Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201822 Körfuboltatímabilið er að hefjast Vladimir Ivankovic tók við sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Snæfelli í Stykkishólmi fyrir kom- andi tímabil og er ánægður með hvar liðið er statt, nú þegar líður undir lok undirbúningstímabilsins. „Fyrir utan meiðslin hjá Jóni páli þá eru allir leikmenn hraustir og komnir í gott líkamlegt stand fyr- ir komandi átök í deildinni,“ seg- ir Ivankovic í samtali við Skessu- horn. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá æfingaleiki á undirbúnings- tímabilinu og segir nýi þjálfarinn slíka leiki mikilvægan þátt í undir- búningsferlinu til að sjá hvað megi betrumbæta. „Við spiluðum á móti nágrönnum okkar í Grundar- firði, á móti Hamri í Hveragerði og svo Sindra í Höfn í Hornafirði og unnum við allar þessar viður- eignir. Ég er mjög ánægður með hvernig liðið leit út í þessum leikj- um, ánægður með hvernig ungu leikmennirnir spiluðu og af sama skapi var ánægjulegt að sjá hvernig liðið brást við í krefjandi aðstæð- um,“ bætir hann við, sáttur með sína menn. Ungur hópur Leikmannahópur Snæfellsmanna verður töluvert frábrugðinn þeim hópi sem liðið tefldi fram fyrir ári síðan. Einungis þrír leikmenn halda áfram með liðinu; Jón páll Gunn- arsson, Gunnar Ragnarsson og Aron Hinriksson. „Það eru miklar breytingar sem liðið er að ganga í gegnum. Við náðum að næla okkur í Darrell Flake, sem hjálpaði Skalla- grímsmönnum að vinna fyrstu deildina á síðasta tímabili. Hann mun færa liðinu gífurlega mikla og kærkomna reynslu. Að auki verðum við með leikstjórnandann Dominy- kas Zupkauskas frá Litháen og DJ Mason, framherja frá Bandaríkj- unum. Aðrir leikmenn verða ung- ir, rótgrónir Hólmarar. Það eru þeir Ísak Baldursson, Viktor Ás- mundsson, Andri Hinriksson, Da- wid Karlsson, Kristófer og Benja- mín Kristjánssynir ásamt Ellerti Hermundarsyni,“ segir Ivankovic aðspurður um leikmannahópinn. „Það er markmið okkar að skapa gott umhverfi fyrir ungu strákana og gefa þeim færi á að vaxa sem körfuboltamenn. Þeir munu fá góðan tíma á parketinu í vetur og fá þannig dýrmæta reynslu í vopna- búrið sitt því við erum að byggja lið til framtíðar hér í Stykkishólmi. Við vonumst til að þetta ferli sem er að fara af stað hér í Hólminum, og byrjaði núna í lok sumars, komi okkur aftur upp í úrvalsdeild að nýju. Það gerist kannski ekki eftir eitt ár, jafnvel ekki eftir tvö ár, en langtímamarkmiðið mitt, liðsins og stjórnarinnar er sæti í úrvalsdeild- inni,“ útskýrir Ivankovic ákveðinn. „Að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum til að tryggja góð úr- slit hverju sinni í vetur og ég tel að okkar leikstíll verður skemmtilegur fyrir áhorfendur að fylgjast með. Þegar allt kemur til alls þá er þetta ferli sem þarfnast mikillar elju. Ég trúi á vinnusemi og ég tel að með hana að leiðarljósi þá munum við uppskera.“ Liðsheild mikilvæg „Helstu áskoranir fyrir okkar unga lið er einmitt það, hvað við erum ungir og reynslulitlir. Þetta verð- ur í rauninni fyrsta alvöru körfu- bolta tímabil fyrir strákana, að frá- töldum eldri leikmönnum, og þeir þurfa að skilja það að enginn leikur verður auðveldur. Við erum engu að síður að setja okkar ungu leik- menn í þessa krefjandi stöðu vegna þess við trúum á þá og við vitum hvað býr innra með þeim og hing- að til hafa þeir staðið sig mjög vel. Með því að standa saman sem lið frekar en að hugsa bara um eig- ið ágæti þá verðum við í góðum málum í vetur. Í hvert skipti sem strákarnir stíga inn á parketið með það hugarfar að ætla að verða betri körfuboltamaður í dag heldur en í gær, þá verða allir vegir færir,“ segir þjálfarinn. Hólmurinn heillar Vladimir Ivankovic kemur frá Króatíu ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum, Alex og Max, og kveðst hafa strax heillast af Hólm- inum og notið hverrar mínútu á Íslandi. „Við höfum ferðast að- eins um Snæfellsnesið og farið til Reykjavíkur nokkrum sinnum en þetta land skilur mann orðlaus- an eftir. Náttúran, fossarnir, fjöll- in, litirnir og dýralífið við strend- urnar, þetta er alltsaman stórkost- legt. Við fjölskyldan erum afar glöð og þakklát fyrir að fá tækifæri til að koma hingað til Íslands. Lífið hér er töluvert frábrugðið því sem við erum vön í Króatíu. Við komum úr stórborg með öllu því fólki, hraða og stressi sem fylgir slíku umhverfi, yfir í kyrrðina hér í Stykkishólmi. Flutningurinn hefur gengið vonum framar og hefur stjórn körfuknatt- leiksdeildarinnar í bænum verið stór þáttur í því ferli og hefur lát- ið okkur finnast við vera velkom- in. Stykkishólmur er frábær bær að búa í og kjörinn staður til að ala upp fjölskyldu,“ segir Ivankovic, glaður að endingu. glh „Langtímamarkmiðið er að eiga sæti í úrvalsdeild að nýju“ Nýr þjálfari meistaraflokks Snæfells byggir upp ungt lið í Stykkishólmi Vladimir Ivankovic, þjálfari meistaraflokks karla hjá Snæfelli. Ljósm. Aðsend. Finnur Jónsson, þjálfari meistara- flokks karla í körfuknattleik hjá Skallagrími, er spenntur fyrir kom- andi tímabili sem hefst eftir rúma viku og segir undirbúninginn hafa gengið ágætlega. „Við byrjuðum snemma á undirbúningstímabilinu og höfum verið að í allt sumar. Menn hafa að vísu dottið út í frí eða meiðsli eins og gerist og gengur á þessum tíma, en heilt yfir er ég ánægður með framfarirnar,“ segir Finnur í samtali við Skessuhorn. Skallagrímur spilaði síðast í úrvalsdeildinni fyrir tveim- ur árum en þá stoppuðu þeir stutt við og féllu aftur niður í 1. deild eft- ir einungis eins árs dvöl. Félagið lét það hins vegar ekki hafa mikil áhrif á sig, sigruðu í 1. deild og tryggðu sér sæti í efstu deild að nýju. En hvað ætla Skallagrímsmenn að gera öðru- vísi á komandi tímabili til að staldra lengur við í úrvalsdeild? „Við þurfum að klára leiki betur. Síðast þegar við vorum í Domino‘s deildinni þá töp- uðum við sjö eða átta leikjum með minna en fjórum stigum á loka mín- útum. Við þurfum því að vera betri í að loka leikjunum. Mikið af strákun- um í liðinu voru að spila þá og koma nú reynslunni ríkari inn í Dom- ino‘s deildina að nýju og ég sjálfur er reynslunni ríkari,“ bætir hann við. Kraftmiklir íþróttamenn Skallagrímsmenn hafa verið dug- legir að styrkja hópinn síðustu vik- ur og hafa bætt við sig nokkrum nýj- um leikmönnum ásamt því að end- urnýja samninga við fyrri leikmenn. Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Bjarni Guðmann Jónsson, Arnar Smári Bjarnason, Atli Aðalsteinsson, Kristján Örn Ómarsson og Krist- ófer og Guðbjartur Máni Gíslasyn- ir hafa allir endurnýjað sína samn- inga við félagið. Að auki snúa bræð- urnir Björgvin og Bergþór Ríkharð- ssynir, aftur á sínar æskuslóðir, Dav- íð Ásgeirsson tekur slaginn aftur eft- ir árs hlé frá körfubolta og þrír er- lendir leikmenn hafa skrifað und- ir til að spila með Skallagrími, tveir frá Króatíu og einn frá Bandaríkjun- um. „Það er mikilvægt að hafa sam- keppni innan liðsins, við viljum ekki að menn gangi að neinu vísu. Þetta eru ungir og rosalega kraftmiklir íþróttamenn í liðinu og það verð- ur skemmtilegt tempó í gangi. Það verður gaman að horfa á körfubolt- ann sem strákarnir munu spila.“ Liðið er ungt, en meðalaldur er einungis 22 ár. Elsti leikmaðurinn er Ivan Mikulic bakvörður, sem ný- lega lenti á Íslandi. „Okkar styrk- leikar verða að hleypa leikjum upp frekar en að spila í einhverjum ró- legheitum á hálfum velli, heilu leik- ina. Vissulega reynum við það þegar þess þarf en leikstíllinn okkar verður klárlega hraður bolti. Vonandi verð- ur það skemmtilegt og á sama tíma árangursríkt,“ segir Finnur um leik- stíl sinna manna. Trúa á verkefnið Skallagrímur hefur þá sérstöðu að tefla fram mörgum heimamönn- um í leikmannahópi sínum sem og þjálfarateymi, en við hlið Finns mun Hörður Unnsteinsson manna stöðu aðstoðarþjálfara. Hörður er brottfluttur Borgnesingur en snéri nýlega aftur á æskuslóðir frá Nor- egi þar sem hann þjálfaði körfu- bolta í nokkur ár. „Við höfum trú á okkur og verkefninu. Við ætlum okkur langt og teljum okkur hafa alla burði til að fara langt,“ segir Finnur ákveðinn. „Ég vil líka þakka fyrir frábæran stuðning undanfarin ár og vonast til að sjá sama stuðn- ing áfram í vetur. Liðið er stútfullt af heimamönnum og ég held að það sé ekkert lið í úrvalsdeildinni sem getur státað að því,“ bætir hann við stoltur að lokum. Skallagrímsmenn fá verðugt verkefni strax í fyrsta leik sínum í Domino‘s deildinni. Fjórða októ- ber næstkomandi sækja þeir fimm- falda Íslandsmeistara KR heim í Vesturbæinn. glh Hraður bolti mun einkenna leikstíl Skallagrímsmanna í vetur Rætt við þjálfara meistaraflokks karla í Skallagrími um komandi keppnistímabil Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms. Ljósm. UMFS.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.