hags- munaaðila. Bæjarstjóra var falið að hefja undirbúning við mót- un menningarstefnu, með hlið- sjón af öðrum verkefnum sem eru í gangi. -kgk Ljósleiðarinn tengdur í Borgarnesi og Hvanneyri í haust Borgarnes. Hvanneyri. Eygló Kristjánsdóttir er hönnuður hjá Gagnaveitu Reykjavíkur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.