Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201826 Þann 1. september síðastlið- inn var árvekniátakið Plastlaus september sett með opnun- arhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umhverfisráðherra setti átak- ið og sendiherra ESB á Íslandi sagði frá stefnu sambandsins í plastmálum. Átakið er tveggja ára og þykir það sýna viðsnún- ing í hugsun hjá stjórnvöld- um að umhverfisráðherra skuli koma að slíkum viðburði. En plastlaus september er árvek- niátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um of- gnótt og skaðsemi plasts í um- hverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Það vakti mikla gleði hjá und- irritaðri þegar Matarbúr Kaju á Akranesi var beðið um að vera með kynningar- og sölubás á hátíðnni. En Matarbúr Kaju er eina verslunin hérlendis og þó víðar væri leitað sem býð- ur upp á úrval af þurrvöru sem hægt er að kaupa umbúða- laust. Auk þess er öll þurrvaran lífrænt vottuð og er verslunin því umhverfisvæn á margan hátt. En þess ber að geta að verslunin er að hefja sitt fimmta starfsár. Umbúðslaus viðskipti eru að ryðja sér til rúms í Evrópu og var fyrsta verslunin opnuð í Hollandi á þessu ári. En í hverju felast um- búðalaus viðskipti og hver er ávinningurinn og hvernig tengist það heilsu? Umbúðalaus viðskipti felast í því að viðskiptavinurinn kemur með krukkur eða önnur ílát að heim- an og fyllir á þau í verslunni eða fær bréfpoka. Ávinningur slíkra viðskipta er mikill og kemur við buddu margra. Minna plast og aðrar umbúðir lækkar kílóaverð þurrvörunnar auk þess sem pökk- unarkostnaður fellur út, minni lík- ur eru á matarsóun þar sem við- komandi kaupir einungis það sem hann vantar. En þetta tvennt lækkar svo urðunarkostnað sveit- arfélaga sem eykst hlutfallslega með hverju árinu sem líður. Ávinn- ingur sveitarfélaganna er því tölu- vert mikill þ.e. að stuðla að um- búðalausum viðskiptum. Varð- andi heilufar manna og dýra þá er plast að verða viðurkennt sem heilsuspillandi á margan hátt (ekki ólíkt því sem gerðist þegar As- best varð viðurkennt sem heilsu- spillandi efni). Plast gefur frá sér efni sem sum hver teljast krabba- meinsvaldandi í dag. Öragn- ir smjúga inn í líffæri og blóðrás, setjast þar að og valda skemmd- um og veikindum og í sumum til- fellum dauða þá sérstaklega dýra sem gera ekki greinarmun á plasti og fæðu. Fyrir um sex mánuðum eða svo var nokkuð fróðleg- ur þáttur á RUV er fjallaði um sögu olíunnar og hvernig plast var markaðssett sem algjör nauðsyn fyrir okkur einung- is svo hægt væri að viðhalda og auka framleiðslu á olíu. Jú, því með sparneytnari bílum, auknum afköstum olíuiðnað- arins varð að finna leiðir til að nota þessa olíu og úr varð var- an plast! Kæri lesandi! Snúum bök- um saman og tökum þátt í að bjarga jörðinni okkar, verum meðvituð um það sem við ger- um og tökum ábyrgð á gjörð- um okkar. Sefnum að því að hætta allri plastnotkun, flokk- um sorp og skilum jörðinni til barnabarna okkar í betra standi en þegar við tókum við. Lífrænar kveðjur, Kaja Plastlaus september - hvað er nú það? Heilsuhorn Kaju Næstkomandi föstudag verður hætt að innheimta veggjald í Hvalfjarð- argöngin og tveimur dögum síð- ar afhendir Spölur íslenska ríkinu göngin til eignar. Hvalfjarðargöng voru fyrst opnuð 11. júlí 1998 og skömmu síðar hófst gjaldtaka og var þá hægt að kaupa áskrift að ferðum og fá þannig afslátt af gjaldi. Áður en áskriftalyklarnir, sem lesendur Skessuhorns þekkja eflaust flestir, voru teknir í notkun fengu áskrif- endur miða sem þeir þurftu að láta gata í skýlinu við Hvalfjarðargöng fyrir hverja ferð. Fyrsti handhafi slíks miða var Karl Ingi Karlsson eigandi KM þjónustunnar í Búð- ardal og er hann með miðann í ramma uppi á vegg á verkstæði KM þjónustunnar. Á þeim tíma sem göngin voru tek- in í notkun var Kalli að vinna sem vörubílstjóri og ók milli Reykjavík- ur og Hrútafjarðar tvisvar í viku. „Ég var í Reykjavík þegar ég heyrði af því að það ætti að fara að selja þessa miða. Ég ákvað að sjá hvort ég gæti ekki orðið mér út um miða áður en ég keyrði heim. Það vildi bara þannig til að ég varð fyrstur,“ segir Kalli í samtali við Skessuhorn. Enn eru tvær ferðir ógataðar á mið- anum en Kalli segist þó ekki ætla að skila honum inn og fá endurgreitt. „Ég vil ekki láta miðann frá mér. Þó ég sé enginn söfnunarmaður þykir mér býsna merkilegt að eiga þenn- an fyrsta miða og ég ætla að eiga hann áfram.“ arg Fyrsti áskriftarmiði í Hvalfjarðargöngin varð- veittur í Búðardal Kalli á fyrsta áskriftarmiðann í Hval- fjarðargöng í ramma á verkstæði KM þjónustunnar í Búðardal. Enn á hann eftir tvær ferðir á miðanum. Karl Ingi Karlsson var fyrsti áskrifandi í Hvalfjarðargöng. Snorrastofa heldur minningu Snorra Sturlusonar á lofti með ýmsu móti. Meðal annars hefur þess um árabil verið minnst, oft með minningarfyrirlestri, að hann var veginn í Reykholti 23. septem- ber 1241. Að þessu sinni flytur dr. Haukur Þorgeirsson fyrirlestur- inn, „Sömdu Sturlungar þetta allt saman?“ þriðjudaginn 2. október næstkomandi kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu. Þar gerir Haukur grein fyrir þeirri leit, sem engan enda virðist ætla að taka, að höf- undi Íslendingasagna. Um fyrir- lesturinn segir Haukur: „Hverjir sömdu Íslendinga sög- urnar? Í miðaldahandritum er engin þeirra eignuð höfundi með skýrum hætti en fræðimenn hafa með ýmsum rökum tengt þær við nafngreinda einstaklinga frá 13. öld. Sérstaklega hefur sjónum ver- ið beint að Sturlungum. Egils saga hefur verið kennd Snorra Sturlu- syni og Laxdæla saga Ólafi Þórð- arsyni. Sturla Þórðarson hefur verið orðaður við Eyrbyggja sögu, Grettis sögu, Njáls sögu og Gull- Þóris sögu. Rökin fyrir þessu eru missterk. Í erindinu verður rætt um þau rök sem beitt hefur verið á þessu sviði og sérstaklega fjallað um stórtækan samanburð á orð- tíðni textanna. Stílmæling með aðstoð hugbúnaðar er aðferð sem hefur sannað gildi sitt við rann- sóknir á höfundum en hún hef- ur einnig ákveðnar takmarkanir, sérstaklega þegar henni er beitt á texta frá miðöldum. Farið verður yfir nýlegar rannsóknir á sviðinu og reifað hvers konar framhalds- rannsóknir gætu varpað frekara ljósi á málin.“ Haukur Þorgeirsson er rann- sóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann hefur doktorspróf í íslenskri málfræði og MS-próf í tölvunar- fræði. Í rannsóknum sínum hef- ur Haukur fengist við forna texta frá málfræðilegu og textafræðilegu sjónarmiði. Eftir fyrirlesturinn verður boðið til kaffiveitinga og umræðna. Að- gangur er kr. 500. -fréttatilkynning Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson Haukur Þorgeirsson. Snorrastofa í Reykholti heldur venju sinni og ýtir fyrirlestrum og viðburð- um úr vör þessa haustdaga. Fyrsta vika október verður annasöm, en fyrsta dag mánaðarins hefst forn- sagnanámskeið vetrarins, sem að þessu sinni snýst um JRR Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir í umsjá Ármanns Jakobssonar. Fyrsta kvöld- ið verður kl. 20 í Landnámssetri en námskeiðið er samstarfsverkefni þess, Snorrastofu og Símenntunarmið- stöðvarinnar á Vesturlandi. Þriðju- daginn 2. október kl. 20:30 heldur Haukur Þorgeirsson minningarfyr- irlestur um Snorra Sturluson í Bók- hlöðu Snorrastofu, sem hann nefnir ”Sömdu Sturlungar þetta allt saman?” og fjallar hann þar um fortíð og fram- tíð rannsókna á höfundum íslenskra miðaldabókmennta. Fimmtudaginn 4. október kl. 20 er fyrsta prjóna- bóka-kaffi vetrarins sömuleiðis í bókhlöðunni. Þar gefst fólki að eiga notalega kvöldstund við hannyrðir, kaffisopa og spjall um daginn og veg- inn, auk þess sem bókhlaðan er opin til útlána. Þá á héraðsfólk von á Viðburðaskrá Snorrastofu fyrir veturinn 2018-2019, en hún kemur nú út og verður bor- in á öll heimili undir vikulokin. Þar er stutt yfirlit yfir starf Snorrastofu og dagskrá vetrarins. Þar má meðal annars minna á og geta tveggja við- burða, sem tengjast afmælisári Full- veldis Íslendinga og afmælissjóður Ríkisstjórnar Íslands styrkir, sýn- ingar og fyrirlesturs laugardaginn 3. nóvember um fullveldisárið 1918 af borgfirskum sjónarhóli og fyrir- lestrar laugardaginn 24. nóvember um tengsl arfleifðar Snorra Sturlu- sonar við fullveldisbaráttuna. Eins og fyrri vetur leggja margir fram ómet- anlegt starf við að auðga menningu og mannlíf í Borgarfjarðarhéraði og Snorrastofu er heiður af að hýsa alla þá merku viðburði sem framundan eru og viðburðaskráin vitnar um. -fréttatilkynning Viðburðaskrá Snorrastofu væntanleg í næstu viku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.